Citroën með jeppling byggðan á C3 Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2017 10:16 Citroën C-Aircross. Margir nýir bílar verða sýndir á komandi bílasýningu í Genf og einn þeirra er þessi upphækkaði Citroën C3 og hefur Citroën gefið honum nafnið C-Aircross Concept. Þessi bíll smellur akkúrat í flokk þeirra bíla sem hvað vinsælastir eru í heiminum í dag, þ.e. smár jepplingur. Þessi tilraunabíll er með vængjahurðum og engum hliðarspeglum, heldur myndavélum inní bílnum í þeirra stað. Hann er heldur ekki með neina B-pósta og á það að tryggja auðveldara aðgengi fyrir aftursætisfarþega. Innanrýmið er fullt af bleiklituðum innsetningum, líkt og á ytra byrði bílsins og þakið er úr gleri. Mjög er vandað til innréttingarinnar og meðal annars eru sæti bílsins stöguð og í mælaborðinu eru nánast engir takkar og því flestu stjórnað á aðgerðaskjá. Bíllinn stendur á 18 tommu felgum, en hann er aðeins framhjóladrifinn svo hann mun ekki mikið glíma við torfærurnar og er eiginlega svokallaður borgarjepplingur. Hönnun bílsins tók mið af góðu loftflæði og á hann að vera með mjög lága loftmótsstöðu. Framúrstefnuleg innrétting. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent
Margir nýir bílar verða sýndir á komandi bílasýningu í Genf og einn þeirra er þessi upphækkaði Citroën C3 og hefur Citroën gefið honum nafnið C-Aircross Concept. Þessi bíll smellur akkúrat í flokk þeirra bíla sem hvað vinsælastir eru í heiminum í dag, þ.e. smár jepplingur. Þessi tilraunabíll er með vængjahurðum og engum hliðarspeglum, heldur myndavélum inní bílnum í þeirra stað. Hann er heldur ekki með neina B-pósta og á það að tryggja auðveldara aðgengi fyrir aftursætisfarþega. Innanrýmið er fullt af bleiklituðum innsetningum, líkt og á ytra byrði bílsins og þakið er úr gleri. Mjög er vandað til innréttingarinnar og meðal annars eru sæti bílsins stöguð og í mælaborðinu eru nánast engir takkar og því flestu stjórnað á aðgerðaskjá. Bíllinn stendur á 18 tommu felgum, en hann er aðeins framhjóladrifinn svo hann mun ekki mikið glíma við torfærurnar og er eiginlega svokallaður borgarjepplingur. Hönnun bílsins tók mið af góðu loftflæði og á hann að vera með mjög lága loftmótsstöðu. Framúrstefnuleg innrétting.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent