Fjögurra hurða sportbíll Benz í Genf Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2017 11:08 Mercedes Benz GT4 Concept verður á pöllunum í Genf í vikunni. Mercedes Benz ætlar greinilega ekki að láta Porsche um sviðið hvað varðar fjögurra hurða stóra sportbíla, en Porsche Panamera bíllinn á sér fáa keppinauta enn um sinn, en það gæti verið að breytast. Á bílasýningunni í Genf mun Mercedes Benz sýna þennan fjögurra hurða og stóra sportbíl. Það er náttúrulega AMG-deild Mercedes Benz sem sér um smíði þessa bíls og eins og með aðrar bílgerðir þar á bæ verða ófá hestöfl undir húddinu og má búast við að þar sitji 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Þessi nýi bíll Mercedes Benz mun fá nafnið GT4 og verður strax í boði á næsta ári. Á bílasýningunni í Genf mun Benz sýna fleiri bíla en þennan, meðal annars E-Class Cabriolet, E63 S Wagon, GT C Roadster Edition 50, C63 S Cabriolet Ocean Blue Edition, G650 Landaulet, C43 Coupe og pallbílinn Concept X-Class. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Mercedes Benz ætlar greinilega ekki að láta Porsche um sviðið hvað varðar fjögurra hurða stóra sportbíla, en Porsche Panamera bíllinn á sér fáa keppinauta enn um sinn, en það gæti verið að breytast. Á bílasýningunni í Genf mun Mercedes Benz sýna þennan fjögurra hurða og stóra sportbíl. Það er náttúrulega AMG-deild Mercedes Benz sem sér um smíði þessa bíls og eins og með aðrar bílgerðir þar á bæ verða ófá hestöfl undir húddinu og má búast við að þar sitji 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Þessi nýi bíll Mercedes Benz mun fá nafnið GT4 og verður strax í boði á næsta ári. Á bílasýningunni í Genf mun Benz sýna fleiri bíla en þennan, meðal annars E-Class Cabriolet, E63 S Wagon, GT C Roadster Edition 50, C63 S Cabriolet Ocean Blue Edition, G650 Landaulet, C43 Coupe og pallbílinn Concept X-Class.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent