Lamborghini Huracan slátraði Nürburgring metinu Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2017 11:02 Það hafði spurst út um daginn að Lamborghini Huracan bíll hefði rækilega slegið við mettíma Porsche 918 Spyder á hinni 20 km löngu Nürburgring braut, en nú hefur það verið staðfest. Lamborghini greindi frá þessu í dag og lét fylgja með þetta myndskeið af metsláttinum. Tími Lamborghini Huracan bílsins var 6:52,01 mínúta, en Porsche 918 Spyder hafði náð 6:57 mínútum áður. Þessi tveir bílar einir, af fjöldaframleiddum bílum, hafa náð því að fara brautina á undir 7 mínútum. Það þótti mikið afrek er Porsche 918 Spyder náði fyrstur bíla að brjóta 7 mínútna múrinn, en það hefur nú verið bætt um heilar 5 sekúndur. Það er dulítið magnað að sjá hve oft Lamborghini bíllinn nær að vera á yfir 200 km hraða í brautinni og á lengsta beina kaflanum nær hann 304 km hraða. Víst má vera að þessi bíll liggur eins og klessa og þolir mikinn hraða í beygjum. Það gæti sviðið hjá Þjóðverjum að ítalskur bíll hafi náð Nürburgring metinu af þýskum bíl. Sjá má alla ferð Lamborghini bílsins hér að ofan. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent
Það hafði spurst út um daginn að Lamborghini Huracan bíll hefði rækilega slegið við mettíma Porsche 918 Spyder á hinni 20 km löngu Nürburgring braut, en nú hefur það verið staðfest. Lamborghini greindi frá þessu í dag og lét fylgja með þetta myndskeið af metsláttinum. Tími Lamborghini Huracan bílsins var 6:52,01 mínúta, en Porsche 918 Spyder hafði náð 6:57 mínútum áður. Þessi tveir bílar einir, af fjöldaframleiddum bílum, hafa náð því að fara brautina á undir 7 mínútum. Það þótti mikið afrek er Porsche 918 Spyder náði fyrstur bíla að brjóta 7 mínútna múrinn, en það hefur nú verið bætt um heilar 5 sekúndur. Það er dulítið magnað að sjá hve oft Lamborghini bíllinn nær að vera á yfir 200 km hraða í brautinni og á lengsta beina kaflanum nær hann 304 km hraða. Víst má vera að þessi bíll liggur eins og klessa og þolir mikinn hraða í beygjum. Það gæti sviðið hjá Þjóðverjum að ítalskur bíll hafi náð Nürburgring metinu af þýskum bíl. Sjá má alla ferð Lamborghini bílsins hér að ofan.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent