Frumsýna míkrójeppann Suzuki Ignis 4x4 Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2017 13:59 Ignis er með 18 sentimetra undir lægsta punkt. Nýr Suzuki Ignis verður frumsýndur í Suzuki laugardaginn 18. mars, opið frá kl.12 til 17. Allir eru hjartanlega velkomnir og léttar veitingar verða í boði. Suzuki Ignis er fjórhjóladrifinn mikró jeppi sem er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Hann stenst nútímakröfur um sparneytni og þægindi í akstri. Ignis er fjölhæfur bíll sem felur í sér einfaldleika, stílhreina hönnun á yfirbyggingu og mikið notagildi. Hann er fyrirferðalítill í formi og þægilegur í akstri, hefur hátt aðgengi og mikla veghæð (18 cm). Ignis er fáanlegur beinskiptur með sparneytinni 1.242 cc vél, meðaleyðsla er aðeins 5,0 lítrar á hundraðið. Ignis kemur með hátæknivæddu 4WD ALLGRIP AUTO fjórhjóladrifskerfi. Hann er búin háþróaðri öryggistækni sem grípur inn í atburðarrásina ef á þarf að halda, tveggja myndavéla hemlaaðstoð og akreinavari eru staðalbúnaður í GLX. Farangursrýmið í Ignis er 264 lítrar og aftursætin eru færanleg óháð hvort öðru í hlutföllum 50:50. Hægt er að aðlaga farangursrými að margvíslegum farmi með því að fella sætisbökin niður. Heildarfarangursrými er 1.101 lítrar. Fyrir miðju mælaborðs er hágæða snertiskjár með Mirrorlink snjallsímatengingu. Hljómtækin eru með sjö tommu snertiskjá (SDLA) Bluetooth, bakkmyndavél og leiðsögukerfi (GLX). Tengiskjár snjallsímans, SLD, nýtir sér Apple CarPlay og MirrorLink. Þegar samhæfður iPhone er tengdur kerfinu með USB tengingu gerir Apple CarPlay þér kleift að hringja og svara símhringingum, spila tónlist úr símanum, senda og taka á móti skilaboðum og fá leiðarlýsingu, allt með raddskipunum eða fingrasnertingu á skjánum. Að sama skapi birtir MirrorLink hin ýmsu smáforrit snjallsímans á snertiskjánum og þannig er hægt að nýta sér aðgerðir símans í gegnum skjáinn. Margmiðlunaraðgerðir eru gerðar einfaldar á 7 tommu snertiskjánum. Aðgerðirnar varða m.a. hljómtæki, handfrjálsan síma, leiðsögukerfi og uppsetningu snjallsímans. Verð á nýjum Ignis er frá 2.480.000 kr.Skemmtilegur að innan.Heilmikill töffari hér á ferð. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent
Nýr Suzuki Ignis verður frumsýndur í Suzuki laugardaginn 18. mars, opið frá kl.12 til 17. Allir eru hjartanlega velkomnir og léttar veitingar verða í boði. Suzuki Ignis er fjórhjóladrifinn mikró jeppi sem er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Hann stenst nútímakröfur um sparneytni og þægindi í akstri. Ignis er fjölhæfur bíll sem felur í sér einfaldleika, stílhreina hönnun á yfirbyggingu og mikið notagildi. Hann er fyrirferðalítill í formi og þægilegur í akstri, hefur hátt aðgengi og mikla veghæð (18 cm). Ignis er fáanlegur beinskiptur með sparneytinni 1.242 cc vél, meðaleyðsla er aðeins 5,0 lítrar á hundraðið. Ignis kemur með hátæknivæddu 4WD ALLGRIP AUTO fjórhjóladrifskerfi. Hann er búin háþróaðri öryggistækni sem grípur inn í atburðarrásina ef á þarf að halda, tveggja myndavéla hemlaaðstoð og akreinavari eru staðalbúnaður í GLX. Farangursrýmið í Ignis er 264 lítrar og aftursætin eru færanleg óháð hvort öðru í hlutföllum 50:50. Hægt er að aðlaga farangursrými að margvíslegum farmi með því að fella sætisbökin niður. Heildarfarangursrými er 1.101 lítrar. Fyrir miðju mælaborðs er hágæða snertiskjár með Mirrorlink snjallsímatengingu. Hljómtækin eru með sjö tommu snertiskjá (SDLA) Bluetooth, bakkmyndavél og leiðsögukerfi (GLX). Tengiskjár snjallsímans, SLD, nýtir sér Apple CarPlay og MirrorLink. Þegar samhæfður iPhone er tengdur kerfinu með USB tengingu gerir Apple CarPlay þér kleift að hringja og svara símhringingum, spila tónlist úr símanum, senda og taka á móti skilaboðum og fá leiðarlýsingu, allt með raddskipunum eða fingrasnertingu á skjánum. Að sama skapi birtir MirrorLink hin ýmsu smáforrit snjallsímans á snertiskjánum og þannig er hægt að nýta sér aðgerðir símans í gegnum skjáinn. Margmiðlunaraðgerðir eru gerðar einfaldar á 7 tommu snertiskjánum. Aðgerðirnar varða m.a. hljómtæki, handfrjálsan síma, leiðsögukerfi og uppsetningu snjallsímans. Verð á nýjum Ignis er frá 2.480.000 kr.Skemmtilegur að innan.Heilmikill töffari hér á ferð.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent