Bílar

Mercedes-Benz söluhæsta lúxusbílamerkið

Finnur Thorlacius skrifar
Mercedes Benz GLC.
Mercedes Benz GLC.
Mercedes-Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Alls voru nýskráðir 69 Mercedes-Benz bílar í janúar og febrúar samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Mercedes-Benz er með 31,4% markaðshlutdeild hér á landi í flokki lúxusbíla.

,,Mercedes-Benz hefur verið söluhæst af lúxusbílamerkjunum hér á landi undanfarin ár og við erum ánægð með að halda toppsætinu á nýju ári. Það hefur verið að koma mikið af nýjum og flottum bílum frá Mercedes-Benz undanfarna mánuði. Mest seldu bílarnir það sem af er ári eru GLE og GLC sportjepparnir.

Fjöldi AMG bíla í sölu hefur aukist talsvert sem er mjög ánægjulegt en við hjá Öskju höfum lagt áherslu á að fá meira af AMG bílum til landsins. Við ætlum að halda sérstaka AMG sýningu hér í Öskju í lok mars sem mun án efa vekja mikinn áhuga.

Bílar með 4MATIC fjórhjóladrifið hafa einnig verið mjög vinsælir sem kemur ekki á óvart enda hentar það mjög vel fyrir íslenskar aðstæður. 4MATIC er vinsælast í sportjeppunum en það eru sífellt fleiri sem taka það í fólksbílana líka," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Öskju.

,,Það eru spennandi bílar á leiðinni á næstu mánuðum eins og nýr GLA og E-Class All Terrain. Úrvalið heldur því áfram að aukast hjá okkur. Það er einnig að koma mikið af Plug-in Hybrid útfærslum af Mercedes-Benz bílunum. Við erum einnig með B-Class rafmagnsbílinn sem hefur vakið mikla athygli enda fyrsti hreini rafbíllinn sem við bjóðum upp á. Mercedes-Benz bílarnir eru sérlega vel útbúnir og fá alltaf mjög góða dóma fyrir útbúnað, þægindi og aksturseiginleika," segir Ásgrímur ennfremur.






×