Ný Matrix-mynd sögð væntanleg Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2017 10:14 Carrie-Anne Moss og Keanu Reeves í The Matrix. Kvikmyndaverið Warner Bros er sagt ætla að gera nýja Matrix-mynd, tæpum átján árum eftir að sú fyrsta kom út árið 1999. Í upprunalegu myndinni lék Keanu Reeves hetjuna Neo og voru Wachowski-systurnar leikstjórar myndarinnar en þau verða öll fjarri góðu gamni í þessari endurgerð, að því er fram kemur á vef Hollywood Reporter. Leikarinn Michael B. Jordan hefur verið orðaður við aðalhlutverk myndarinnar og Zack Penn sagður eiga að skrifa handritið.Mashable fjallar um endurgerðina en þar kemur fram að Warner Bros hafi ekki viljað tjá sig að svo stöddu um málið. Á vef Mashable kemur fram að Lana og Lilly Wachowski, sem leikstýrðu og skrifuðu handritið að Matrix-þríleiknum (The Matrix, The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions,) verða líkt og fyrr segir ekki með en Keanu Reeves hefur áður látið hafa eftir sér að hann myndi aðeins taka þátt í annarri Matrix-mynd ef þær yrðu með. Warner Bros. er hins vegar sagt vonast til þess að nýja verkefnið muni njóta blessunar Wachowski-systranna og að þær muni jafnvel vera kvikmyndaverinu innan handar þegar kemur að þróun þess. Matrix-þríleikurinn þénaði um 1,6 milljarða dala í miðasölu á heimsvísu.Á vef The Hollywood Reporter kemur fram að Warner Bros. horfi til þess sem Disney hefur gert með Stjörnustríðs-bálkinn, það er að víkja frá aðalsöguþræðinum og gera hliðarsögur líkt og Disney hefur gert með Rogue One og væntanlegri Han Solo-mynd. Bíó og sjónvarp Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndaverið Warner Bros er sagt ætla að gera nýja Matrix-mynd, tæpum átján árum eftir að sú fyrsta kom út árið 1999. Í upprunalegu myndinni lék Keanu Reeves hetjuna Neo og voru Wachowski-systurnar leikstjórar myndarinnar en þau verða öll fjarri góðu gamni í þessari endurgerð, að því er fram kemur á vef Hollywood Reporter. Leikarinn Michael B. Jordan hefur verið orðaður við aðalhlutverk myndarinnar og Zack Penn sagður eiga að skrifa handritið.Mashable fjallar um endurgerðina en þar kemur fram að Warner Bros hafi ekki viljað tjá sig að svo stöddu um málið. Á vef Mashable kemur fram að Lana og Lilly Wachowski, sem leikstýrðu og skrifuðu handritið að Matrix-þríleiknum (The Matrix, The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions,) verða líkt og fyrr segir ekki með en Keanu Reeves hefur áður látið hafa eftir sér að hann myndi aðeins taka þátt í annarri Matrix-mynd ef þær yrðu með. Warner Bros. er hins vegar sagt vonast til þess að nýja verkefnið muni njóta blessunar Wachowski-systranna og að þær muni jafnvel vera kvikmyndaverinu innan handar þegar kemur að þróun þess. Matrix-þríleikurinn þénaði um 1,6 milljarða dala í miðasölu á heimsvísu.Á vef The Hollywood Reporter kemur fram að Warner Bros. horfi til þess sem Disney hefur gert með Stjörnustríðs-bálkinn, það er að víkja frá aðalsöguþræðinum og gera hliðarsögur líkt og Disney hefur gert með Rogue One og væntanlegri Han Solo-mynd.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein