Fyrsti rafmagnsbíll Volvo verður ódýr Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2017 10:49 Verður þetta algeng sjón á næsta áratug? Margir hefðu haldið að ef Volvo smíðaði sinn fyrsta rafmagnsbíl þá yrði hann líklega dýrari en aðrar gerðir Volvo bíla sem eðli málsins vegna eru fremur dýrir þar sem bílar Volvo falla í lúxusflokk. Það verður þó ekki raunin því að Volvo ætlar að framleiða rafmagnsbíl sem kosta mun á bilinu 35.000 til 40.000 dollara. Hann á að auki að komast að minnsta kosti 400 kílómetra á fullri hleðslu. Það myndi setja slíkan bíl á neðsta hluta verðskalans í bílaflóru Volvo. Þessar yfirlýsingar hjá Volvo benda til þess að um verði að ræða fólksbíl og það ekki stóran, en síður jeppling eða jeppa. Haft var eftir einum forsvarsmanna Volvo að mjög nauðsynlegt væri að þeirra fyrsti rafmagnsbíll hefði mikla drægni, þó svo það myndi þýða að hún væri miklu meiri en þarf til daglegra nota í þéttbýli. Hræðsla almennings gagnvart drægni rafmagnsbíla væri enn mikil. Sala Tesla bíla hefur verið með miklum ágætum í Svíþjóð á undanförnum árum svo ekki sé minnst á Noreg og því hefur Volvo hug á því að taka vænan skerf af sölu rafmagnsbíla heimafyrir með nýjum hreinræktuðum rafmagnsbíl. Stefna Volvo er að kynna sinn fyrsta rafmagnsbíl árið 2019. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent
Margir hefðu haldið að ef Volvo smíðaði sinn fyrsta rafmagnsbíl þá yrði hann líklega dýrari en aðrar gerðir Volvo bíla sem eðli málsins vegna eru fremur dýrir þar sem bílar Volvo falla í lúxusflokk. Það verður þó ekki raunin því að Volvo ætlar að framleiða rafmagnsbíl sem kosta mun á bilinu 35.000 til 40.000 dollara. Hann á að auki að komast að minnsta kosti 400 kílómetra á fullri hleðslu. Það myndi setja slíkan bíl á neðsta hluta verðskalans í bílaflóru Volvo. Þessar yfirlýsingar hjá Volvo benda til þess að um verði að ræða fólksbíl og það ekki stóran, en síður jeppling eða jeppa. Haft var eftir einum forsvarsmanna Volvo að mjög nauðsynlegt væri að þeirra fyrsti rafmagnsbíll hefði mikla drægni, þó svo það myndi þýða að hún væri miklu meiri en þarf til daglegra nota í þéttbýli. Hræðsla almennings gagnvart drægni rafmagnsbíla væri enn mikil. Sala Tesla bíla hefur verið með miklum ágætum í Svíþjóð á undanförnum árum svo ekki sé minnst á Noreg og því hefur Volvo hug á því að taka vænan skerf af sölu rafmagnsbíla heimafyrir með nýjum hreinræktuðum rafmagnsbíl. Stefna Volvo er að kynna sinn fyrsta rafmagnsbíl árið 2019.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent