Tesla Model 3 tilbúinn til fjöldaframleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2017 15:39 Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun hefja fjöldaframleiðslu á Model 3 bíl sínum í júlí og með því hefja að stytta 400.000 bíla pöntunarlistann í þennan eftirsótta bíl. Á þessu myndskeiði hér að ofan að dæma er Tesla tilbúið með að minnsta kosti eitt eintak af Model 3, en á því sést hann við prófanir vestur í Kaliforníu. Tesla hóf að framleiða fyrstu prufueintökin af Model 3 þann 20. febrúar. Tesla Model 3 verður langódýrasti bíll Tesla og mun kosta um 35.000 dollara. Model 3 er með minna drægi en dýrari bræðurnir, Tesla Model S og Model X, eða 350 kílómetrar. Tesla Model 3 er með minni rafhlöður en hinir tveir, en engu að síður er hann sprækur bíll og kemst á hundrað kílómetra hraða á minna en 6 sekúndum. Þó svo að fyrir liggi 400.000 pantanir í Tesla Model 3 mun hann fá samkeppni í nýjum Chevrolet Bolt rafmagnsbíl og einnig í nýrri gerð Nissan Leaf sem kynntur verður til sögunnar í september. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun hefja fjöldaframleiðslu á Model 3 bíl sínum í júlí og með því hefja að stytta 400.000 bíla pöntunarlistann í þennan eftirsótta bíl. Á þessu myndskeiði hér að ofan að dæma er Tesla tilbúið með að minnsta kosti eitt eintak af Model 3, en á því sést hann við prófanir vestur í Kaliforníu. Tesla hóf að framleiða fyrstu prufueintökin af Model 3 þann 20. febrúar. Tesla Model 3 verður langódýrasti bíll Tesla og mun kosta um 35.000 dollara. Model 3 er með minna drægi en dýrari bræðurnir, Tesla Model S og Model X, eða 350 kílómetrar. Tesla Model 3 er með minni rafhlöður en hinir tveir, en engu að síður er hann sprækur bíll og kemst á hundrað kílómetra hraða á minna en 6 sekúndum. Þó svo að fyrir liggi 400.000 pantanir í Tesla Model 3 mun hann fá samkeppni í nýjum Chevrolet Bolt rafmagnsbíl og einnig í nýrri gerð Nissan Leaf sem kynntur verður til sögunnar í september.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent