Volkswagen og Tata ætla að þróa saman bíla Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2017 09:00 Tata á meðal annars Jaguar Land Rover. Volkswagen og indverska bílafyrirtækið Tata ætla að rugla saman reitum og hanna í samstarfi undirvagna fyrir bíla, miðla tækni hvers annars og hugsanlega skapa saman heilu bílana. Þetta samstarf var handsalað á bílasýningunni í Genf sem núna stendur yfir. Viðræður milli þessara aðila hófust víst fyrir um ári síðan og eru núna skjalfestar. Beðið er eftir yfirlýsingum fyrirtækjanna þessa efnis en heimildir úr röðum beggja fyrirtækja staðfesta að þetta sé raunin. Volkswagen hefur lengi haft áhuga á að komast betur inná vanþróaðri bílamarkaði og með þessu samkomulagi styttir Volkswagen sér leið. Ávinningurinn er ekki minni fyrir Tata en aðgengi að tækninýjungum stærsta bílaframleiðanda heims opnar fyrirtækinu nýjan heim. Heimildir herma að samkomulagið milli þessara aðila sé ekki bindandi og gæti dísilvélahneyksli Volkswagen átt þar sinn þátt og frá hlið Volkswagen þá er ákveðin hræðsla við misheppnað samstarf við Suzuki vafalaust áhrifavaldur. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent
Volkswagen og indverska bílafyrirtækið Tata ætla að rugla saman reitum og hanna í samstarfi undirvagna fyrir bíla, miðla tækni hvers annars og hugsanlega skapa saman heilu bílana. Þetta samstarf var handsalað á bílasýningunni í Genf sem núna stendur yfir. Viðræður milli þessara aðila hófust víst fyrir um ári síðan og eru núna skjalfestar. Beðið er eftir yfirlýsingum fyrirtækjanna þessa efnis en heimildir úr röðum beggja fyrirtækja staðfesta að þetta sé raunin. Volkswagen hefur lengi haft áhuga á að komast betur inná vanþróaðri bílamarkaði og með þessu samkomulagi styttir Volkswagen sér leið. Ávinningurinn er ekki minni fyrir Tata en aðgengi að tækninýjungum stærsta bílaframleiðanda heims opnar fyrirtækinu nýjan heim. Heimildir herma að samkomulagið milli þessara aðila sé ekki bindandi og gæti dísilvélahneyksli Volkswagen átt þar sinn þátt og frá hlið Volkswagen þá er ákveðin hræðsla við misheppnað samstarf við Suzuki vafalaust áhrifavaldur.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent