Sjáðu nýjustu stikluna úr Spider-Man: Homecoming Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2017 13:39 Kóngulóarmaðurinn er á leið í kvikmyndahús í sumar í myndinni Spider-Man: Homecoming en í dag frumsýndi Marvel Studios aðra stikluna úr þessari mynd. Það er Tom Holland sem fer með hlutverk Peter Parker, sem sjálfur bregður sér í gervi Spider-Man, en Holland er þriðji leikarinn á fimmtán árum til að leika þessa ofurhetju. Áður höfðu Tobey Maguire og Andrew Garfield leikið þessa frægu hetju. Spider-Man er hugarfóstur Stan Lee og Steve Ditko og einn vinsælasti karakter Marvel-útgáfufyrirtækisins. Marvel hafði þó ekki réttindi til að hafa Spider-Man í kvikmyndum sínum og gat því ekki gert hann að hluta að Avengers-kvikmyndabálkinum sem nýtur gífurlegra vinsælda. Eftir afar slappt gengi The Amazing Spider-Man-myndanna ákvað Sony að gefa eftir Spider-Man til Marvel sem stökk til og skellti honum í Captain America: Civil War og verður því kóngulóarmaðurinn hluti af Marvel-kvikmyndaheiminum hér eftir. Í Spider-Man: Homecoming nýtur Peter Parker aðstoðar Tony Stark, leikinn af Robert Downey Jr., í baráttunni við illmennið The Vulture. Sá heitir í raun Adrian Toomes og er leikinn af Michael Keaton. Í myndinni hefur Toomes haft það að atvinnu að hreinsa upp eyðilegginguna sem barátta The Avengers við illmenni hefur skilið eftir sig og fær sig fullsaddan af því. Stikluna má sjá hér fyrir neðan: Bíó og sjónvarp Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kóngulóarmaðurinn er á leið í kvikmyndahús í sumar í myndinni Spider-Man: Homecoming en í dag frumsýndi Marvel Studios aðra stikluna úr þessari mynd. Það er Tom Holland sem fer með hlutverk Peter Parker, sem sjálfur bregður sér í gervi Spider-Man, en Holland er þriðji leikarinn á fimmtán árum til að leika þessa ofurhetju. Áður höfðu Tobey Maguire og Andrew Garfield leikið þessa frægu hetju. Spider-Man er hugarfóstur Stan Lee og Steve Ditko og einn vinsælasti karakter Marvel-útgáfufyrirtækisins. Marvel hafði þó ekki réttindi til að hafa Spider-Man í kvikmyndum sínum og gat því ekki gert hann að hluta að Avengers-kvikmyndabálkinum sem nýtur gífurlegra vinsælda. Eftir afar slappt gengi The Amazing Spider-Man-myndanna ákvað Sony að gefa eftir Spider-Man til Marvel sem stökk til og skellti honum í Captain America: Civil War og verður því kóngulóarmaðurinn hluti af Marvel-kvikmyndaheiminum hér eftir. Í Spider-Man: Homecoming nýtur Peter Parker aðstoðar Tony Stark, leikinn af Robert Downey Jr., í baráttunni við illmennið The Vulture. Sá heitir í raun Adrian Toomes og er leikinn af Michael Keaton. Í myndinni hefur Toomes haft það að atvinnu að hreinsa upp eyðilegginguna sem barátta The Avengers við illmenni hefur skilið eftir sig og fær sig fullsaddan af því. Stikluna má sjá hér fyrir neðan:
Bíó og sjónvarp Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira