Tesla ætlar að flýta komu Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2017 15:49 Tesla Model 3 er tilbúinn fyrir raðsmíði. Forstjóri Tesla, Elon Musk, hefur látið það uppi að fyrirtækið ætli að sleppa svokölluðu “Beta-test” á hinum nýja Model 3 bíl og fyrir vikið hefja framleiðslu á honum fyrr en áður hefur uppgefið verið. Líklega hafa prufanir á þeim fáu bílum sem smíðaðir hafa verið gengið mjög vel og því óhætt að sleppa seinni hluta eðlilegra prófana þar sem engir agnúar hafi fundist sem laga þurfti. Prófanir á bílnum eru þegar hafnar og þeir verða aðeins prófaðir í eina til tvær vikur í viðbót. Þessar fréttir hljóta að teljast fagnaðarefni fyrir 400.000 sem þegar hafa pantað eintak af bílnum og borgað 1.000 dollara fyrirfram inná kaupin. Bíllinn mun aðeins kosta 35.000 dollara og er miklu ódýrai en fyrri Model S og Model X bílar Tesla. Tesla Model 3 mun komast 350 km á fullri hleðslu og er minna en 6 sekúndur í hundraðið. Helsti samkeppnisbíll Model 3 verður örugglega Chevrolet Bolt sem er með 383 km drægni og kostar 36.000 dollara. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent
Forstjóri Tesla, Elon Musk, hefur látið það uppi að fyrirtækið ætli að sleppa svokölluðu “Beta-test” á hinum nýja Model 3 bíl og fyrir vikið hefja framleiðslu á honum fyrr en áður hefur uppgefið verið. Líklega hafa prufanir á þeim fáu bílum sem smíðaðir hafa verið gengið mjög vel og því óhætt að sleppa seinni hluta eðlilegra prófana þar sem engir agnúar hafi fundist sem laga þurfti. Prófanir á bílnum eru þegar hafnar og þeir verða aðeins prófaðir í eina til tvær vikur í viðbót. Þessar fréttir hljóta að teljast fagnaðarefni fyrir 400.000 sem þegar hafa pantað eintak af bílnum og borgað 1.000 dollara fyrirfram inná kaupin. Bíllinn mun aðeins kosta 35.000 dollara og er miklu ódýrai en fyrri Model S og Model X bílar Tesla. Tesla Model 3 mun komast 350 km á fullri hleðslu og er minna en 6 sekúndur í hundraðið. Helsti samkeppnisbíll Model 3 verður örugglega Chevrolet Bolt sem er með 383 km drægni og kostar 36.000 dollara.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent