Subaru jeppi kynntur í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 11:22 Subaru Ascent í feluklæðum. Nú þremur árum eftir að Subaru hætti framleiðslu á Tribeca jeppa sínum er japanski bílaframleiðandinn að fara að kynna arftaka hans og mun hann fá nafnið Subaru Ascent. Ascent er stór jeppi með þrjár sætaraðir og mjög langur, eða 5,2 metrar. Ascent er örlítið lengri en Chevrolet Tahoe, sem ekki þykir nú lítill jeppi. Þó svo að á þessari mynd af bílnum sé útlit hans nokkuð falið má sjá að hann erfir talsvert af útliti Viziv-7 Concept bílsins sem Subaru sýndi á bílasýningunni í Los Angeles í haust. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkri sinni smíðað og mun vafalaust vera mest hugsaður fyrir Bandaríkjamarkað, en þar í landi er mjög stór markaður fyrir stóra jeppa. Subaru selur að auki langmest af bílum sínum í Bandaríkjunum og hefur átt mjög góðu gengi að fagna þar á undanförnum árum. Subaru mun kynna Ascent jeppann í næsta mánuði á bílasýningunni í New York.Subaru Viziv-7 tilraunabíllinn. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent
Nú þremur árum eftir að Subaru hætti framleiðslu á Tribeca jeppa sínum er japanski bílaframleiðandinn að fara að kynna arftaka hans og mun hann fá nafnið Subaru Ascent. Ascent er stór jeppi með þrjár sætaraðir og mjög langur, eða 5,2 metrar. Ascent er örlítið lengri en Chevrolet Tahoe, sem ekki þykir nú lítill jeppi. Þó svo að á þessari mynd af bílnum sé útlit hans nokkuð falið má sjá að hann erfir talsvert af útliti Viziv-7 Concept bílsins sem Subaru sýndi á bílasýningunni í Los Angeles í haust. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkri sinni smíðað og mun vafalaust vera mest hugsaður fyrir Bandaríkjamarkað, en þar í landi er mjög stór markaður fyrir stóra jeppa. Subaru selur að auki langmest af bílum sínum í Bandaríkjunum og hefur átt mjög góðu gengi að fagna þar á undanförnum árum. Subaru mun kynna Ascent jeppann í næsta mánuði á bílasýningunni í New York.Subaru Viziv-7 tilraunabíllinn.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent