Smakkaði snjó í fyrsta skipti Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 30. mars 2017 09:00 Brynja Dan Gunnarsdóttir, fékk litlu systir sína frá Sri lanka í heimsókn, en þær systur hittust fyrst í júní á síðasta ári. Vísir/GVA „Við hittumst í júní og við smullum saman, það er eitthvað sem er svo líkt með okkur að það var bara eins og við hefðum alltaf þekkst. Ætli það sé ekki sama nördagenið í okkur báðum. Ég stakk upp á því að hún kæmi til íslands, hún er að læra jarðfræði og hvergi áhugaverðara að vera en á Íslandi þegar kemur að því. Henni leist bara vel á það, þrátt fyrir að hafa aldrei stigið uppí flugvél áður,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, spurð út í það hvernig það kom til að systir hennar, Dilmi, kom í heimsókn til Íslands. Brynja fór ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og umsjónamanni þáttarins Leitin að upprunanum, til Sri Lanka í leit að fjölskyldu sinni í fyrrasumar, en Brynja var ættleitt til Íslands sem ungbarn.Brynja ásamt systur sinni Dilmi ?og syni sínum Mána í Bláa lóninu.Mynd/Brynja„Ég setti mér það markmið daginn sem ég hitti fjölskyldu mína að halda samskiptunum og fá Dilmi hingað og helst þau öll einn daginn og það er svo gott að vera búin að fá það í gegn,“ segir Brynja og bætir við að hún láti ekki segja sér hver megi heimsækja hana og hver ekki. Það gekk ekki þrautalaust fyrir Dilmi að komast til landsins því að þegar hún ætlaði fyrst að koma hingað í febrúar fékk hún ekki vegabréfsáritun. „Ég tók ekki annað í mál en að hún kæmi hingað, sama hvað. Ég fékk svo mikinn stuðning frá fólkinu í kringum mig í þeirri baráttu, fyrir það er ég endalaust þakklát,“ segir hún. Það er óhætt að segja að systurnar hafi átt góðar stundir hér á klakanum og Dilmi fékk að upplifa allt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Brynja fór með systur sína í vélsleðaferð með Mountaineers.Mynd/Brynja„Við fórum í geggjaða vélsleðaferð með Mountaineers. Hún var að sjá og koma við snjó í fyrsta sinn og gerði það með stæl á vélsleða uppi á jökli. Svo fórum við í Bláa lónið og áttum yndislegan tíma þar. Hún hefur mikinn áhuga á jarðhita og öllu því magnaða sem landið okkar býr yfir. Síðan fórum við á Geysi og í bústað þar sem við sáum norðurljósin og borðuðum íslenskt lamb. Við kíktum í fjórhjólaferð og á hestbak, svo áttum við yndislegan systratíma, hittum flesta mína nánustu í kaffi, borðuðum súkkulaði, settum á okkur maska og hlógum, og grétum yfir bíómyndum,“ segir Brynja þakklát. Brynja er staðráðin í því að halda áfram góðum samskiptum við fjölskyldu sína á Sri Lanka og segir að Dilmi eigi eftir að koma aftur í heimsókn. „Við reynum líklegast að skiptast á, því þetta er ekki ódýrt ferðalag en hún kemur aftur og vonandi í skóla í framtíðinni. Svo eru líklega að opnast dyr sem gera mér kleift að vera eitthvað á Sri Lanka af og til. Ég bíð bara spennt eftir frekari fregnum af því verkefni. Svo mun bróðir minn líklega gifta sig á næstu árum svo það er ýmislegt sem stendur til á næstunni,“ segir Brynja. Fékkstu að vita eitthvað meira um fjölskyldu þína úti? „Já, mamma okkar er ekki alveg til í að deila með mér hvað pabbi minn heitir, hún og amma eru þær einu sem vita það. Dilmi er mjög meðvituð um að það sé ekki uppi á borðinu og reynir því að grípa allt sem þær missa út úr sér varðandi hann og sendir mér það svo. Hún sagði mér núna að mamma hefði minnst á að ég væri með sama bros og hann, sem var gaman að heyra. Það er gaman að sjá hvað við erum líkar, vinkonur mínar tóku eftir því að við værum með alveg eins takta og hreyfingar, svo er ég nefnilega mjög lík hinni systur minni sem er líka ættleidd, svo það er alveg greinilegt að bæði gen og umhverfi hafa mikið að segja,“ segir Brynja.Brynja og Dilmi áttu góðar stundir saman. Mynd/Brynja Leitin að upprunanum Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Við hittumst í júní og við smullum saman, það er eitthvað sem er svo líkt með okkur að það var bara eins og við hefðum alltaf þekkst. Ætli það sé ekki sama nördagenið í okkur báðum. Ég stakk upp á því að hún kæmi til íslands, hún er að læra jarðfræði og hvergi áhugaverðara að vera en á Íslandi þegar kemur að því. Henni leist bara vel á það, þrátt fyrir að hafa aldrei stigið uppí flugvél áður,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, spurð út í það hvernig það kom til að systir hennar, Dilmi, kom í heimsókn til Íslands. Brynja fór ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, dagskrárgerðarkonu á Stöð 2 og umsjónamanni þáttarins Leitin að upprunanum, til Sri Lanka í leit að fjölskyldu sinni í fyrrasumar, en Brynja var ættleitt til Íslands sem ungbarn.Brynja ásamt systur sinni Dilmi ?og syni sínum Mána í Bláa lóninu.Mynd/Brynja„Ég setti mér það markmið daginn sem ég hitti fjölskyldu mína að halda samskiptunum og fá Dilmi hingað og helst þau öll einn daginn og það er svo gott að vera búin að fá það í gegn,“ segir Brynja og bætir við að hún láti ekki segja sér hver megi heimsækja hana og hver ekki. Það gekk ekki þrautalaust fyrir Dilmi að komast til landsins því að þegar hún ætlaði fyrst að koma hingað í febrúar fékk hún ekki vegabréfsáritun. „Ég tók ekki annað í mál en að hún kæmi hingað, sama hvað. Ég fékk svo mikinn stuðning frá fólkinu í kringum mig í þeirri baráttu, fyrir það er ég endalaust þakklát,“ segir hún. Það er óhætt að segja að systurnar hafi átt góðar stundir hér á klakanum og Dilmi fékk að upplifa allt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Brynja fór með systur sína í vélsleðaferð með Mountaineers.Mynd/Brynja„Við fórum í geggjaða vélsleðaferð með Mountaineers. Hún var að sjá og koma við snjó í fyrsta sinn og gerði það með stæl á vélsleða uppi á jökli. Svo fórum við í Bláa lónið og áttum yndislegan tíma þar. Hún hefur mikinn áhuga á jarðhita og öllu því magnaða sem landið okkar býr yfir. Síðan fórum við á Geysi og í bústað þar sem við sáum norðurljósin og borðuðum íslenskt lamb. Við kíktum í fjórhjólaferð og á hestbak, svo áttum við yndislegan systratíma, hittum flesta mína nánustu í kaffi, borðuðum súkkulaði, settum á okkur maska og hlógum, og grétum yfir bíómyndum,“ segir Brynja þakklát. Brynja er staðráðin í því að halda áfram góðum samskiptum við fjölskyldu sína á Sri Lanka og segir að Dilmi eigi eftir að koma aftur í heimsókn. „Við reynum líklegast að skiptast á, því þetta er ekki ódýrt ferðalag en hún kemur aftur og vonandi í skóla í framtíðinni. Svo eru líklega að opnast dyr sem gera mér kleift að vera eitthvað á Sri Lanka af og til. Ég bíð bara spennt eftir frekari fregnum af því verkefni. Svo mun bróðir minn líklega gifta sig á næstu árum svo það er ýmislegt sem stendur til á næstunni,“ segir Brynja. Fékkstu að vita eitthvað meira um fjölskyldu þína úti? „Já, mamma okkar er ekki alveg til í að deila með mér hvað pabbi minn heitir, hún og amma eru þær einu sem vita það. Dilmi er mjög meðvituð um að það sé ekki uppi á borðinu og reynir því að grípa allt sem þær missa út úr sér varðandi hann og sendir mér það svo. Hún sagði mér núna að mamma hefði minnst á að ég væri með sama bros og hann, sem var gaman að heyra. Það er gaman að sjá hvað við erum líkar, vinkonur mínar tóku eftir því að við værum með alveg eins takta og hreyfingar, svo er ég nefnilega mjög lík hinni systur minni sem er líka ættleidd, svo það er alveg greinilegt að bæði gen og umhverfi hafa mikið að segja,“ segir Brynja.Brynja og Dilmi áttu góðar stundir saman. Mynd/Brynja
Leitin að upprunanum Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira