ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 8. apríl 2017 20:18 Frá fögnuði Baska í Bayonne í dag. vísir/getty ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hefur afhent frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði. Hreyfingin hafði tilkynnt yfirvöldum um að afvopnunin stæði til um miðjan mars. ETA-hreyfingin var stofnuð á sjötta áratug síðustu aldar og barðist fyrir sjálfstæði Baskalands en landsvæðið heyrir undir Spán sem á þessum tíma var undir stjórn Francos. Seint á sjöunda áratugnum fór hreyfingin í auknum mæli að vekja athygli á málstað sínum með skæruhernaði og er talið að ETA hafi orðið um 800 manns að bana frá árunum 1970 til aldamóta. Árið 1998 tilkynnti hreyfingin „varanlegt vopnahlé“ og hét því að láta af hryðjuverkum til frambúðar. ETA stóð ekki við orð sín og hélt áfram voðaverkum sínum fram yfir aldamót. Árið 2011 var tilkynnt um vopnahlé á ný og það stóð að þessu sinni. Hins vegar féllust ETA-liðar ekki á að afvopnast þrátt fyrir hléð.Baskaland er sjálfsstjórnarhérað á Norður-Spáni.vísir/googlemapsYfirvöld á Spáni sýna ETA enga vægð ETA hefur tilkynnt að engin vopn séu eftir í eigu hreyfingarinnar nú eftir afhendinguna til frönsku lögreglunnar. Þúsundir Baska marseruðu í frönsku borginni Bayonne, við landamæri Spánar, til þess að fagna afvopnuninni. Mario Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur tilkynnt að viðhorf yfirvalda í garð hreyfingarinnar muni ekki breytast þrátt fyrir afhendingu vopnanna. „Hryðjuverkamenn geta ekki gert sér vonir um góða meðferð. Hvað þá að koma sér undan refsingu vegna glæpa þeirra,“ sagði hann í yfirlýsingu. Fjöldi ETA-liða situr nú í fangelsum víðsvegar á Spáni en margt bendir til þess að liðsmenn ETA hreyfingarinnar hafi sætt illri meðferð og pyndingum af hálfu spænskra fangavarða um áratugaskeið. Velgjörðarmenn þeirra hafa haft uppi háværar kröfur um að þeir verði færðir í basknesk fangelsi en án árangurs. Spænsk yfirvöld hafa ekki gefið í skyn að afvopnunin muni leiða til þess að fangar úr röðum hreyfingarinnar verði færðir í fangelsi í Baskalandi. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hefur afhent frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði. Hreyfingin hafði tilkynnt yfirvöldum um að afvopnunin stæði til um miðjan mars. ETA-hreyfingin var stofnuð á sjötta áratug síðustu aldar og barðist fyrir sjálfstæði Baskalands en landsvæðið heyrir undir Spán sem á þessum tíma var undir stjórn Francos. Seint á sjöunda áratugnum fór hreyfingin í auknum mæli að vekja athygli á málstað sínum með skæruhernaði og er talið að ETA hafi orðið um 800 manns að bana frá árunum 1970 til aldamóta. Árið 1998 tilkynnti hreyfingin „varanlegt vopnahlé“ og hét því að láta af hryðjuverkum til frambúðar. ETA stóð ekki við orð sín og hélt áfram voðaverkum sínum fram yfir aldamót. Árið 2011 var tilkynnt um vopnahlé á ný og það stóð að þessu sinni. Hins vegar féllust ETA-liðar ekki á að afvopnast þrátt fyrir hléð.Baskaland er sjálfsstjórnarhérað á Norður-Spáni.vísir/googlemapsYfirvöld á Spáni sýna ETA enga vægð ETA hefur tilkynnt að engin vopn séu eftir í eigu hreyfingarinnar nú eftir afhendinguna til frönsku lögreglunnar. Þúsundir Baska marseruðu í frönsku borginni Bayonne, við landamæri Spánar, til þess að fagna afvopnuninni. Mario Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur tilkynnt að viðhorf yfirvalda í garð hreyfingarinnar muni ekki breytast þrátt fyrir afhendingu vopnanna. „Hryðjuverkamenn geta ekki gert sér vonir um góða meðferð. Hvað þá að koma sér undan refsingu vegna glæpa þeirra,“ sagði hann í yfirlýsingu. Fjöldi ETA-liða situr nú í fangelsum víðsvegar á Spáni en margt bendir til þess að liðsmenn ETA hreyfingarinnar hafi sætt illri meðferð og pyndingum af hálfu spænskra fangavarða um áratugaskeið. Velgjörðarmenn þeirra hafa haft uppi háværar kröfur um að þeir verði færðir í basknesk fangelsi en án árangurs. Spænsk yfirvöld hafa ekki gefið í skyn að afvopnunin muni leiða til þess að fangar úr röðum hreyfingarinnar verði færðir í fangelsi í Baskalandi.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira