Hjólaði um 5.000 kílómetra í fyrra 8. apríl 2017 10:00 Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Vísir/Eyþór Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, er 43 ára viðskiptafræðingur með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hann var áður framkvæmdastjóri Bílanausts, framkvæmdastjóri vöru- og rekstrarsviðs N1 og forstöðumaður markaðs- og rekstrardeildar fyrirtækjasviðs Olíufélagsins Esso. Að auki er hann nýskipaður í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það hefur komið mér á óvart að Donald Trump láti enn eins og hann sé að stýra raunveruleikaþætti þar sem stöðugt þarf að koma með bombur til að halda áhorfstölum uppi. Hér heima hefur veðurblíðan í janúar og febrúar komið mér nokkuð á óvart ásamt því að Seðlabankinn hafi enn ekki lækkað vexti.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Strava og Spotify líklega mest. Svo kíkir maður öðru hvoru á Facebook eins og Íslendingi sæmir.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Um daginn fór ég annað árið í röð í Vasaloppet sem er 90 kílómetra skíðaganga og mikil upplifun. Hjóladella er líklega aðaláhugamálið og nokkuð tímafrekt. Við fjölskyldan erum dugleg að fara á skíði eftir vinnu og um helgar. Við ferðuðumst töluvert innanlands þegar strákarnir okkar voru yngri og nú gefast fleiri tækifæri til að fara til útlanda í fríum. Þá er gaman að komast öðru hvoru í stangveiði á sumrin. Ég er líka mikill græjukall og hef gaman af því að stúdera alls kyns „nauðsynlegan“ nútímaóþarfa í frístundum.Hvernig heldur þú þér í formi? Hjólreiðar og gönguskíði eru fín leið til þess. Um helgina hjólaði ég 70 kílómetra úti í rokinu og sunnudagsmorguninn byrjaði snemma á 60 kílómetra inniæfingu á smarttrainer. Í fyrra hjólaði ég rúmlega 5.000 km sem er fín brennsla, sérstaklega þar sem ég er 193 cm á hæð og lítið fyrir það að fara hægt. Svo spila ég badminton og fer nokkuð reglulega í ræktina.Hvernig tónlist hlustar þú á? Coldplay er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og Nýdönsk er í hávegum höfð á heimilinu. Á hjólatrainernum vil ég helst hafa hraðan takt og á þeim lagalistum er alls kyns konfekt frá ekki minni spámönnum en David Guetta, Muse, Pitbull, Flo Rida og Rihönnu.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er í krefjandi starfi sem kallar á mikið frumkvæði og býður upp á fjölda spennandi verkefna. Ég vinn með frábæru samstarfsfólki og á þess kost að vera töluvert á ferðinni sem er frábært. Þá er starfið vel launað sem er auðvitað viðbótarkostur. Líklega er þetta draumastarf. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, er 43 ára viðskiptafræðingur með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hann var áður framkvæmdastjóri Bílanausts, framkvæmdastjóri vöru- og rekstrarsviðs N1 og forstöðumaður markaðs- og rekstrardeildar fyrirtækjasviðs Olíufélagsins Esso. Að auki er hann nýskipaður í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Það hefur komið mér á óvart að Donald Trump láti enn eins og hann sé að stýra raunveruleikaþætti þar sem stöðugt þarf að koma með bombur til að halda áhorfstölum uppi. Hér heima hefur veðurblíðan í janúar og febrúar komið mér nokkuð á óvart ásamt því að Seðlabankinn hafi enn ekki lækkað vexti.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Strava og Spotify líklega mest. Svo kíkir maður öðru hvoru á Facebook eins og Íslendingi sæmir.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Um daginn fór ég annað árið í röð í Vasaloppet sem er 90 kílómetra skíðaganga og mikil upplifun. Hjóladella er líklega aðaláhugamálið og nokkuð tímafrekt. Við fjölskyldan erum dugleg að fara á skíði eftir vinnu og um helgar. Við ferðuðumst töluvert innanlands þegar strákarnir okkar voru yngri og nú gefast fleiri tækifæri til að fara til útlanda í fríum. Þá er gaman að komast öðru hvoru í stangveiði á sumrin. Ég er líka mikill græjukall og hef gaman af því að stúdera alls kyns „nauðsynlegan“ nútímaóþarfa í frístundum.Hvernig heldur þú þér í formi? Hjólreiðar og gönguskíði eru fín leið til þess. Um helgina hjólaði ég 70 kílómetra úti í rokinu og sunnudagsmorguninn byrjaði snemma á 60 kílómetra inniæfingu á smarttrainer. Í fyrra hjólaði ég rúmlega 5.000 km sem er fín brennsla, sérstaklega þar sem ég er 193 cm á hæð og lítið fyrir það að fara hægt. Svo spila ég badminton og fer nokkuð reglulega í ræktina.Hvernig tónlist hlustar þú á? Coldplay er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og Nýdönsk er í hávegum höfð á heimilinu. Á hjólatrainernum vil ég helst hafa hraðan takt og á þeim lagalistum er alls kyns konfekt frá ekki minni spámönnum en David Guetta, Muse, Pitbull, Flo Rida og Rihönnu.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er í krefjandi starfi sem kallar á mikið frumkvæði og býður upp á fjölda spennandi verkefna. Ég vinn með frábæru samstarfsfólki og á þess kost að vera töluvert á ferðinni sem er frábært. Þá er starfið vel launað sem er auðvitað viðbótarkostur. Líklega er þetta draumastarf.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira