Bílgreinasambandið gengur til liðs við Samtök iðnaðarins Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2017 14:30 Jón Trausti Ólafsson. Aðalfundur Bílgreinasambandsins fór fram í gær á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum var samþykkt af félagsmönnum að ganga til liðs við Samtök iðnaðarins. Bílgreinasambandið var stofnað árið 1970 en félagsmenn þess eru yfir 130 fyrirtæki sem starfa í bílgreininni. Jón Trausti Ólafsson var endurkjörinn formaður félagsins til næstu 2ja ára en Jón Trausti hefur verið formaður frá árinu 2013. Bílgreinasambandið verður sjálfstæð eining innan Samtaka iðnaðarins með eigin stjórn, framkvæmdastjóra og fjárhag. ,,Við höfum lagt mikla vinnu í að skoða hvernig við getum eflt okkar starf. Menntamálin brenna á okkur og við viljum auka nýliðun í greininni, enda er bílgreinin mjög spennandi kostur fyrir ungt fólk að starfa í þar sem endurmenntun er mikil og laun eru góð. Við teljum að á þessum tímapunkti sé rétt fyrir okkur að hefja samstarf við Samtök iðnaðarins og sjáum margvíslegan styrk falin í þeim samtökum sem við teljum að geti lagt okkur lið," segir Özur Lárusson sem er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. ,,Bílgreinasambandið eru öflug samtök og við sjáum fyrir okkur að þau verði fjórða stoðin innan Samtaka iðnaðarins, en hinar þrjár stoðirnar eru framleiðslu-, mannvirkja-, og hugverkasvið. Það eru margvísleg samlegðaráhrif af komu Bílgreinasambandsins og við lítum svo á að koma Bílgreinasambandsins inn í Samtök iðnaðarins styrki starf okkar enn frekar," segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent
Aðalfundur Bílgreinasambandsins fór fram í gær á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum var samþykkt af félagsmönnum að ganga til liðs við Samtök iðnaðarins. Bílgreinasambandið var stofnað árið 1970 en félagsmenn þess eru yfir 130 fyrirtæki sem starfa í bílgreininni. Jón Trausti Ólafsson var endurkjörinn formaður félagsins til næstu 2ja ára en Jón Trausti hefur verið formaður frá árinu 2013. Bílgreinasambandið verður sjálfstæð eining innan Samtaka iðnaðarins með eigin stjórn, framkvæmdastjóra og fjárhag. ,,Við höfum lagt mikla vinnu í að skoða hvernig við getum eflt okkar starf. Menntamálin brenna á okkur og við viljum auka nýliðun í greininni, enda er bílgreinin mjög spennandi kostur fyrir ungt fólk að starfa í þar sem endurmenntun er mikil og laun eru góð. Við teljum að á þessum tímapunkti sé rétt fyrir okkur að hefja samstarf við Samtök iðnaðarins og sjáum margvíslegan styrk falin í þeim samtökum sem við teljum að geti lagt okkur lið," segir Özur Lárusson sem er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. ,,Bílgreinasambandið eru öflug samtök og við sjáum fyrir okkur að þau verði fjórða stoðin innan Samtaka iðnaðarins, en hinar þrjár stoðirnar eru framleiðslu-, mannvirkja-, og hugverkasvið. Það eru margvísleg samlegðaráhrif af komu Bílgreinasambandsins og við lítum svo á að koma Bílgreinasambandsins inn í Samtök iðnaðarins styrki starf okkar enn frekar," segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent