Hyundai Santa Fe fyrstur yfir Rossíshelluna á Suðurskautslandinu Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2017 09:16 Hinn breytti Hyuindai Santa Fe á Suðurskautslandinu. Á síðasta ári fól bílaframleiðandinn Hyundai Arctic Trucks á Íslandi að breyta fjórhjóladrifnum sportjeppa af gerðinni Santa Fe með 2,2 lítra dísilvél fyrir 38” dekk með þeirri hefðbundnu aðlögun sem slíkri breytingu fylgir að því undanskildu að hvorki var átt við drifbúnað bílsins sjálfs né gírkassa. Til að lækka drifhlutföllin var nauðsynleg niðurgírun sett út við hvert hjól. Bíllinn var svo sendur til Suðurskautslandsins þar sem starfsmenn Arctic Trucks fóru fyrir leiðangri Hyundai á suðurpólinn og áfram til McMudo með Patrick Bergel, afkomanda landkönnuðarins Ernest Shackleton. Ferðalagið í heild tók 30 daga og var bílnum alls ekið um 5.600 km, meðal annars yfir Rossíshelluna sem aldrei hafði verið ekin áður, hvað þá á bifreið í þessum flokki fólksbíla. Santa Fe á 38” dekkjum Arctic Trucks stóðst fyllilega allar væntingar í ferðinni og segir leiðangursstjórinn, Gísli Jónsson hjá Arctic Trucks að aldrei hafi þurft að draga hann úr festu eða standa í einhverjum viðgerðum.Áreiðanleiki og þrautsegja Markmið ferðarinnar var tvíþætt. Annars vegar að vekja frekari athygli á áreiðanleika bifreiða frá Hyundai sem mörg undanfarin ár hafa reynst meðal þeirra áreiðanlegustu sem bifreiðakaupendur hafa úr að velja. Hins vegar var tilgangurinn að heiðra minningu landkönnuðarins Ernest Shackleton með því að bjóða Patrick Bergel með til Suðurskautslandsins og gefa honum tækifæri til að feta í fótspor langafa síns og ljúka þeim leiðangri sem Shackleton ætlaði sér tvívegis en varð frá að hverfa í bæði skiptin.Santa Fe yfir RossíshellunaFerðalagið hófst í byrjun desember síðastliðnum og tók alls 30 daga. Frá Íslandi var sportjeppinn fluttur til Punta Arenas í Síle þaðan sem flogið var með risastórri flutningavél af gerðinni Ilysuhin 76 til Union Glacier á Suðurskautslandinu. Þar hófst hið eiginlega ævintýri. Leiðangursstjóri í ferðinni var Gísli Jónsson hjá Arctic Trucks, en hann þekkir Suðurskautslandið í þaula enda margoft dvalið þar undanfarin ár í ýmsum verkefnum fyrir Arctic Trucks. Með Gísla var m.a. vinnufélagi hans, Eyjólfur, sem einnig hefur langa reynslu af Suðurskautinu. Frá Union jökli sem er í Ellsworth fjöllunum var ekið til Thils-fjalla sem eru miðja vegu á leiðinni til Suðurpólsins, sem er alls í um 1200 km fjarlægð frá Union. Þaðan var ekið áfram niður Levert jökulinn að Rossíshellunni, um 1600 km leið meðfram Antarctic Mountains fjallgarðinum og til eldfjallsins Erebus við McMurdo. Á leið til McMurdo þarf að fara yfir Rossíshelluna og aldrei áður hafði verið ekið yfir hana á bíl, hvað þá bíl í þessum flokki. Frá McMurdo var ekið aftur til baka eftir sömu leið til Union, þangað sem flutningavélin kom til að sækja leiðangursmenn og Santa Fe-bílinn. Patrick Bergel lauk ferðalagi langafa síns og í samræmi við nútímatækni og áreiðanleika Hyundai fór vel á því að ljúka förinni á vel búnum og þægilegum Santa Fe. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Á síðasta ári fól bílaframleiðandinn Hyundai Arctic Trucks á Íslandi að breyta fjórhjóladrifnum sportjeppa af gerðinni Santa Fe með 2,2 lítra dísilvél fyrir 38” dekk með þeirri hefðbundnu aðlögun sem slíkri breytingu fylgir að því undanskildu að hvorki var átt við drifbúnað bílsins sjálfs né gírkassa. Til að lækka drifhlutföllin var nauðsynleg niðurgírun sett út við hvert hjól. Bíllinn var svo sendur til Suðurskautslandsins þar sem starfsmenn Arctic Trucks fóru fyrir leiðangri Hyundai á suðurpólinn og áfram til McMudo með Patrick Bergel, afkomanda landkönnuðarins Ernest Shackleton. Ferðalagið í heild tók 30 daga og var bílnum alls ekið um 5.600 km, meðal annars yfir Rossíshelluna sem aldrei hafði verið ekin áður, hvað þá á bifreið í þessum flokki fólksbíla. Santa Fe á 38” dekkjum Arctic Trucks stóðst fyllilega allar væntingar í ferðinni og segir leiðangursstjórinn, Gísli Jónsson hjá Arctic Trucks að aldrei hafi þurft að draga hann úr festu eða standa í einhverjum viðgerðum.Áreiðanleiki og þrautsegja Markmið ferðarinnar var tvíþætt. Annars vegar að vekja frekari athygli á áreiðanleika bifreiða frá Hyundai sem mörg undanfarin ár hafa reynst meðal þeirra áreiðanlegustu sem bifreiðakaupendur hafa úr að velja. Hins vegar var tilgangurinn að heiðra minningu landkönnuðarins Ernest Shackleton með því að bjóða Patrick Bergel með til Suðurskautslandsins og gefa honum tækifæri til að feta í fótspor langafa síns og ljúka þeim leiðangri sem Shackleton ætlaði sér tvívegis en varð frá að hverfa í bæði skiptin.Santa Fe yfir RossíshellunaFerðalagið hófst í byrjun desember síðastliðnum og tók alls 30 daga. Frá Íslandi var sportjeppinn fluttur til Punta Arenas í Síle þaðan sem flogið var með risastórri flutningavél af gerðinni Ilysuhin 76 til Union Glacier á Suðurskautslandinu. Þar hófst hið eiginlega ævintýri. Leiðangursstjóri í ferðinni var Gísli Jónsson hjá Arctic Trucks, en hann þekkir Suðurskautslandið í þaula enda margoft dvalið þar undanfarin ár í ýmsum verkefnum fyrir Arctic Trucks. Með Gísla var m.a. vinnufélagi hans, Eyjólfur, sem einnig hefur langa reynslu af Suðurskautinu. Frá Union jökli sem er í Ellsworth fjöllunum var ekið til Thils-fjalla sem eru miðja vegu á leiðinni til Suðurpólsins, sem er alls í um 1200 km fjarlægð frá Union. Þaðan var ekið áfram niður Levert jökulinn að Rossíshellunni, um 1600 km leið meðfram Antarctic Mountains fjallgarðinum og til eldfjallsins Erebus við McMurdo. Á leið til McMurdo þarf að fara yfir Rossíshelluna og aldrei áður hafði verið ekið yfir hana á bíl, hvað þá bíl í þessum flokki. Frá McMurdo var ekið aftur til baka eftir sömu leið til Union, þangað sem flutningavélin kom til að sækja leiðangursmenn og Santa Fe-bílinn. Patrick Bergel lauk ferðalagi langafa síns og í samræmi við nútímatækni og áreiðanleika Hyundai fór vel á því að ljúka förinni á vel búnum og þægilegum Santa Fe.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent