Hvorki tími né pláss fyrir dauðann Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 5. apríl 2017 13:47 Vera Wonder Sölvadóttir, kvikmyndagerðarkona þreytir nú frumraun sína í kvikmyndabransanum. Vísir/Eyþór Ég var svo heppin að hafa þaulvant lið í kringum mig. Ég er með rjómann af leikurum landsins en líka hæfileikabúnt fyrir aftan myndavélina,“ segir Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðakona spurð út í hvernig henni hafi tekist upp við að leikstýra fyrstu kvikmynd sinni, en óhætt að segja að vel hafi tekist til. Myndin heitir Líf eftir dauðann og fjallar um miðaldra, ógiftan og barnlausan poppara sem er einkasonur móður sinnar og verulega tæpur á taugum eftir áfengismeðferð. Hann er leikinn af einum þekktasta poppara Íslands, Birni Jörundi Friðbjörnssyni. „Það fer allt úr skorðum í litlum bæ úti á landi þegar fyrirmæli koma frá æðstu stöðum í borginni um að flýta jarðarför eldri konu sem dó daginn áður og verið er að kryfja. Sonur hennar, sem leikinn er af Birni Jörundi, er á leiðinni út til Ríga í Lettlandi til að keppa í Eurovision fyrir Ísland þegar móðir hans deyr skyndilega,“ segir Vera og bætir við að í kjölfarið bresti á hið þekkta íslenska „reddum því syndróm“ og hringt er í æðstu menn þjóðfélagsins til að bjarga málum. Það er hins vegar fólkið í litla bænum úti á landi sem situr í súpunni eða hvað? „Já, myndin er um það hvernig þau reyna sitt besta, en beita samt ýmsum vafasömum ráðum til að redda málunum þegar þessi skyndi-jarðarför setur þéttskipaða dagskrá þeirra í lífsgæðakapphlaupinu í uppnám. Björn Jörundur Friðbjörnsson leikur aðalhlutverkið í myndinni.Tilfinningin sem situr eftir í sögulok er að í neyslusamfélagi nútímans sé hvorki tími né pláss fyrir dauðann,“ segir Vera. Linda Vilhjálmsdóttir handritshöfundur skrifaði handritið með Veru og fæddist hugmyndin fyrir meira en tíu árum. „Við ræddum þessa hugmynd aftur fyrir um þremur árum, tókum verkið upp og þróuðum hugmyndina sem varð svo að þessu handriti sem fer á sjónvarpsskjá landsmanna um páskana,“ segir Vera. Hún segir það hafa komið sér töluvert á óvart hversu vel íslensk kvikmyndaframleiðsla hefur þróast. „Mér finnst íslensk tökulið vera algjörar hetjur. Hér vinnum við í marga daga samfleytt í tólf tíma á dag og það er mikið álag sem fylgir því. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem starfar í bransanum. Þess vegna langar mig til að nýta tækifærið og klappa fólkinu mínu á bakið,“ segir hún og bætir við að hún og Linda séu nú þegar farnar að þróa næsta handrit sem fjallar um þrjár kynslóðir brotinna kvenna. „Síðan er ég að þróa annað verk með framleiðanda sem ég hef unnið mikið með síðustu ár, Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur. Það er bíómynd sem ég skrifa, en hefur lent í skúffunni nokkrum sinnum. Handritið er hins vegar vel á veg komið og við brettum upp ermarnar með það um leið og færi gefst,“ segir Vera. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Ég var svo heppin að hafa þaulvant lið í kringum mig. Ég er með rjómann af leikurum landsins en líka hæfileikabúnt fyrir aftan myndavélina,“ segir Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðakona spurð út í hvernig henni hafi tekist upp við að leikstýra fyrstu kvikmynd sinni, en óhætt að segja að vel hafi tekist til. Myndin heitir Líf eftir dauðann og fjallar um miðaldra, ógiftan og barnlausan poppara sem er einkasonur móður sinnar og verulega tæpur á taugum eftir áfengismeðferð. Hann er leikinn af einum þekktasta poppara Íslands, Birni Jörundi Friðbjörnssyni. „Það fer allt úr skorðum í litlum bæ úti á landi þegar fyrirmæli koma frá æðstu stöðum í borginni um að flýta jarðarför eldri konu sem dó daginn áður og verið er að kryfja. Sonur hennar, sem leikinn er af Birni Jörundi, er á leiðinni út til Ríga í Lettlandi til að keppa í Eurovision fyrir Ísland þegar móðir hans deyr skyndilega,“ segir Vera og bætir við að í kjölfarið bresti á hið þekkta íslenska „reddum því syndróm“ og hringt er í æðstu menn þjóðfélagsins til að bjarga málum. Það er hins vegar fólkið í litla bænum úti á landi sem situr í súpunni eða hvað? „Já, myndin er um það hvernig þau reyna sitt besta, en beita samt ýmsum vafasömum ráðum til að redda málunum þegar þessi skyndi-jarðarför setur þéttskipaða dagskrá þeirra í lífsgæðakapphlaupinu í uppnám. Björn Jörundur Friðbjörnsson leikur aðalhlutverkið í myndinni.Tilfinningin sem situr eftir í sögulok er að í neyslusamfélagi nútímans sé hvorki tími né pláss fyrir dauðann,“ segir Vera. Linda Vilhjálmsdóttir handritshöfundur skrifaði handritið með Veru og fæddist hugmyndin fyrir meira en tíu árum. „Við ræddum þessa hugmynd aftur fyrir um þremur árum, tókum verkið upp og þróuðum hugmyndina sem varð svo að þessu handriti sem fer á sjónvarpsskjá landsmanna um páskana,“ segir Vera. Hún segir það hafa komið sér töluvert á óvart hversu vel íslensk kvikmyndaframleiðsla hefur þróast. „Mér finnst íslensk tökulið vera algjörar hetjur. Hér vinnum við í marga daga samfleytt í tólf tíma á dag og það er mikið álag sem fylgir því. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem starfar í bransanum. Þess vegna langar mig til að nýta tækifærið og klappa fólkinu mínu á bakið,“ segir hún og bætir við að hún og Linda séu nú þegar farnar að þróa næsta handrit sem fjallar um þrjár kynslóðir brotinna kvenna. „Síðan er ég að þróa annað verk með framleiðanda sem ég hef unnið mikið með síðustu ár, Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur. Það er bíómynd sem ég skrifa, en hefur lent í skúffunni nokkrum sinnum. Handritið er hins vegar vel á veg komið og við brettum upp ermarnar með það um leið og færi gefst,“ segir Vera.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira