Fyrsti þáttur af þriðju seríu Rick and Morty óvænt í loftið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2017 16:35 Aðdáendur Rick & Morty biðu þriðju þáttaraðarinnar með mikilli eftirvæntingu. IMDB.com Fyrsti þátturinn í nýjustu seríu teiknimyndaþáttanna Rick and Morty, sem hafa farið sigurför um heiminn, var óvænt settur í loftið í gær, fyrsta apríl. Aðdáendur þáttanna höfðu beðið nýju seríunnar með óþreyju en ekki var ljóst hvenær nákvæmlega hún yrði sýnd. Þættirnir eru framleiddir af Adult Swim. Höfundar þáttanna, þeir Dan Harmon og Justin Roiland hafa strítt spenntum aðdáendum án afláts að undanförnu en nýverið þóttust þeir hafa sett í loftið stiklu úr nýjustu seríunni, sem reyndist ekki vera neitt annað en myndband af persónum þáttanna að syngja lagið Never Gonna Give You Up með Rick Astley. Einn aðdáandi þáttanna sendi Dan Harmon orðskeyti á Twitter, þar sem hann rukkaði hann um nýjasta þáttinn í þriðju seríu og kom Dan Harmon honum vel á óvart með því að verða við beiðni hans. Því er ljóst að aðdáendur þáttanna geta tekið gleði sína á ný..@karan_shah99 happy now mother FUCKA pic.twitter.com/nhUY4K90G5— Dan Harmon (@danharmon) April 2, 2017 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Fyrsti þátturinn í nýjustu seríu teiknimyndaþáttanna Rick and Morty, sem hafa farið sigurför um heiminn, var óvænt settur í loftið í gær, fyrsta apríl. Aðdáendur þáttanna höfðu beðið nýju seríunnar með óþreyju en ekki var ljóst hvenær nákvæmlega hún yrði sýnd. Þættirnir eru framleiddir af Adult Swim. Höfundar þáttanna, þeir Dan Harmon og Justin Roiland hafa strítt spenntum aðdáendum án afláts að undanförnu en nýverið þóttust þeir hafa sett í loftið stiklu úr nýjustu seríunni, sem reyndist ekki vera neitt annað en myndband af persónum þáttanna að syngja lagið Never Gonna Give You Up með Rick Astley. Einn aðdáandi þáttanna sendi Dan Harmon orðskeyti á Twitter, þar sem hann rukkaði hann um nýjasta þáttinn í þriðju seríu og kom Dan Harmon honum vel á óvart með því að verða við beiðni hans. Því er ljóst að aðdáendur þáttanna geta tekið gleði sína á ný..@karan_shah99 happy now mother FUCKA pic.twitter.com/nhUY4K90G5— Dan Harmon (@danharmon) April 2, 2017
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira