Tímamótarannsókn á heilanum: Telja sig hafa sannað að okkur dreymir í raun og veru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2017 00:13 Rannsóknin leiddi í ljós að þegar manneskju dreymir andlit þá virkjar það þær stöðvar í heilanum sem hafa með það að gera að þekkja andlit. Þegar manneskju dreymdi svo rými eða hreyfingu þá virkjaði það að sama skapi þær stöðvar í heilanum sem hafa með þessa þætti að gera. vísir/getty Vísindamenn hafa uppgötvað hvaða svæði það eru í heilanum sem hafa með drauma okkar að gera en rannsóknin sem leiddi þessar uppgötvanir í ljós mun hafa verulega þýðingu fyrir skilning okkar á tilgangi drauma þegar við sofum auk þess sem hún mun auka skilninginn á meðvitundinni sjálfri. Þá gefa breytingar í virkni heilans vísbendingar um hvað draumurinn er. Það hefur löngum verið talið að draumar séu hvað mestir í svokölluðum REM-svefni en fólk hefur einnig dreymt þegar það er ekki í REM-svefni. Vísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir því og segir Francesca Siclari, einn af vísindamönnunum sem stóðu að þessari tímamótarannsókn nú, að það hafi í raun verið ráðgáta hvernig maður gat bæði dreymt og ekki dreymt á tveimur mismunandi stigum svefns. Nú virðist hins vegar sem sú ráðgáta hafi verið leyst. Rannsóknin leiddi í ljós að þegar manneskju dreymir andlit þá virkjar það þær stöðvar í heilanum sem hafa með það að gera að þekkja andlit. Þegar manneskju dreymdi svo rými eða hreyfingu þá virkjaði það að sama skapi þær stöðvar í heilanum sem hafa með þessa þætti að gera. „Þetta er í raun sönnun fyrir því að draumar er eitthvað sem við upplifum í raun og veru þegar við sofum en ýmsir vísindamenn hafa haldið því fram að draumar séu bara eitthvað sem við búum til þegar við vöknum. En kannski eru heilinn sem við notum þegar við vökum og heilinn sem við notum þegar við sofum mun líkari en við ímynduðum okkur áður þar sem þeir nota að hluta til sömu svæðin fyrir sömu reynslu,“ segir Siclari á vef Guardian þar sem ítarlega er fjallað um rannsóknina. Sérfræðingar hafa lofað mikilvægi rannsóknarinnar og segja að hún gæti hjálpað til við að leysa ráðgátuna um tilgang drauma og jafnvel leitt okkur í einhvern sannleika um eðli mannlegrar vitundar. Hafa margir líkt rannsókninni og þeirra uppgötvana sem hún leiddi í ljós við það þegar vísindamenn uppgötvuðu REM-svefninn á sínum tíma.Nánar má lesa um rannsóknina á vef Guardian. Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Vísindamenn hafa uppgötvað hvaða svæði það eru í heilanum sem hafa með drauma okkar að gera en rannsóknin sem leiddi þessar uppgötvanir í ljós mun hafa verulega þýðingu fyrir skilning okkar á tilgangi drauma þegar við sofum auk þess sem hún mun auka skilninginn á meðvitundinni sjálfri. Þá gefa breytingar í virkni heilans vísbendingar um hvað draumurinn er. Það hefur löngum verið talið að draumar séu hvað mestir í svokölluðum REM-svefni en fólk hefur einnig dreymt þegar það er ekki í REM-svefni. Vísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir því og segir Francesca Siclari, einn af vísindamönnunum sem stóðu að þessari tímamótarannsókn nú, að það hafi í raun verið ráðgáta hvernig maður gat bæði dreymt og ekki dreymt á tveimur mismunandi stigum svefns. Nú virðist hins vegar sem sú ráðgáta hafi verið leyst. Rannsóknin leiddi í ljós að þegar manneskju dreymir andlit þá virkjar það þær stöðvar í heilanum sem hafa með það að gera að þekkja andlit. Þegar manneskju dreymdi svo rými eða hreyfingu þá virkjaði það að sama skapi þær stöðvar í heilanum sem hafa með þessa þætti að gera. „Þetta er í raun sönnun fyrir því að draumar er eitthvað sem við upplifum í raun og veru þegar við sofum en ýmsir vísindamenn hafa haldið því fram að draumar séu bara eitthvað sem við búum til þegar við vöknum. En kannski eru heilinn sem við notum þegar við vökum og heilinn sem við notum þegar við sofum mun líkari en við ímynduðum okkur áður þar sem þeir nota að hluta til sömu svæðin fyrir sömu reynslu,“ segir Siclari á vef Guardian þar sem ítarlega er fjallað um rannsóknina. Sérfræðingar hafa lofað mikilvægi rannsóknarinnar og segja að hún gæti hjálpað til við að leysa ráðgátuna um tilgang drauma og jafnvel leitt okkur í einhvern sannleika um eðli mannlegrar vitundar. Hafa margir líkt rannsókninni og þeirra uppgötvana sem hún leiddi í ljós við það þegar vísindamenn uppgötvuðu REM-svefninn á sínum tíma.Nánar má lesa um rannsóknina á vef Guardian.
Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira