Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Haraldur Guðmundsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Þór sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, síðar Hreyfinguna. vísir/gva Þór Saari, nýr bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands og fyrrverandi þingmaður, telur skipun sína í ráðið byggða á faglegum forsendum en ekki pólitískum. Þar situr Þór, sem var á framboðslista Pírata í síðustu alþingiskosningum, sem fulltrúi stjórnmálaflokksins en gagnrýndi sjálfur pólitískar skipanir í ráðið harðlega í ræðu á Alþingi í ágúst 2009. „Ég kem þarna inn því ég er með meistaragráðu í hagfræði frá New York-háskóla og starfaði í fimm ár í Seðlabankanum og til viðbótar í fimm ár í Lánasýslu ríkisins sem núna er hluti af bankanum. Þú færð sennilega varla meiri fagmann í bankaráð Seðlabankans en mig,“ segir Þór og tekur einnig fram að hann hafi áður starfað hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).Sigurður Kári Kristjánsson var einnig kjörinn í bankaráð Seðlabankans.Þór sagði í ræðunni í ágúst 2009, þegar hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, að bankaráð Seðlabankans hefði brugðist hlutverki sínu í aðdraganda og eftirmála hrunsins ári áður. Ástæðu þess mætti finna í þeirri staðreynd að ráðið væri pólitískt skipað og sagði Þór það ekki eiga að vera „kaffisamsæti flokksgæðinga sem eru ábyrgðarlausir í störfum sínum, heldur vera skipað hæfu fólki ráðnu á faglegum forsendum“. Þór gekk til liðs við Pírata í júlí í fyrra og var í fimmta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Aftur á móti lýsti hann nýverið við stuðningi við Sósíalistaflokk Íslands. „Þó að ég hafi verið á framboðslista Pírata þá þýðir það ekki að þetta hafi verið pólitísk ráðning. Það eru pólitískar ráðningar þegar fólk sem hefur enga þekkingu eða bakgrunn á viðfangsefninu er ráðið í stöður. Þannig var bankaráð Seðlabankans yfirleitt skipað,“ segir Þór.Björn Valur GíslasonÞeir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og Sveinn Agnarsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Ísland, voru ásamt Þór kjörnir nýir inn í ráðið af Alþingi á þriðjudag. Þeir eru nú hluti af sjö manna bankaráðinu þar sem Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, situr einnig. Fjórir af sjö bankaráðsmönnum Seðlabankans hafa því setið á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að Þór sé fulltrúi flokksins í ráðinu enda hafi hann verið metinn hæfastur af þeim sem hafi sóst eftir sæti Pírata. „Á meðan það er pólitískt skipað í þetta væri fullkomlega ábyrgðarlaust að skipa engan. Þetta er líka verkfæri til þess að geta haft tækifæri til að veita aðhald og fá upplýsingar,“ segir Birgitta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira
Þór Saari, nýr bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands og fyrrverandi þingmaður, telur skipun sína í ráðið byggða á faglegum forsendum en ekki pólitískum. Þar situr Þór, sem var á framboðslista Pírata í síðustu alþingiskosningum, sem fulltrúi stjórnmálaflokksins en gagnrýndi sjálfur pólitískar skipanir í ráðið harðlega í ræðu á Alþingi í ágúst 2009. „Ég kem þarna inn því ég er með meistaragráðu í hagfræði frá New York-háskóla og starfaði í fimm ár í Seðlabankanum og til viðbótar í fimm ár í Lánasýslu ríkisins sem núna er hluti af bankanum. Þú færð sennilega varla meiri fagmann í bankaráð Seðlabankans en mig,“ segir Þór og tekur einnig fram að hann hafi áður starfað hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).Sigurður Kári Kristjánsson var einnig kjörinn í bankaráð Seðlabankans.Þór sagði í ræðunni í ágúst 2009, þegar hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, að bankaráð Seðlabankans hefði brugðist hlutverki sínu í aðdraganda og eftirmála hrunsins ári áður. Ástæðu þess mætti finna í þeirri staðreynd að ráðið væri pólitískt skipað og sagði Þór það ekki eiga að vera „kaffisamsæti flokksgæðinga sem eru ábyrgðarlausir í störfum sínum, heldur vera skipað hæfu fólki ráðnu á faglegum forsendum“. Þór gekk til liðs við Pírata í júlí í fyrra og var í fimmta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Aftur á móti lýsti hann nýverið við stuðningi við Sósíalistaflokk Íslands. „Þó að ég hafi verið á framboðslista Pírata þá þýðir það ekki að þetta hafi verið pólitísk ráðning. Það eru pólitískar ráðningar þegar fólk sem hefur enga þekkingu eða bakgrunn á viðfangsefninu er ráðið í stöður. Þannig var bankaráð Seðlabankans yfirleitt skipað,“ segir Þór.Björn Valur GíslasonÞeir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og Sveinn Agnarsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Ísland, voru ásamt Þór kjörnir nýir inn í ráðið af Alþingi á þriðjudag. Þeir eru nú hluti af sjö manna bankaráðinu þar sem Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, situr einnig. Fjórir af sjö bankaráðsmönnum Seðlabankans hafa því setið á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að Þór sé fulltrúi flokksins í ráðinu enda hafi hann verið metinn hæfastur af þeim sem hafi sóst eftir sæti Pírata. „Á meðan það er pólitískt skipað í þetta væri fullkomlega ábyrgðarlaust að skipa engan. Þetta er líka verkfæri til þess að geta haft tækifæri til að veita aðhald og fá upplýsingar,“ segir Birgitta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira