Rafmagnsbílar Volkswagen eiga að verða á sama verði og aðrir bílar Finnur Thorlacius skrifar 21. apríl 2017 10:11 Einn hugmyndabíla Volkswagen með rafmagnsdrifrás. Mikil áhersla er nú hjá Volkswagen á framleiðslu rafmagnsbíla og telur Volkswagen nauðsynlegt að þeir bjóðist á svipuðu verði og aðrir bílar fyrirtækisins með hefðbundnar brunavélar. Algengt er að rafmagnsbílaútfærslur annarra bílaframleiðenda séu nokkru dýrari en hefðbundnar gerðir þeirra, en það telur Volkswagen ekki viðunandi svo að kaupendur geti hugsað sér að skipta yfir í rafmagnsbíla. Volkswagen telur mjög nauðsynlegt að verð rafmagnsbíla sé á pari við aðra bíla og það muni breyta miklu varðandi umskipti yfir í rafmagnsbíla. Þessi stafna Volkswagen rímar að nokkru við stefnu Tesla með nýjasta bíl sinn, Model 3 sem kosta á um 35.000 dollara og verða fyrir vikið álíka dýr bíll og samskonar stærð bíla með brunavélar. Margir telja að Volkswagen sé nokkrum skrefum á eftir Tesla varðandi framleiðslu á rafmagnsbílum en muni hinsvegar brátt ná Tesla í þeirri viðleitni að framleiða samkeppnishæfa rafmagnsbíla, enda muni stærð og styrkur þessa stærsta bílaframleiðanda heims hjálpa mjög til þess að ná Tesla í þeim efnum. Volkswagen hefur bolmagn til að setja gríðarlega fjármuni í þróun rafmagnsbíla og mun í leiðinni draga mikið úr þróun dísilknúinna bíla og líklega í leiðinni bensínknúinna bíla með tilkomu fleiri rafmagnsbíla. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent
Mikil áhersla er nú hjá Volkswagen á framleiðslu rafmagnsbíla og telur Volkswagen nauðsynlegt að þeir bjóðist á svipuðu verði og aðrir bílar fyrirtækisins með hefðbundnar brunavélar. Algengt er að rafmagnsbílaútfærslur annarra bílaframleiðenda séu nokkru dýrari en hefðbundnar gerðir þeirra, en það telur Volkswagen ekki viðunandi svo að kaupendur geti hugsað sér að skipta yfir í rafmagnsbíla. Volkswagen telur mjög nauðsynlegt að verð rafmagnsbíla sé á pari við aðra bíla og það muni breyta miklu varðandi umskipti yfir í rafmagnsbíla. Þessi stafna Volkswagen rímar að nokkru við stefnu Tesla með nýjasta bíl sinn, Model 3 sem kosta á um 35.000 dollara og verða fyrir vikið álíka dýr bíll og samskonar stærð bíla með brunavélar. Margir telja að Volkswagen sé nokkrum skrefum á eftir Tesla varðandi framleiðslu á rafmagnsbílum en muni hinsvegar brátt ná Tesla í þeirri viðleitni að framleiða samkeppnishæfa rafmagnsbíla, enda muni stærð og styrkur þessa stærsta bílaframleiðanda heims hjálpa mjög til þess að ná Tesla í þeim efnum. Volkswagen hefur bolmagn til að setja gríðarlega fjármuni í þróun rafmagnsbíla og mun í leiðinni draga mikið úr þróun dísilknúinna bíla og líklega í leiðinni bensínknúinna bíla með tilkomu fleiri rafmagnsbíla.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent