Lífeyrissjóður verslunarmanna hafnar tilboði í helming bréfa sinna í VÍS Hörður Ægisson skrifar 18. maí 2017 10:38 vísir/anton brink Lífeyrissjóður verslunarmanna, stærsti einstaki hluthafi VÍS með 9,7 prósenta eignarhlut, hefur hafnað kauptilboði í tæplega helming allra bréfa sjóðsins í tryggingafélaginu. Tilboð í 100 milljónir hluta í eigu sjóðsins var sett fram eftir lokun markaða í gærkvöldi, samkvæmt heimildum Vísis, eða sem jafngildir um 4,3 prósenta hlut í tryggingafélaginu. Miðað við gengi bréfa VÍS er sá hlutur metinn á rúmlega 1.100 milljónir króna. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða fjárfestar vildu kaupa hlut lífeyrissjóðsins. Frá því var greint í ViðskiptaMogganum í síðustu viku að Lífeyrissjóður verslunarmanna hefði ákveðið að minnka verulega hlut sinn í VÍS á næstunni. Haft var eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttir, stjórnarformanni sjóðsins, að það væri „engin launing á því að við höfum verið hugsi yfir stöðu mála hjá VÍS,“ og vísaði þá til ummæla Herdísar Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformanns, um óeðlilega stjórnarhætti innan félagsins. Gildi lífeyrissjóður, sem var um tíma einn af stærstu hluthöfum VÍS, hefur að undanförnu minnkað hlut sinn í félaginu úr 7,1 prósenti í 2,7 prósent og hefur framkvæmdastjóri sjóðsins sagt að það hafi verið gert vegna þess að honum „hugnaðist ekki stjórnarhættir sem höfðu viðgengis í VÍS.“Vanmátu gamla varðhundinn Miklar deilur hafa staðið yfir innan stjórnar og hluthafahóps VÍS í kjölfar þess að Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir felldi Herdísi úr stóli stjórnarformanns eftir aðalfund VÍS í mars síðastliðnum. Tveimur vikum síðar sagði Herdís, sem var studd af Lífeyrissjóði verslunarmanna, sig úr stjórn tryggingafélagsins. Í kjölfarið lét hún hafa það eftir að sú ákvörðun hefði verið vegna ágreinings um vinnubrögð og stjórnarhætti og sagði að nýr stjórnarformaður VÍS hefði viljað að stjórnin myndi hafa aukna aðkomu að einstökum fjárfestingum félagsins.Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, segist hafa „gamla varðhundinn sem gætir valdahagsmuna á kostnað arðsemissjónarmiða.“ Vísir/AntonÍ viðtali við Markaðinn sem birtist í gær hafnaði Svanhildur Nanna þessum ásökunum og sagði þær „rakalausar.“ Þá sagðist hún í aðdraganda breytinga á stjórn VÍS hafa vanmetið „gamla varðhundinn sem gætir valdahagsmuna á kostnað arðsemissjónarmiða.“ Svanhildur og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, eru á meðal stærstu hluthafa VÍS með um átta prósenta hlut. Markaðsverðmæti VÍS miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er um 26 milljarðar króna. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Sjá meira
Lífeyrissjóður verslunarmanna, stærsti einstaki hluthafi VÍS með 9,7 prósenta eignarhlut, hefur hafnað kauptilboði í tæplega helming allra bréfa sjóðsins í tryggingafélaginu. Tilboð í 100 milljónir hluta í eigu sjóðsins var sett fram eftir lokun markaða í gærkvöldi, samkvæmt heimildum Vísis, eða sem jafngildir um 4,3 prósenta hlut í tryggingafélaginu. Miðað við gengi bréfa VÍS er sá hlutur metinn á rúmlega 1.100 milljónir króna. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða fjárfestar vildu kaupa hlut lífeyrissjóðsins. Frá því var greint í ViðskiptaMogganum í síðustu viku að Lífeyrissjóður verslunarmanna hefði ákveðið að minnka verulega hlut sinn í VÍS á næstunni. Haft var eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttir, stjórnarformanni sjóðsins, að það væri „engin launing á því að við höfum verið hugsi yfir stöðu mála hjá VÍS,“ og vísaði þá til ummæla Herdísar Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformanns, um óeðlilega stjórnarhætti innan félagsins. Gildi lífeyrissjóður, sem var um tíma einn af stærstu hluthöfum VÍS, hefur að undanförnu minnkað hlut sinn í félaginu úr 7,1 prósenti í 2,7 prósent og hefur framkvæmdastjóri sjóðsins sagt að það hafi verið gert vegna þess að honum „hugnaðist ekki stjórnarhættir sem höfðu viðgengis í VÍS.“Vanmátu gamla varðhundinn Miklar deilur hafa staðið yfir innan stjórnar og hluthafahóps VÍS í kjölfar þess að Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir felldi Herdísi úr stóli stjórnarformanns eftir aðalfund VÍS í mars síðastliðnum. Tveimur vikum síðar sagði Herdís, sem var studd af Lífeyrissjóði verslunarmanna, sig úr stjórn tryggingafélagsins. Í kjölfarið lét hún hafa það eftir að sú ákvörðun hefði verið vegna ágreinings um vinnubrögð og stjórnarhætti og sagði að nýr stjórnarformaður VÍS hefði viljað að stjórnin myndi hafa aukna aðkomu að einstökum fjárfestingum félagsins.Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, segist hafa „gamla varðhundinn sem gætir valdahagsmuna á kostnað arðsemissjónarmiða.“ Vísir/AntonÍ viðtali við Markaðinn sem birtist í gær hafnaði Svanhildur Nanna þessum ásökunum og sagði þær „rakalausar.“ Þá sagðist hún í aðdraganda breytinga á stjórn VÍS hafa vanmetið „gamla varðhundinn sem gætir valdahagsmuna á kostnað arðsemissjónarmiða.“ Svanhildur og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, eru á meðal stærstu hluthafa VÍS með um átta prósenta hlut. Markaðsverðmæti VÍS miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er um 26 milljarðar króna.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Sjá meira