Umboðsmaður Pogba græddi 5,6 milljarða á sölu hans til United og FIFA setur rannsókn í gang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 08:00 Paul Pogba. vísir/getty Manchester United setti nýtt heimsmet síðasta sumar þegar liðið keypti Paul Pogba frá ítalska félaginu Juventus. United borgaði 89,3 milljónir punda fyrir leikmanninn en nú hafa komið fram í dagsljósið upplýsingar um þá sem fengu borgað til að koma þessum félagsskiptum í gegn. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur tekið málið til rannsóknar en málið blossaði upp eftir að lekabókin „The Football Leaks: The Dirty Business of Football“ greindi frá upplýsingum um þá sem græddu á sölunni á Pogba. Bókin var gefin út í Þýskalandi. Samkvæmt heimildum bókarinnar átti Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, að hafa fengið 41 milljón punda í eigin vasa eða 5,6 milljarða íslenskra króna. BBC segir frá. Juventus gaf það út á sínum tíma að félagið fengið um 72,6 milljónir evra í sinn hlut en kaupverðið var 105 milljónir í evrum talið. Samkvæmt því stæðu eftir um 32 milljónir evra sem eru 3,7 milljarðar íslenskra króna. Sú upphæð passar hinsvegar ekki við upplýsingarnar í bókinni „The Football Leaks: The Dirty Business of Football.“ Menn í herbúðum Manchester United segjast hafa ekkert að fela og að FIFA hafi verið með alla pappíra hjá sér um kaupin síðan að gengið var frá þeim í ágústmánuði síðastliðnum. Manchester United var þarna að kaupa Paul Pogba aftur til félagsins eftir að hafa selt hann til Juventus fyrir 1,5 milljónir punda árið 2012. Umræddur Mino Raiola er líka umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic sem kom til United á svipuðu tíma og Pogba. United fékk hinsvegar Zlatan frítt en gerðu hann aftur á móti að launahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt heimildum úr þýsku lekabókinni. Enski boltinn FIFA Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ekki Paul að kenna að hann var keyptur á metfé Jose Mourinho er óánægður með þá gagnrýni sem Paul Pogba hefur fengið á sig. 15. mars 2017 16:30 Kaupir ekki mann á 90 milljónir til að fá 90 milljón vandamál Frank Lampard var gestur í Monday Night Football á Englandi í gær þar sem hann tjáði sig meðal annars um Paul Pogba, dýrasta leikmann heims, sem hefur ekki alveg staðið undir væntingum hjá Man. Utd. 7. mars 2017 09:00 Pogba spilar ekki gegn Man. City Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Paul Pogba verði ekki með Man. Utd gegn Man. City annað kvöld. 26. apríl 2017 13:37 Neville og Carragher tókust á um Manchester United | Myndband Gary Neville segir Manchester United-lið José Mourinho það slakasta sem hann hefur þjálfað á ferlinum. 9. maí 2017 22:15 Pogba hjálpar United að kaupa Griezmann sem mun kosta 85 milljónir punda Franski landsliðsmaðurinn reynir að sannfæra samlanda sinn um að veðrið sé ekki svo slæmt á Englandi. 31. mars 2017 08:00 Pires: United rétta liðið og Mourinho rétti stjórinn fyrir Pogba Robert Pires, fyrrverandi leikmaður Arsenal, telur samlanda sinn vera á hárréttum stað. 28. mars 2017 08:00 Meiddu mennirnir að snúa aftur hjá Manchester United Manchester United spilar mikilvægan leik á móti Celta Vigo á morgun þegar liðin mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Nú eru aðeins þrír leikir í Meistaradeildarsæti. 3. maí 2017 14:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Manchester United setti nýtt heimsmet síðasta sumar þegar liðið keypti Paul Pogba frá ítalska félaginu Juventus. United borgaði 89,3 milljónir punda fyrir leikmanninn en nú hafa komið fram í dagsljósið upplýsingar um þá sem fengu borgað til að koma þessum félagsskiptum í gegn. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur tekið málið til rannsóknar en málið blossaði upp eftir að lekabókin „The Football Leaks: The Dirty Business of Football“ greindi frá upplýsingum um þá sem græddu á sölunni á Pogba. Bókin var gefin út í Þýskalandi. Samkvæmt heimildum bókarinnar átti Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, að hafa fengið 41 milljón punda í eigin vasa eða 5,6 milljarða íslenskra króna. BBC segir frá. Juventus gaf það út á sínum tíma að félagið fengið um 72,6 milljónir evra í sinn hlut en kaupverðið var 105 milljónir í evrum talið. Samkvæmt því stæðu eftir um 32 milljónir evra sem eru 3,7 milljarðar íslenskra króna. Sú upphæð passar hinsvegar ekki við upplýsingarnar í bókinni „The Football Leaks: The Dirty Business of Football.“ Menn í herbúðum Manchester United segjast hafa ekkert að fela og að FIFA hafi verið með alla pappíra hjá sér um kaupin síðan að gengið var frá þeim í ágústmánuði síðastliðnum. Manchester United var þarna að kaupa Paul Pogba aftur til félagsins eftir að hafa selt hann til Juventus fyrir 1,5 milljónir punda árið 2012. Umræddur Mino Raiola er líka umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic sem kom til United á svipuðu tíma og Pogba. United fékk hinsvegar Zlatan frítt en gerðu hann aftur á móti að launahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt heimildum úr þýsku lekabókinni.
Enski boltinn FIFA Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ekki Paul að kenna að hann var keyptur á metfé Jose Mourinho er óánægður með þá gagnrýni sem Paul Pogba hefur fengið á sig. 15. mars 2017 16:30 Kaupir ekki mann á 90 milljónir til að fá 90 milljón vandamál Frank Lampard var gestur í Monday Night Football á Englandi í gær þar sem hann tjáði sig meðal annars um Paul Pogba, dýrasta leikmann heims, sem hefur ekki alveg staðið undir væntingum hjá Man. Utd. 7. mars 2017 09:00 Pogba spilar ekki gegn Man. City Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Paul Pogba verði ekki með Man. Utd gegn Man. City annað kvöld. 26. apríl 2017 13:37 Neville og Carragher tókust á um Manchester United | Myndband Gary Neville segir Manchester United-lið José Mourinho það slakasta sem hann hefur þjálfað á ferlinum. 9. maí 2017 22:15 Pogba hjálpar United að kaupa Griezmann sem mun kosta 85 milljónir punda Franski landsliðsmaðurinn reynir að sannfæra samlanda sinn um að veðrið sé ekki svo slæmt á Englandi. 31. mars 2017 08:00 Pires: United rétta liðið og Mourinho rétti stjórinn fyrir Pogba Robert Pires, fyrrverandi leikmaður Arsenal, telur samlanda sinn vera á hárréttum stað. 28. mars 2017 08:00 Meiddu mennirnir að snúa aftur hjá Manchester United Manchester United spilar mikilvægan leik á móti Celta Vigo á morgun þegar liðin mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Nú eru aðeins þrír leikir í Meistaradeildarsæti. 3. maí 2017 14:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Mourinho: Ekki Paul að kenna að hann var keyptur á metfé Jose Mourinho er óánægður með þá gagnrýni sem Paul Pogba hefur fengið á sig. 15. mars 2017 16:30
Kaupir ekki mann á 90 milljónir til að fá 90 milljón vandamál Frank Lampard var gestur í Monday Night Football á Englandi í gær þar sem hann tjáði sig meðal annars um Paul Pogba, dýrasta leikmann heims, sem hefur ekki alveg staðið undir væntingum hjá Man. Utd. 7. mars 2017 09:00
Pogba spilar ekki gegn Man. City Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Paul Pogba verði ekki með Man. Utd gegn Man. City annað kvöld. 26. apríl 2017 13:37
Neville og Carragher tókust á um Manchester United | Myndband Gary Neville segir Manchester United-lið José Mourinho það slakasta sem hann hefur þjálfað á ferlinum. 9. maí 2017 22:15
Pogba hjálpar United að kaupa Griezmann sem mun kosta 85 milljónir punda Franski landsliðsmaðurinn reynir að sannfæra samlanda sinn um að veðrið sé ekki svo slæmt á Englandi. 31. mars 2017 08:00
Pires: United rétta liðið og Mourinho rétti stjórinn fyrir Pogba Robert Pires, fyrrverandi leikmaður Arsenal, telur samlanda sinn vera á hárréttum stað. 28. mars 2017 08:00
Meiddu mennirnir að snúa aftur hjá Manchester United Manchester United spilar mikilvægan leik á móti Celta Vigo á morgun þegar liðin mætast í fyrri leik sínum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Nú eru aðeins þrír leikir í Meistaradeildarsæti. 3. maí 2017 14:30