Ný kvikmynd með Rihönnu í aðalhlutverki byggð á tísti Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 20:23 Kveikjan að þessu öllu: Rihanna og Lupita Nyong'o á tískusýningu fyrir þremur árum síðan. Vísir/Getty Rihanna og Lupita Nyong‘o munu fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd leikstjórans Ava DuVernay. Athygli vekur að kvikmyndin verður byggð á tísti óbreytts Twitter-notanda en tístið var skrifað um ljósmynd af stjörnunum tveimur frá árinu 2014. Netflix hefur tryggt sér sýningarréttinn á kvikmyndinni „Rihanna lítur út fyrir að svindla á ríkum, hvítum karlmönnum og Lupita er tölvunördinn og besta vinkonan sem hjálpar til við að skipuleggja svindlin,“ segir um ljósmyndina í tístinu sem sent var út í apríl síðastliðnum. Á myndinni sitja stjörnurnar tvær ábúðarfullar og fylgjast með tískusýningu.Rihanna looks like she scams rich white men and lupita is the computer smart best friend that helps plan the scans https://t.co/PhWs1xd3nj— WHOOPHERASSKOURTNI (@1800SADGAL) April 18, 2017 Rihanna og Nyong‘o létu báðar í ljós áhuga á verkefninu eftir að tístið vakti heimsathygli. Í kjölfarið vildu DeVernay, sem leikstýrði kvikmyndinni Selmu, og handritshöfundurinn Issa Rae ljá kvikmyndinni krafta sína. Hugmyndin var svo kynnt fyrir kvikmyndaverum og framleiðendum á Cannes-kvikmyndahátíðinni, sem fer nú fram í Frakklandi, og varð bandaríska efnisveitan Netflix hlutskörpust í þeirri baráttu. Stefnt er að því að kvikmyndin komi út á næsta ári. Stórsöngkonan Rihanna hefur nokkuð látið til sín taka í kvikmyndageiranum en næst má sjá hana fara með hlutverk í kvikmyndinni Ocean‘s Eight. Þá mun Lupita Nyong‘o, sem hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í 12 Years a Slave, leika í næstu Star Wars mynd, Star Wars: The Last Jedi. Cannes Netflix Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Rihanna og Lupita Nyong‘o munu fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd leikstjórans Ava DuVernay. Athygli vekur að kvikmyndin verður byggð á tísti óbreytts Twitter-notanda en tístið var skrifað um ljósmynd af stjörnunum tveimur frá árinu 2014. Netflix hefur tryggt sér sýningarréttinn á kvikmyndinni „Rihanna lítur út fyrir að svindla á ríkum, hvítum karlmönnum og Lupita er tölvunördinn og besta vinkonan sem hjálpar til við að skipuleggja svindlin,“ segir um ljósmyndina í tístinu sem sent var út í apríl síðastliðnum. Á myndinni sitja stjörnurnar tvær ábúðarfullar og fylgjast með tískusýningu.Rihanna looks like she scams rich white men and lupita is the computer smart best friend that helps plan the scans https://t.co/PhWs1xd3nj— WHOOPHERASSKOURTNI (@1800SADGAL) April 18, 2017 Rihanna og Nyong‘o létu báðar í ljós áhuga á verkefninu eftir að tístið vakti heimsathygli. Í kjölfarið vildu DeVernay, sem leikstýrði kvikmyndinni Selmu, og handritshöfundurinn Issa Rae ljá kvikmyndinni krafta sína. Hugmyndin var svo kynnt fyrir kvikmyndaverum og framleiðendum á Cannes-kvikmyndahátíðinni, sem fer nú fram í Frakklandi, og varð bandaríska efnisveitan Netflix hlutskörpust í þeirri baráttu. Stefnt er að því að kvikmyndin komi út á næsta ári. Stórsöngkonan Rihanna hefur nokkuð látið til sín taka í kvikmyndageiranum en næst má sjá hana fara með hlutverk í kvikmyndinni Ocean‘s Eight. Þá mun Lupita Nyong‘o, sem hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í 12 Years a Slave, leika í næstu Star Wars mynd, Star Wars: The Last Jedi.
Cannes Netflix Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira