Ný kvikmynd með Rihönnu í aðalhlutverki byggð á tísti Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 20:23 Kveikjan að þessu öllu: Rihanna og Lupita Nyong'o á tískusýningu fyrir þremur árum síðan. Vísir/Getty Rihanna og Lupita Nyong‘o munu fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd leikstjórans Ava DuVernay. Athygli vekur að kvikmyndin verður byggð á tísti óbreytts Twitter-notanda en tístið var skrifað um ljósmynd af stjörnunum tveimur frá árinu 2014. Netflix hefur tryggt sér sýningarréttinn á kvikmyndinni „Rihanna lítur út fyrir að svindla á ríkum, hvítum karlmönnum og Lupita er tölvunördinn og besta vinkonan sem hjálpar til við að skipuleggja svindlin,“ segir um ljósmyndina í tístinu sem sent var út í apríl síðastliðnum. Á myndinni sitja stjörnurnar tvær ábúðarfullar og fylgjast með tískusýningu.Rihanna looks like she scams rich white men and lupita is the computer smart best friend that helps plan the scans https://t.co/PhWs1xd3nj— WHOOPHERASSKOURTNI (@1800SADGAL) April 18, 2017 Rihanna og Nyong‘o létu báðar í ljós áhuga á verkefninu eftir að tístið vakti heimsathygli. Í kjölfarið vildu DeVernay, sem leikstýrði kvikmyndinni Selmu, og handritshöfundurinn Issa Rae ljá kvikmyndinni krafta sína. Hugmyndin var svo kynnt fyrir kvikmyndaverum og framleiðendum á Cannes-kvikmyndahátíðinni, sem fer nú fram í Frakklandi, og varð bandaríska efnisveitan Netflix hlutskörpust í þeirri baráttu. Stefnt er að því að kvikmyndin komi út á næsta ári. Stórsöngkonan Rihanna hefur nokkuð látið til sín taka í kvikmyndageiranum en næst má sjá hana fara með hlutverk í kvikmyndinni Ocean‘s Eight. Þá mun Lupita Nyong‘o, sem hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í 12 Years a Slave, leika í næstu Star Wars mynd, Star Wars: The Last Jedi. Cannes Netflix Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Rihanna og Lupita Nyong‘o munu fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd leikstjórans Ava DuVernay. Athygli vekur að kvikmyndin verður byggð á tísti óbreytts Twitter-notanda en tístið var skrifað um ljósmynd af stjörnunum tveimur frá árinu 2014. Netflix hefur tryggt sér sýningarréttinn á kvikmyndinni „Rihanna lítur út fyrir að svindla á ríkum, hvítum karlmönnum og Lupita er tölvunördinn og besta vinkonan sem hjálpar til við að skipuleggja svindlin,“ segir um ljósmyndina í tístinu sem sent var út í apríl síðastliðnum. Á myndinni sitja stjörnurnar tvær ábúðarfullar og fylgjast með tískusýningu.Rihanna looks like she scams rich white men and lupita is the computer smart best friend that helps plan the scans https://t.co/PhWs1xd3nj— WHOOPHERASSKOURTNI (@1800SADGAL) April 18, 2017 Rihanna og Nyong‘o létu báðar í ljós áhuga á verkefninu eftir að tístið vakti heimsathygli. Í kjölfarið vildu DeVernay, sem leikstýrði kvikmyndinni Selmu, og handritshöfundurinn Issa Rae ljá kvikmyndinni krafta sína. Hugmyndin var svo kynnt fyrir kvikmyndaverum og framleiðendum á Cannes-kvikmyndahátíðinni, sem fer nú fram í Frakklandi, og varð bandaríska efnisveitan Netflix hlutskörpust í þeirri baráttu. Stefnt er að því að kvikmyndin komi út á næsta ári. Stórsöngkonan Rihanna hefur nokkuð látið til sín taka í kvikmyndageiranum en næst má sjá hana fara með hlutverk í kvikmyndinni Ocean‘s Eight. Þá mun Lupita Nyong‘o, sem hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í 12 Years a Slave, leika í næstu Star Wars mynd, Star Wars: The Last Jedi.
Cannes Netflix Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira