Ég man þig selst um allan heim Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2017 10:30 Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Sara Dögg Ásgeirsdóttir. Kvikmyndafyrirtækið TrustNordisk hefur náð að selja mynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, út um allan heim á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin hefur verið seld til Norður-Ameríku (IFC Films), Frakklands (Swift), Japans (Gaga), Rómönsku Ameríku (California Filmes) og Víetnam (Green Media). Þetta kemur fram í tilkynningu frá TrustNordisk. „Sú staðreynd að Ég man þig hefur verið seld til staða í hverri einustu heimsálfu er skýr vitnisburður um að myndin höfðar til heimsins og er afar vel gerð. Við erum viss um að áhorfendur eigi eftir að taka myndinni vel á ólíkum svæðum,” segir Susan Wendt, forstjóri Alþjóðlegrar sölu- og markaðsdeildar hjá TrustNordisk. Áður hefur myndin verið seld til STUDIOCANAL (Bretland og Írland), Telemünchen (þýskumælandi svæði), Euromedia (Tyrkland) og Vertigo (Ungverjaland). Ég man þig er önnur kvikmynd Óskars Þórs Axelssonar í fullri lengd. Fyrsta mynd hans, glæpahrollvekjan Svartur á leik (2013) sló í gegn á alþjóðavísu og hlaut lof bæði frá gagnrýnendum og á kvikmyndahátíðum. Ég man þig byggir á metsölubók eftir íslenska glæpasagnahöfundinn Yrsu Sigurðardóttur og í aðalhlutverkum eru meðal annarra Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Eldri kona hengir sig í kirkju á Vestfjörðum. Þegar sjálfsvígið er rannsakað kemur í ljós að þó nokkur önnur dauðsföll hjá eldra fólki á svæðinu hafa orðið við dularfullar aðstæður. Freyr, geðlæknir á Ísafirði, kemst að því að látna konan var með þráhyggju yfir hvarfi 7 ára sonar Freys sem hvarf þremur árum fyrr. Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í eyðiþorpinu. Þessar tvær sögur tvinnast saman þegar kemur í ljós að hvarf sonar Freys og annað dularfullt barnshvarf 60 árum áður, tengjast. Framleiðendur myndarinnar Ég man þig eru Sigurjón Sighvatsson, Þórir Snær Sigurjónsson, Skúli Malmquist og Chris Briggs hjá ZikZak í samvinnu við Ape & Björn Norway (Ruben Thirkildsen) and Maze Pictures í Þýskalandi. Með stuðningi frá Íslenskri kvikmyndamiðstöð og Norsku kvikmyndamiðstöðinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækið TrustNordisk hefur náð að selja mynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, út um allan heim á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin hefur verið seld til Norður-Ameríku (IFC Films), Frakklands (Swift), Japans (Gaga), Rómönsku Ameríku (California Filmes) og Víetnam (Green Media). Þetta kemur fram í tilkynningu frá TrustNordisk. „Sú staðreynd að Ég man þig hefur verið seld til staða í hverri einustu heimsálfu er skýr vitnisburður um að myndin höfðar til heimsins og er afar vel gerð. Við erum viss um að áhorfendur eigi eftir að taka myndinni vel á ólíkum svæðum,” segir Susan Wendt, forstjóri Alþjóðlegrar sölu- og markaðsdeildar hjá TrustNordisk. Áður hefur myndin verið seld til STUDIOCANAL (Bretland og Írland), Telemünchen (þýskumælandi svæði), Euromedia (Tyrkland) og Vertigo (Ungverjaland). Ég man þig er önnur kvikmynd Óskars Þórs Axelssonar í fullri lengd. Fyrsta mynd hans, glæpahrollvekjan Svartur á leik (2013) sló í gegn á alþjóðavísu og hlaut lof bæði frá gagnrýnendum og á kvikmyndahátíðum. Ég man þig byggir á metsölubók eftir íslenska glæpasagnahöfundinn Yrsu Sigurðardóttur og í aðalhlutverkum eru meðal annarra Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Eldri kona hengir sig í kirkju á Vestfjörðum. Þegar sjálfsvígið er rannsakað kemur í ljós að þó nokkur önnur dauðsföll hjá eldra fólki á svæðinu hafa orðið við dularfullar aðstæður. Freyr, geðlæknir á Ísafirði, kemst að því að látna konan var með þráhyggju yfir hvarfi 7 ára sonar Freys sem hvarf þremur árum fyrr. Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í eyðiþorpinu. Þessar tvær sögur tvinnast saman þegar kemur í ljós að hvarf sonar Freys og annað dularfullt barnshvarf 60 árum áður, tengjast. Framleiðendur myndarinnar Ég man þig eru Sigurjón Sighvatsson, Þórir Snær Sigurjónsson, Skúli Malmquist og Chris Briggs hjá ZikZak í samvinnu við Ape & Björn Norway (Ruben Thirkildsen) and Maze Pictures í Þýskalandi. Með stuðningi frá Íslenskri kvikmyndamiðstöð og Norsku kvikmyndamiðstöðinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira