Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að páfuglinn, sem vildi greinilega ekki vera eftirbátur fílsins í postulínsbúðinni, hefði valdið skemmdum sem námu 500 dollurum í Royal Oak-vínbúðinni í Arcadia í Kaliforníu á öðrum í hvítasunnu.
Dýraeftirlitsmenn náðu á endanum að koma fuglinum ódæla út og slepptu honum út í náttúruna.