Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er staddur hér á landi.
Klopp var á Akureyrarflugvelli fyrr í dag en Þjóðverjinn ku vera að fara á þyrluskíði.
Mynd af Klopp á flugvellinum á Akureyri má sjá vefsíðunni 433.is, eða með því að smella hér.
Klopp er ekki eina stórstjarnan úr ensku úrvalsdeildinni sem hefur sótt Ísland heim í sumarfríinu því Juan Mata, leikmaður Manchester United, var hér á landi á dögunum.
Klopp staddur á Íslandi

Tengdar fréttir

Juan Mata dáðist að fegurð Nauthólsvíkur
Juan Mata, leikmaður Manchester United á Englandi, er staddur á Íslandi um þessar mundir. Hann ku vera í fríi hér á landi ásamt fjölskyldu sinni en hann sást spóka sig um í Nauthólsvík í gær.

Mata í Víti
Juan Mata, leikmaður Manchester United, hefur verið á ferð um Ísland undanfarna daga.

Juan Mata myndaði úr Hallgrímskirkjuturni
Juan Mata, leikmaður Manchester United á Englandi, er staddur í fríi á Íslandi um þessar mundir en í gær birti kappinn fallega yfirlitmynd af miðborg Reykjavíkur en myndina skaut hann úr Hallgrímskirkjuturni.