Færri ferðamenn eystra Benedikt Bóas skrifar 19. júní 2017 07:00 Ferðamenn ferðast minna út á firði landsins. Áður hefur verið sagt frá vandræðum Vestfirðinga og nú berast fréttir frá Austfjörðum. Vísir/Vilhelm „Það er samdráttur og ég hef miklar áhyggjur. Þetta hótel, Hótel Bláfell, er búið að vera opið allt árið síðan 1983 og er eitt af fyrstu heilsárshótelunum á landsbyggðinni og ég er að horfa í það að geta ekki haft opið í vetur. Útlitið er ekki gott,“ segir Friðrik Árnason hjá Hótel Bláfelli. Sagt var frá fækkun ferðamanna á Vestfjörðum í Fréttablaðinu á föstudag. Höfðu margir orð á því að Austfirðir væru í engu skárri málum. Þrír hótelstjórar og -eigendur á Austfjörðum taka undir það og segjast finna fyrir fækkun ferðamanna og gistinátta. Guðrún Anna Eðvaldsdóttir hjá Hótel Framtíð segir að bókunarstaðan sé fín en ferðamenn haldi í hverja einustu krónu. „Við vorum einmitt að ræða þetta. Fólk er að halda að sér höndum í veitingasölu og öðru. Fólki finnst dýrt hér og það er lítið að leyfa sér eða sleppa sér.“ Gunnlaugur Jónasson sem rekur Gistihúsið á Egilsstöðum segir að apríl hafi verið slæmur. „Þetta er tvísýn staða og það er mikið um afbókanir en það hefur reddast. Við höfum náð að halda sjó. Það er eitthvað niður en sumarið er nýbyrjað. Það er minni sala í mat og fólk eyðir minna. Ég finn til með Vestfirðingum, þetta voru ekki glæsilegar tölur sem ég las á föstudaginn,“ segir Gunnlaugur. Friðrik á Hótel Bláfelli segir að gengi krónunnar sé ekki til að hrópa húrra fyrir. „Það er alltaf mikið að gera á sumrin en bókunarstaðan er þannig að Skandínavar og Þjóðverjarnir eru ekki að koma. Það er ekki af því að hamborgarinn kostar eitthvað x mikið. Það var 30 til 35 prósenta samdráttur í maí. Það er rándýrt að koma hingað og júlí er ekkert sérstaklega fallegur. Við vorum búin að skapa fullt af heilsársstörfum og ferðaþjónustan er blómleg atvinnugrein og það er helvíti súrt ef myntin okkar ætlar að eyðileggja fyrir okkur.“ Þá bendir Gunnlaugur á að hann hafi farið í gagngerar endurbætur á matseðlinum enda hafi ferðamenn yfirleitt bara verið að kaupa margaríta-pitsur. „Staðalbúnaður ferðamannsins er Bónuspokinn. Í vor fórum við í gagngerar endurbætur á matseðlinum og lækkuðum öll verð til að reyna eitthvað. Það bar árangur. Ég er með fullt eldhús af kokkum og annars hefði verið hægt að loka bara.“ Guðrún Anna bendir á að ferðamenn sæki í öryggið og friðsældina sem hér er. „Fólk er að koma til Íslands því það er öruggt land. Það er til í að borga meira fyrir öryggið sem er hér, það er mín kenning. Við getum ekki endalaust sleppt fólki út í náttúruna, það er alveg pirrað yfir að það séu allir út um allt og ég held að við höfum bara öryggið núna,“ segir Guðrún Anna. Aðspurður um lausnir segist Gunnlaugur ekki hafa þær. „Krónan er erfið. Við höfum ekki hækkað okkur og það bætir ekki úr ef virðisaukinn verður hækkaður. Það átti að setja komugjöld á alla fyrir löngu, þá hefðu þessir ódýrari ferðamenn ekki komið en þeir reyndar koma lítið hingað.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
„Það er samdráttur og ég hef miklar áhyggjur. Þetta hótel, Hótel Bláfell, er búið að vera opið allt árið síðan 1983 og er eitt af fyrstu heilsárshótelunum á landsbyggðinni og ég er að horfa í það að geta ekki haft opið í vetur. Útlitið er ekki gott,“ segir Friðrik Árnason hjá Hótel Bláfelli. Sagt var frá fækkun ferðamanna á Vestfjörðum í Fréttablaðinu á föstudag. Höfðu margir orð á því að Austfirðir væru í engu skárri málum. Þrír hótelstjórar og -eigendur á Austfjörðum taka undir það og segjast finna fyrir fækkun ferðamanna og gistinátta. Guðrún Anna Eðvaldsdóttir hjá Hótel Framtíð segir að bókunarstaðan sé fín en ferðamenn haldi í hverja einustu krónu. „Við vorum einmitt að ræða þetta. Fólk er að halda að sér höndum í veitingasölu og öðru. Fólki finnst dýrt hér og það er lítið að leyfa sér eða sleppa sér.“ Gunnlaugur Jónasson sem rekur Gistihúsið á Egilsstöðum segir að apríl hafi verið slæmur. „Þetta er tvísýn staða og það er mikið um afbókanir en það hefur reddast. Við höfum náð að halda sjó. Það er eitthvað niður en sumarið er nýbyrjað. Það er minni sala í mat og fólk eyðir minna. Ég finn til með Vestfirðingum, þetta voru ekki glæsilegar tölur sem ég las á föstudaginn,“ segir Gunnlaugur. Friðrik á Hótel Bláfelli segir að gengi krónunnar sé ekki til að hrópa húrra fyrir. „Það er alltaf mikið að gera á sumrin en bókunarstaðan er þannig að Skandínavar og Þjóðverjarnir eru ekki að koma. Það er ekki af því að hamborgarinn kostar eitthvað x mikið. Það var 30 til 35 prósenta samdráttur í maí. Það er rándýrt að koma hingað og júlí er ekkert sérstaklega fallegur. Við vorum búin að skapa fullt af heilsársstörfum og ferðaþjónustan er blómleg atvinnugrein og það er helvíti súrt ef myntin okkar ætlar að eyðileggja fyrir okkur.“ Þá bendir Gunnlaugur á að hann hafi farið í gagngerar endurbætur á matseðlinum enda hafi ferðamenn yfirleitt bara verið að kaupa margaríta-pitsur. „Staðalbúnaður ferðamannsins er Bónuspokinn. Í vor fórum við í gagngerar endurbætur á matseðlinum og lækkuðum öll verð til að reyna eitthvað. Það bar árangur. Ég er með fullt eldhús af kokkum og annars hefði verið hægt að loka bara.“ Guðrún Anna bendir á að ferðamenn sæki í öryggið og friðsældina sem hér er. „Fólk er að koma til Íslands því það er öruggt land. Það er til í að borga meira fyrir öryggið sem er hér, það er mín kenning. Við getum ekki endalaust sleppt fólki út í náttúruna, það er alveg pirrað yfir að það séu allir út um allt og ég held að við höfum bara öryggið núna,“ segir Guðrún Anna. Aðspurður um lausnir segist Gunnlaugur ekki hafa þær. „Krónan er erfið. Við höfum ekki hækkað okkur og það bætir ekki úr ef virðisaukinn verður hækkaður. Það átti að setja komugjöld á alla fyrir löngu, þá hefðu þessir ódýrari ferðamenn ekki komið en þeir reyndar koma lítið hingað.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00
Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04