Segja aðeins þrjú ár til stefnu að stöðva hættulegar loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 16:00 Endurnýjanlegir orkugjafar framleiddu 23,7% raforku í heiminum árið 2015 en þurfa að ná 30% árið 2020, samkvæmt hópnum. Vísir/EPA Byrji þjóðir heims ekki að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2020 gæti það reynst ómögulegt að stöðva verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er mat sex sérfræðinga sem birtu yfirlýsingu í tímaritinu Nature. Vísa sérfræðingarnir til útreikninga á hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda menn geta losað án þess að eyðileggja möguleika sína á að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5-2°C. Hlýnun sem þegar hefur átt sér stað nemur um 1°C. Reiknað hefur verið út að menn geti losað einhvers staðar á bilinu 150 til 1.050 milljarða tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn án þess að hlýnun fari úr þessum böndum. Þó að árleg losun mannkynsins hafi staðið í stað síðustu þrjú árin eftir mikinn vöxt áratugina á undan nemur hún nú um fjörutíu milljörðum tonna árlega. Neðri mörkum þess kolefniskvóta yrði því náð á innan við fjórum árum. Til að halda hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem stjórnmálamenn hafa ákveðið að jarðarbúar geti lifað með þyrfti losunin að hætta með öllu eftir 2020. Sé miðað við miðgildið, 600 milljarða tonna, gætu menn haft fimmtán ár til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar eins og hækkandi yfirborð sjávar, öfgakenndara veðurfar og skaðleg áhrif á lífverur vegna breytilegs loftslags.Christiana Figueres leiðir verkefni sem nefnist Mission 2020 til að hafa áhrif á leiðtoga G20-ríkja.Vísir/EPAEngin ný kolaorkuver eftir 2020 Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna sem hafði meðal annars umsjón með Parísarsamkomulaginu, fer fyrir sexmenningunum sem eru höfundar yfirlýsingarinnar í Nature. Hinir eru loftslagsvísindamenn og yfirmenn stofnana.Washington Post segir að auk þeirra hafi fjöldi vísindamanna, stjórnmálamanna og fulltrúa fyrirtækja skrifað undir yfirlýsinguna. Markmiðið með henni er að hvetja leiðtoga G20-ríkjanna til dáða en þeir koma saman til fundar í næstu viku. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar sagt að hún ætli að setja loftslagsmál á oddinn á fundinum, þrátt fyrir að hún geri ráð fyrir erfiðum viðræðum vegna ágreinings við ríkisstjórn Donalds Trump sem ætlar að draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Leggja sexmenningarnir til ýmsar tillögur sem þeir segja róttækar og jafnvel ómögulegt að ná fyrir 2020. Þar á meðal er að endurnýjanlegir orkugjafar muni standa undir þriðjungi orkuframleiðslunnar þá, engin ný kolaorkuver verði reist og byrjað verði að undirbúa að loka öllum þeim sem fyrir eru. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Byrji þjóðir heims ekki að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2020 gæti það reynst ómögulegt að stöðva verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er mat sex sérfræðinga sem birtu yfirlýsingu í tímaritinu Nature. Vísa sérfræðingarnir til útreikninga á hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda menn geta losað án þess að eyðileggja möguleika sína á að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5-2°C. Hlýnun sem þegar hefur átt sér stað nemur um 1°C. Reiknað hefur verið út að menn geti losað einhvers staðar á bilinu 150 til 1.050 milljarða tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn án þess að hlýnun fari úr þessum böndum. Þó að árleg losun mannkynsins hafi staðið í stað síðustu þrjú árin eftir mikinn vöxt áratugina á undan nemur hún nú um fjörutíu milljörðum tonna árlega. Neðri mörkum þess kolefniskvóta yrði því náð á innan við fjórum árum. Til að halda hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem stjórnmálamenn hafa ákveðið að jarðarbúar geti lifað með þyrfti losunin að hætta með öllu eftir 2020. Sé miðað við miðgildið, 600 milljarða tonna, gætu menn haft fimmtán ár til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar eins og hækkandi yfirborð sjávar, öfgakenndara veðurfar og skaðleg áhrif á lífverur vegna breytilegs loftslags.Christiana Figueres leiðir verkefni sem nefnist Mission 2020 til að hafa áhrif á leiðtoga G20-ríkja.Vísir/EPAEngin ný kolaorkuver eftir 2020 Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna sem hafði meðal annars umsjón með Parísarsamkomulaginu, fer fyrir sexmenningunum sem eru höfundar yfirlýsingarinnar í Nature. Hinir eru loftslagsvísindamenn og yfirmenn stofnana.Washington Post segir að auk þeirra hafi fjöldi vísindamanna, stjórnmálamanna og fulltrúa fyrirtækja skrifað undir yfirlýsinguna. Markmiðið með henni er að hvetja leiðtoga G20-ríkjanna til dáða en þeir koma saman til fundar í næstu viku. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar sagt að hún ætli að setja loftslagsmál á oddinn á fundinum, þrátt fyrir að hún geri ráð fyrir erfiðum viðræðum vegna ágreinings við ríkisstjórn Donalds Trump sem ætlar að draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Leggja sexmenningarnir til ýmsar tillögur sem þeir segja róttækar og jafnvel ómögulegt að ná fyrir 2020. Þar á meðal er að endurnýjanlegir orkugjafar muni standa undir þriðjungi orkuframleiðslunnar þá, engin ný kolaorkuver verði reist og byrjað verði að undirbúa að loka öllum þeim sem fyrir eru.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira