BMW 3 rafmagnsbíll til höfuðs Tesla Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2017 12:49 BMW 3-línan. BMW ætlar að kynna BMW 3-línu bíl sinn eingöngu drifinn rafmagni í september á þessu ári. Bílinn ætlar BMW að sýna á bílasýningunni í Frankfurt. Hann á að komast 400 kílómetra á fullri hleðslu og er því enginn eftirbátur Tesla Model 3 bílsins sem Tesla ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á þann 3. júlí. Af þeim bíl hefur Tesla borist um 400.000 fyrirframpantanir í. Því er það ekki nema von að aðrir bílaframleiðendur hyggist berjast við Tesla um hylli kaupenda sem greinilega eru tilbúnir til að fjárfesta í rafmagnsbílum í millistærðarflokki. Hætt er við því að BMW verði að verðleggja BMW 3 með rafmagnsdrifrás á svipuðu róli og Tesla Model 3 bíllinn svo hann eigi einhvern séns í samkeppninni, en Tesla Model S bíllinn á að kosta um 35.000 dollara í sinni ódýrustu útfærslu. BMW hefur nokkra reynslu af framleiðslu rafmagnsbíla nú þegar og hefur náð góðum árangri í sölu bæði BMW i3 rafmagnsbílsins og BMW i8 tengiltvinnbílsins fram að þessu, svo ef einhver getur keppt við Tesla á þessu sviði má segja að BMW sé einna líklegast til þess. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent
BMW ætlar að kynna BMW 3-línu bíl sinn eingöngu drifinn rafmagni í september á þessu ári. Bílinn ætlar BMW að sýna á bílasýningunni í Frankfurt. Hann á að komast 400 kílómetra á fullri hleðslu og er því enginn eftirbátur Tesla Model 3 bílsins sem Tesla ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á þann 3. júlí. Af þeim bíl hefur Tesla borist um 400.000 fyrirframpantanir í. Því er það ekki nema von að aðrir bílaframleiðendur hyggist berjast við Tesla um hylli kaupenda sem greinilega eru tilbúnir til að fjárfesta í rafmagnsbílum í millistærðarflokki. Hætt er við því að BMW verði að verðleggja BMW 3 með rafmagnsdrifrás á svipuðu róli og Tesla Model 3 bíllinn svo hann eigi einhvern séns í samkeppninni, en Tesla Model S bíllinn á að kosta um 35.000 dollara í sinni ódýrustu útfærslu. BMW hefur nokkra reynslu af framleiðslu rafmagnsbíla nú þegar og hefur náð góðum árangri í sölu bæði BMW i3 rafmagnsbílsins og BMW i8 tengiltvinnbílsins fram að þessu, svo ef einhver getur keppt við Tesla á þessu sviði má segja að BMW sé einna líklegast til þess.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent