Útsýnisflug yfir stærsta storm sólkerfisins Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2017 22:40 Samsett mynd sem tölvunarfræðingurinn Björn Jónsson vann úr myndum Voyager 1 af Stóra rauða blettinum á Júpíter. Myndin hefur verið talin ein sú besta sem til er af storminum. NASA/JPL og Björn Jónsson Könnunarfarið Juno sem hefur nú verið á braut um reikistjörnuna Júpíter í ár flýgur beint yfir Stóra rauða blettinn, helsta kennileiti gasrisans, í næstu viku. Mannkynið fær þá fyrstu nærmyndirnar af þessum stærsta stormi sólkerfisins. Stóri rauði bletturinn er veðrakerfi í lofthjúpi Júpíters sem hefur verið til að minnsta kosti eins lengi og menn hafa getað skoðað reikistjörnuna með sjónaukum. Vísindamenn telja að hann hafi jafnvel verið til í 350 ár samkvæmt frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Stormurinn er 16.000 kílómetra breiður og er tæplega þrefalt stærri en jörðin að þvermáli. Júpíter hefur hvorki fast yfirborð né haf sem getur eytt storminum og skýrir það langlífi hans, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum.Teikning af geimfarinu Juno sem hefur hringsólað um Júpíter frá því í fyrra.Vísir/EPANærflugið á mánudagJuno-geimfarið flýgur yfir skýjum Júpíters í sjötta skipti mánudaginn 10. júlí. Þegar geimfarið verður næst reikistjörnunni verður það í aðeins 3.500 kílómetra fjarlægð. Til samanburðar skilja um 380.000 kílómetrar jörðina og tunglið að. Skömmu eftir að að næsta punkti verður náð flýgur Juno yfir Stóra rauða blettinn í um 9.000 kílómetra hæð. Kveikt verður á öllum mælitækjum geimfarins á meðan, þar á meðal myndavél þess. Því má búast við glæsilegum nærmyndum af Stóra rauða blettinum. Juno var skotið á loft árið 2011 og komst farið á braut um Júpíter í júlí í fyrra. Markmið leiðangursins er að afla upplýsinga um uppruna, uppbyggingu og lofthjúp gasrisans. Vísindi Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Könnunarfarið Juno sem hefur nú verið á braut um reikistjörnuna Júpíter í ár flýgur beint yfir Stóra rauða blettinn, helsta kennileiti gasrisans, í næstu viku. Mannkynið fær þá fyrstu nærmyndirnar af þessum stærsta stormi sólkerfisins. Stóri rauði bletturinn er veðrakerfi í lofthjúpi Júpíters sem hefur verið til að minnsta kosti eins lengi og menn hafa getað skoðað reikistjörnuna með sjónaukum. Vísindamenn telja að hann hafi jafnvel verið til í 350 ár samkvæmt frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Stormurinn er 16.000 kílómetra breiður og er tæplega þrefalt stærri en jörðin að þvermáli. Júpíter hefur hvorki fast yfirborð né haf sem getur eytt storminum og skýrir það langlífi hans, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum.Teikning af geimfarinu Juno sem hefur hringsólað um Júpíter frá því í fyrra.Vísir/EPANærflugið á mánudagJuno-geimfarið flýgur yfir skýjum Júpíters í sjötta skipti mánudaginn 10. júlí. Þegar geimfarið verður næst reikistjörnunni verður það í aðeins 3.500 kílómetra fjarlægð. Til samanburðar skilja um 380.000 kílómetrar jörðina og tunglið að. Skömmu eftir að að næsta punkti verður náð flýgur Juno yfir Stóra rauða blettinn í um 9.000 kílómetra hæð. Kveikt verður á öllum mælitækjum geimfarins á meðan, þar á meðal myndavél þess. Því má búast við glæsilegum nærmyndum af Stóra rauða blettinum. Juno var skotið á loft árið 2011 og komst farið á braut um Júpíter í júlí í fyrra. Markmið leiðangursins er að afla upplýsinga um uppruna, uppbyggingu og lofthjúp gasrisans.
Vísindi Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila