Hitabylgjan í Evrópu tífalt líklegri vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2017 21:20 Á annað þúsund slökkviliðsmanna tóku þátt í að slökkva skógareldana í Portúgal í júní. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna sem gekk yfir vestanverða Evrópu í júní tífalt líklegri en ella á sumum stöðum. Tugir manna fórust í skógareldum í Portúgal og gripið var til neyðarráðstafana í þremur löndum vegna hitans. Vísindamenn sem leitast við að greina hversu stórt hlutverk hnattræn hlýnun leikur í einstökum veðurviðburðum hefur komist að þessari niðurstöðu. Bera þeir saman mögulegt veður með og án þeirrar hnattrænu hlýnunar sem hefur átt sér stað síðustu öldina. „Við fundum afar sterkt merki,“ segir Friederike Otto frá Oxford-háskóla sem vinnur við verkefnið World Weather Attribution, um hitabylgjuna í Evrópu við breska ríkisútvarpið BBC. Þannig gera núverandi aðstæður hitabylgjur tífalt líklegri á Spáni og í Portúgal.Hitamet slegin víðaMiðgildishiti í vestanverðri Evrópu var þremur gráðum yfir meðaltali í júní. Hitamet voru slegin víða. Á Bretlandi mældist mesti hiti á júnídegi í fjörutíu ár. Í Frakklandi var met slegið yfir heitustu júnínótt þegar meðalhitinn í landinu náði 26,4°C. Yfirvöld í Frakklandi, Sviss og Hollandi gripu til neyðarráðstafana til að bregðast við hitanum. Alls fórust 64 í skógareldunum í Portúgal og á Spáni var 1.500 manns skipað að yfirgefa heimili sín og sumarbústaði vegna elda. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal Ríkisstjórnin í Portúgal hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fólksins sem fórst í skógareldunum nærri Coimbra í Portúgal. Tala látinna, sem fréttastofa BBC gefur upp, hefur hækkað og er því nú haldið fram að 62 hafi látist. Óttast er að tala látinna hækki. 18. júní 2017 15:09 Létust í bílum sínum á „veginum til dauða“ Líklegt er að hækkandi hiti í Portúgal hægi á slökkvistarfi í Portúgal, en skógareldar hafa geisað þar síðan á laugardag. Minnst 64 eru látnir. 20. júní 2017 10:26 Skógareldar á suðurhluta Spánar neyða 1.500 manns til að yfirgefa svæðið Logarnir sáust fyrst á laugardagskvöldið í Moguer héraðinu hjá Huelva í Andalúsíu. Hætta var talin vera mikil. José Fiscal, umhverfisráðherra Andalúsíu, segir að líklega hafi eldurinn kviknað út frá íkveikju. 25. júní 2017 13:59 Tugir farast í skógareldum í Portúgal Að minnsta kostir 43 hafa farist í miklum skógareldum nærri Coimbra í Portúgal, þar á meðal nokkur fjöldi fólks sem var að reyna að komast undan í bílum sínum. Um 1.700 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda um allt landið. 18. júní 2017 08:28 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna sem gekk yfir vestanverða Evrópu í júní tífalt líklegri en ella á sumum stöðum. Tugir manna fórust í skógareldum í Portúgal og gripið var til neyðarráðstafana í þremur löndum vegna hitans. Vísindamenn sem leitast við að greina hversu stórt hlutverk hnattræn hlýnun leikur í einstökum veðurviðburðum hefur komist að þessari niðurstöðu. Bera þeir saman mögulegt veður með og án þeirrar hnattrænu hlýnunar sem hefur átt sér stað síðustu öldina. „Við fundum afar sterkt merki,“ segir Friederike Otto frá Oxford-háskóla sem vinnur við verkefnið World Weather Attribution, um hitabylgjuna í Evrópu við breska ríkisútvarpið BBC. Þannig gera núverandi aðstæður hitabylgjur tífalt líklegri á Spáni og í Portúgal.Hitamet slegin víðaMiðgildishiti í vestanverðri Evrópu var þremur gráðum yfir meðaltali í júní. Hitamet voru slegin víða. Á Bretlandi mældist mesti hiti á júnídegi í fjörutíu ár. Í Frakklandi var met slegið yfir heitustu júnínótt þegar meðalhitinn í landinu náði 26,4°C. Yfirvöld í Frakklandi, Sviss og Hollandi gripu til neyðarráðstafana til að bregðast við hitanum. Alls fórust 64 í skógareldunum í Portúgal og á Spáni var 1.500 manns skipað að yfirgefa heimili sín og sumarbústaði vegna elda.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal Ríkisstjórnin í Portúgal hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fólksins sem fórst í skógareldunum nærri Coimbra í Portúgal. Tala látinna, sem fréttastofa BBC gefur upp, hefur hækkað og er því nú haldið fram að 62 hafi látist. Óttast er að tala látinna hækki. 18. júní 2017 15:09 Létust í bílum sínum á „veginum til dauða“ Líklegt er að hækkandi hiti í Portúgal hægi á slökkvistarfi í Portúgal, en skógareldar hafa geisað þar síðan á laugardag. Minnst 64 eru látnir. 20. júní 2017 10:26 Skógareldar á suðurhluta Spánar neyða 1.500 manns til að yfirgefa svæðið Logarnir sáust fyrst á laugardagskvöldið í Moguer héraðinu hjá Huelva í Andalúsíu. Hætta var talin vera mikil. José Fiscal, umhverfisráðherra Andalúsíu, segir að líklega hafi eldurinn kviknað út frá íkveikju. 25. júní 2017 13:59 Tugir farast í skógareldum í Portúgal Að minnsta kostir 43 hafa farist í miklum skógareldum nærri Coimbra í Portúgal, þar á meðal nokkur fjöldi fólks sem var að reyna að komast undan í bílum sínum. Um 1.700 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda um allt landið. 18. júní 2017 08:28 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal Ríkisstjórnin í Portúgal hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fólksins sem fórst í skógareldunum nærri Coimbra í Portúgal. Tala látinna, sem fréttastofa BBC gefur upp, hefur hækkað og er því nú haldið fram að 62 hafi látist. Óttast er að tala látinna hækki. 18. júní 2017 15:09
Létust í bílum sínum á „veginum til dauða“ Líklegt er að hækkandi hiti í Portúgal hægi á slökkvistarfi í Portúgal, en skógareldar hafa geisað þar síðan á laugardag. Minnst 64 eru látnir. 20. júní 2017 10:26
Skógareldar á suðurhluta Spánar neyða 1.500 manns til að yfirgefa svæðið Logarnir sáust fyrst á laugardagskvöldið í Moguer héraðinu hjá Huelva í Andalúsíu. Hætta var talin vera mikil. José Fiscal, umhverfisráðherra Andalúsíu, segir að líklega hafi eldurinn kviknað út frá íkveikju. 25. júní 2017 13:59
Tugir farast í skógareldum í Portúgal Að minnsta kostir 43 hafa farist í miklum skógareldum nærri Coimbra í Portúgal, þar á meðal nokkur fjöldi fólks sem var að reyna að komast undan í bílum sínum. Um 1.700 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda um allt landið. 18. júní 2017 08:28