Þingmaður spurði NASA út í siðmenningu á Mars fyrir þúsundum ára Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2017 14:49 Svona gæti Mars hafa litið út fyrir milljörðum ára. Reikistjarnan tapaði hins vegar lofthjúpi sínum og síðan nær öllu vatninu. NASA/GSFC Fundur hjá vísinda- og geimnefnd Bandaríkjaþings tók óvænta stefnu í gær þegar einn nefndarmanna spurði vísindamenn NASA hvort að hugsanlegt sé að geimverur hafi búið á reikistjörnunni Mars fyrir þúsundum ára. Mars eins og við þekkjum hann í dag er ísköld eyðimörk með örþunnan lofthjúp. Vísindamenn telja hins vegar að aðstæður á þessari nágrannareikistjörnu okkar hafi verið mun skaplegri í fyrndinni. Á þeim tíma hafi fljótandi vatn líklega myndað höf, vötn og ár sem hafa mótað yfirborð rauðu reikistjörnunnar. Fljótandi vatn er talin grunnforsenda lífs og því hafa vísindamenn leitt líkum að því að hugsanlega hafi líf haft tíma til að kvikna á Mars áður en reikistjarnan glataði lofthjúpi sínum og fljótandi vatn á yfirborðinu fraus.„Útilokar þú það?“ Hugmyndin um framþróaða siðmenningu Marsbúa hefur hins vegar eingöngu birst í kvikmyndum og bókum dreyminna jarðarbúa. Það stöðvaði þó ekki repúblikanann Dana Rohrabacher, þingmann frá Kaliforníu og fulltrúa í vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í að spyrja vísindamenn NASA hvort mögulegt sé að geimverur hafi þróað siðmenningu á Mars fyrir „þúsundum ára“. „Það eru engar vísbendingar um slíkt sem ég veit um,“ svaraði Ken Farley, prófessor í jarðefnafræði við Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech). Hann benti Rohrabacher einnig á að gögn frá Mars bendi til þess að aðstæður þar hafi verið aðrar og betri fyrir milljörðum ára en ekki þúsundum ára. Í raun telja vísindamenn að ef vatn flaut í raun um yfirborð Mars þá hafi það verið fyrir um 3,6 milljörðum ára.Repúblikaninn Dana Rohrabacher virðist hafa sérstakar hugmyndir um sólkerfið okkar.Vísir/EPARohrabacher var þó ekki alveg af baki dottinn og spurði Farley hvort að hann myndi útiloka að geimverur hafi verið á Mars. Sumir teldu það. „Ég myndi segja að það væri gríðarlega ósennilegt,“ svaraði Farley stuttlega, að því er kemur fram í frétt Space.com.Vildi vita hvenær koltvísýringur yrði hættulegur heilsu fólks Það er þó ekki aðeins um eðli og tímasetningu mögulegs lífs á Mars sem Rohrabacher hefur verið úti á túni með. Hann er á meðal fjölda flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum sem neitar að samþykkja niðurstöður vísindamanna um allan heim að loftslagsbreytingar eigi sér stað á jörðinni og að þær séu af völdum manna. Spurði hann meðal annars John Holdren, þáverandi vísindaráðgjafa Baracks Obama, þegar hann kom fyrir þingnefndina við hvaða mörk gróðurhúsalofttegundin koltvísýringur yrði hættulegur heilsu manna. Vísindamenn vara við auknum styrki koltvísýrings, og annarra gróðurhúsalofttegunda, í lofthjúpi jarðar vegna þess að hann veldur hlýnun loftslags, ekki vegna þess að hann hafi bein heilsufarsleg áhrif á menn við núverandi styrk í lofthjúpnum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra spurningar Rohrabacher og svör Farley um siðmenningu á Mars. Vísindi Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Fundur hjá vísinda- og geimnefnd Bandaríkjaþings tók óvænta stefnu í gær þegar einn nefndarmanna spurði vísindamenn NASA hvort að hugsanlegt sé að geimverur hafi búið á reikistjörnunni Mars fyrir þúsundum ára. Mars eins og við þekkjum hann í dag er ísköld eyðimörk með örþunnan lofthjúp. Vísindamenn telja hins vegar að aðstæður á þessari nágrannareikistjörnu okkar hafi verið mun skaplegri í fyrndinni. Á þeim tíma hafi fljótandi vatn líklega myndað höf, vötn og ár sem hafa mótað yfirborð rauðu reikistjörnunnar. Fljótandi vatn er talin grunnforsenda lífs og því hafa vísindamenn leitt líkum að því að hugsanlega hafi líf haft tíma til að kvikna á Mars áður en reikistjarnan glataði lofthjúpi sínum og fljótandi vatn á yfirborðinu fraus.„Útilokar þú það?“ Hugmyndin um framþróaða siðmenningu Marsbúa hefur hins vegar eingöngu birst í kvikmyndum og bókum dreyminna jarðarbúa. Það stöðvaði þó ekki repúblikanann Dana Rohrabacher, þingmann frá Kaliforníu og fulltrúa í vísinda-, geim- og tækninefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í að spyrja vísindamenn NASA hvort mögulegt sé að geimverur hafi þróað siðmenningu á Mars fyrir „þúsundum ára“. „Það eru engar vísbendingar um slíkt sem ég veit um,“ svaraði Ken Farley, prófessor í jarðefnafræði við Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech). Hann benti Rohrabacher einnig á að gögn frá Mars bendi til þess að aðstæður þar hafi verið aðrar og betri fyrir milljörðum ára en ekki þúsundum ára. Í raun telja vísindamenn að ef vatn flaut í raun um yfirborð Mars þá hafi það verið fyrir um 3,6 milljörðum ára.Repúblikaninn Dana Rohrabacher virðist hafa sérstakar hugmyndir um sólkerfið okkar.Vísir/EPARohrabacher var þó ekki alveg af baki dottinn og spurði Farley hvort að hann myndi útiloka að geimverur hafi verið á Mars. Sumir teldu það. „Ég myndi segja að það væri gríðarlega ósennilegt,“ svaraði Farley stuttlega, að því er kemur fram í frétt Space.com.Vildi vita hvenær koltvísýringur yrði hættulegur heilsu fólks Það er þó ekki aðeins um eðli og tímasetningu mögulegs lífs á Mars sem Rohrabacher hefur verið úti á túni með. Hann er á meðal fjölda flokksbræðra sinna í Repúblikanaflokknum sem neitar að samþykkja niðurstöður vísindamanna um allan heim að loftslagsbreytingar eigi sér stað á jörðinni og að þær séu af völdum manna. Spurði hann meðal annars John Holdren, þáverandi vísindaráðgjafa Baracks Obama, þegar hann kom fyrir þingnefndina við hvaða mörk gróðurhúsalofttegundin koltvísýringur yrði hættulegur heilsu manna. Vísindamenn vara við auknum styrki koltvísýrings, og annarra gróðurhúsalofttegunda, í lofthjúpi jarðar vegna þess að hann veldur hlýnun loftslags, ekki vegna þess að hann hafi bein heilsufarsleg áhrif á menn við núverandi styrk í lofthjúpnum.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra spurningar Rohrabacher og svör Farley um siðmenningu á Mars.
Vísindi Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila