Álafoss fær nýja eigendur: Ætla að færa verslunina nær upprunanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2017 11:48 Álafosskvosin er af mörgum talin hjarta Mosfellsbæjar. Vísir/GVA Fyrirtækið Nordic Store hefur keypt verslunina Álafoss sem staðsett er í gömlu ullarverksmiðjunni í Álafosskvosinni i Mosfellsbæ. Eigendur Nordic Store eru þeir Bjarni Jónsson og Hafsteinn Guðbjartsson og reka þeir nokkrar verslanir í Reykjavík undir því nafni. Verslunin Álafoss mun verða rekin áfram undir sama nafni. „Við ætlum að færa Álafoss nær upprunanum og taka út að mestu vöruliði sem hafa ekki beint með íslensku ullina að gera. Við munum þannig einblína á íslenska lopann, handprjónaðar peysur og aðrar vörur sem eiga uppruna sinn frá lopanum af íslensku sauðkindinni. Á sama tíma ætlum við að opna verslunina meira, bæði rýmið og opnunartímann og gera hana þannig aðgengilegri," sagði Bjarni Jónsson annar eigandanna í tilkynningu frá Nordic Store. „Innst inn í versluninni verður sett upp fallegt kaffihús með léttum veitingum og þar verður hægt að ganga út á verönda og sitja þar og njóta náttúrufegurðinnar við ánna og horfa á Álafossinn þar sem áin rennur inn í kvosina.“ Hann útskýrir að Álafoss-verslunin hafi um áratuga skeið verði eftirsótt verslun, bæði hjá íslensku áhugafólki um ullar- og heimilisiðnað og þá ekki síður hjá þeir sem sækja Ísland heim og hafa áhuga á íslensku ullinni, hvort heldur til að kaupa íslenskan lopa eða afurðir úr honum. Á síðustu hafi hefur þessi hópur stækkað í samræmi við aukina komu erlendra gesta hefur vöruúrvalið aukist í versluninni og meira orðið um almenna minjagripi sem ekki eiga uppruna sinn í íslenska lopann. Nýir eigendur ætli sér að breyta því segjast þegar farnir að færa Álafoss nær uppruna sínum. Þá hafi opnunartíminn verið lengdur og opnar nú klukkan 8:00 á morgnanna og er opið til 20:00 á kvöldin. Einnig er opið alla daga vikunnar en áður hafði verið lokað á sunnudögum. Það telja eigendurnir ríkan þátt í aukinni þjónustu við gesti og viðskiptavini. „Á kaffihúsinu og versluninni allri verður svo sögu Álafoss og vinnslu íslensks lopa gerð betri skil og þannig getur fólk ekki bara komið að versla heldur verður hægt að taka inn söguna, setjast niður og njóta fegurðar handverks og umhverfis. Ýmsar vélar, tæki og munir sem tengjast sögunni verða til sýnis og með þeim hætti vonast nýir eigendur til þess að erlendir gestir kynnist betur þessum þætti sögu okkur sem er mikilvægur. Þá gera þeir sér einnig vonir um að eldri kynslóðirnar á Íslandi, ömmur og afar landsins geri sér ferð með börnum og barnabörnum í kvosina og leyfi ungu kynslóðinni að kynnast þessari sömu sögu,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira
Fyrirtækið Nordic Store hefur keypt verslunina Álafoss sem staðsett er í gömlu ullarverksmiðjunni í Álafosskvosinni i Mosfellsbæ. Eigendur Nordic Store eru þeir Bjarni Jónsson og Hafsteinn Guðbjartsson og reka þeir nokkrar verslanir í Reykjavík undir því nafni. Verslunin Álafoss mun verða rekin áfram undir sama nafni. „Við ætlum að færa Álafoss nær upprunanum og taka út að mestu vöruliði sem hafa ekki beint með íslensku ullina að gera. Við munum þannig einblína á íslenska lopann, handprjónaðar peysur og aðrar vörur sem eiga uppruna sinn frá lopanum af íslensku sauðkindinni. Á sama tíma ætlum við að opna verslunina meira, bæði rýmið og opnunartímann og gera hana þannig aðgengilegri," sagði Bjarni Jónsson annar eigandanna í tilkynningu frá Nordic Store. „Innst inn í versluninni verður sett upp fallegt kaffihús með léttum veitingum og þar verður hægt að ganga út á verönda og sitja þar og njóta náttúrufegurðinnar við ánna og horfa á Álafossinn þar sem áin rennur inn í kvosina.“ Hann útskýrir að Álafoss-verslunin hafi um áratuga skeið verði eftirsótt verslun, bæði hjá íslensku áhugafólki um ullar- og heimilisiðnað og þá ekki síður hjá þeir sem sækja Ísland heim og hafa áhuga á íslensku ullinni, hvort heldur til að kaupa íslenskan lopa eða afurðir úr honum. Á síðustu hafi hefur þessi hópur stækkað í samræmi við aukina komu erlendra gesta hefur vöruúrvalið aukist í versluninni og meira orðið um almenna minjagripi sem ekki eiga uppruna sinn í íslenska lopann. Nýir eigendur ætli sér að breyta því segjast þegar farnir að færa Álafoss nær uppruna sínum. Þá hafi opnunartíminn verið lengdur og opnar nú klukkan 8:00 á morgnanna og er opið til 20:00 á kvöldin. Einnig er opið alla daga vikunnar en áður hafði verið lokað á sunnudögum. Það telja eigendurnir ríkan þátt í aukinni þjónustu við gesti og viðskiptavini. „Á kaffihúsinu og versluninni allri verður svo sögu Álafoss og vinnslu íslensks lopa gerð betri skil og þannig getur fólk ekki bara komið að versla heldur verður hægt að taka inn söguna, setjast niður og njóta fegurðar handverks og umhverfis. Ýmsar vélar, tæki og munir sem tengjast sögunni verða til sýnis og með þeim hætti vonast nýir eigendur til þess að erlendir gestir kynnist betur þessum þætti sögu okkur sem er mikilvægur. Þá gera þeir sér einnig vonir um að eldri kynslóðirnar á Íslandi, ömmur og afar landsins geri sér ferð með börnum og barnabörnum í kvosina og leyfi ungu kynslóðinni að kynnast þessari sömu sögu,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira