Skortur á talsmönnum Stjórnarmaðurinn skrifar 10. júlí 2017 12:00 Algengt er að talað sé niður til Evrópusambandsins í ræðu og riti. Það á ekki bara við á Íslandi, heldur einnig til að mynda í Bretlandi og Bandaríkjum þar sem ríkjandi stjórnvöld virðast hafa horn í síðu sambandsins. Nú er ESB ekki þjóðríki, heldur ríkjasamband sem einkum er haldið saman af bjúrókratískum öflum. Fáir skilgreina sig fyrst og síðast sem Evrópubúa, og þar af leiðandi krauma ekki undir niðri sömu kraftar og valda því að menn grípa til varna fyrir land sitt jafnvel þótt málstaðnum geti verið ábótavant. Afstaða fólks sem hliðhollt er ESB byggist þannig yfirleitt á köldu hagsmunamati, en afstaða andstæðinga sambandsins á það til að grundvallast á tilfinningum frekar en rökum. Staðreyndin er sú að Evrópusambandið er í raun birtingarmynd stórbættra samskipta í álfunni. Í dag þykir til dæmis fjarstæðukennt að stórþjóðir Evrópu heyi styrjaldir sín á milli, en eins og flestir vita þá er það sannkallað nýmæli í sögunni. Sögu Evrópu frá styrjaldarlokum má sömuleiðis kalla efnahagslegt kraftaverk. Álfan var rústir einar eftir stríð en nú eru lífskjör betri að meðaltali en í Bandaríkjunum, sem er nokkuð sem hefði þótt óhugsandi á eftirstríðsárunum. Athyglisvert er að leiða hugann að þessu nú þegar fer að draga til tíðinda í Brexit viðræðunum. Í kosningabaráttunni var því sýknt og heilagt haldið fram að ESB stæði á brauðfótum í efnahagslegu tilliti og réði alls ekki við flóttamannavandann. Hvort tveggja reyndist þvættingur – hagkerfi evrusvæðisins óx um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs, en Breta einungis um 0,2%. Þá hefur mikill árangur náðst í atvinnusköpun innan sambandsins og hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan árið 2009. Því er fátt sem bendir til þess að ESB sé að liðast í sundur eða að evran sé handónýtur gjaldmiðill eins og gjarnan heyrist fleygt. Er því nema von að í Bretlandi sé nú mikil andstaða við að ganga úr sambandinu? Sennilega verður ferlinu ekki snúið við úr þessu – kjósendur skutu sig í fótinn – en margt bendir til þess að Brexit verði einungis að nafninu til. Við Íslendingar ættum að læra af raunum Breta nú þegar við bíðum eftir að okkar ofursterka króna fari að bíta fólk og fyrirtæki svo undan svíði. ESB á sér kannski ekki marga ástríðufulla talsmenn. Það er samt eitthvert mesta pólitíska og efnahagslega afrek síðustu aldar, og hvað okkur Íslendinga snertir er evran okkar langraunhæfasti kostur í gjaldmiðilsmálum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira
Algengt er að talað sé niður til Evrópusambandsins í ræðu og riti. Það á ekki bara við á Íslandi, heldur einnig til að mynda í Bretlandi og Bandaríkjum þar sem ríkjandi stjórnvöld virðast hafa horn í síðu sambandsins. Nú er ESB ekki þjóðríki, heldur ríkjasamband sem einkum er haldið saman af bjúrókratískum öflum. Fáir skilgreina sig fyrst og síðast sem Evrópubúa, og þar af leiðandi krauma ekki undir niðri sömu kraftar og valda því að menn grípa til varna fyrir land sitt jafnvel þótt málstaðnum geti verið ábótavant. Afstaða fólks sem hliðhollt er ESB byggist þannig yfirleitt á köldu hagsmunamati, en afstaða andstæðinga sambandsins á það til að grundvallast á tilfinningum frekar en rökum. Staðreyndin er sú að Evrópusambandið er í raun birtingarmynd stórbættra samskipta í álfunni. Í dag þykir til dæmis fjarstæðukennt að stórþjóðir Evrópu heyi styrjaldir sín á milli, en eins og flestir vita þá er það sannkallað nýmæli í sögunni. Sögu Evrópu frá styrjaldarlokum má sömuleiðis kalla efnahagslegt kraftaverk. Álfan var rústir einar eftir stríð en nú eru lífskjör betri að meðaltali en í Bandaríkjunum, sem er nokkuð sem hefði þótt óhugsandi á eftirstríðsárunum. Athyglisvert er að leiða hugann að þessu nú þegar fer að draga til tíðinda í Brexit viðræðunum. Í kosningabaráttunni var því sýknt og heilagt haldið fram að ESB stæði á brauðfótum í efnahagslegu tilliti og réði alls ekki við flóttamannavandann. Hvort tveggja reyndist þvættingur – hagkerfi evrusvæðisins óx um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs, en Breta einungis um 0,2%. Þá hefur mikill árangur náðst í atvinnusköpun innan sambandsins og hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan árið 2009. Því er fátt sem bendir til þess að ESB sé að liðast í sundur eða að evran sé handónýtur gjaldmiðill eins og gjarnan heyrist fleygt. Er því nema von að í Bretlandi sé nú mikil andstaða við að ganga úr sambandinu? Sennilega verður ferlinu ekki snúið við úr þessu – kjósendur skutu sig í fótinn – en margt bendir til þess að Brexit verði einungis að nafninu til. Við Íslendingar ættum að læra af raunum Breta nú þegar við bíðum eftir að okkar ofursterka króna fari að bíta fólk og fyrirtæki svo undan svíði. ESB á sér kannski ekki marga ástríðufulla talsmenn. Það er samt eitthvert mesta pólitíska og efnahagslega afrek síðustu aldar, og hvað okkur Íslendinga snertir er evran okkar langraunhæfasti kostur í gjaldmiðilsmálum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira