Fullyrða að losun gróðurhúsalofttegunda sé vantalin Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 09:57 Rannsóknastöð í Jungfraujoch í svissnesku Ölpunum hefur mælt meiri losun gróðurhúsalofttegundar í Ítalíu en þarlend stjórnvöld gefa upp. Empa.ch Raunveruleg losun öflugra gróðurhúsalofttegunda er meiri en sum ríki sem eiga aðild að Parísarsamkomulaginu gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Breska ríkisútvarpið BBC fullyrðir þetta eftir úttekt sem það gerði. Vitnar BBC til mælinga svissneskra vísindamanna á miklu magni gróðurhúsalofttegunda á norðanverðri Ítalíu. Samkvæmt þeim eru þar losuð á bilinu 60-80 tonn af gróðurhúsalofttegundinni HFC-23. Ítölsk stjórnvöld gefa hins vegar aðeins upp innan við tíu tonn til Kýótó-sáttmálans, undanfara Parísarsamkomulagsins. Ítalska umhverfisstofnunin segir BBC að hún standi við opinberar tölur sínar og hafnar niðurstöðum svissnesku vísindamannanna.Hátt í 15.000 sinnum öflugri en koltvísýringurHFC-23 er svonefnt vetnisflúorkolefni en það er notað við framleiðslu ísskápa og loftræstikerfa. Gastegundin er 14.800 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur miðað við hundrað ára líftíma í lofthjúpi jarðar. Losun vetnisflúorkolefna var metin 3% af heildarlosun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum árið 2015 samkvæmt opinberu losunarbókhaldi sambandsins. BBC segir að óvissa um nákvæma losun einstakra landa eins og Kína, Indlands og fjölda þróunarríkja sé mikil. Í Kína og Indlandi, tveimur af þremur löndum heims sem losa mest, er óvissan um losun sumra gróðurhúsalofttegunda sögð svo mikil að henni getið skeikað um 100% í hvora áttina sem er.Menn losa nú rúmlega 30 milljarða tonna af koltvísýringsígildum á ári.Vísir/GettyAðferðir og bókhald í sífelldri þróunKári Jónsson, sérfræðingur á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að losunarbókhald ríkja sé mat á losun og því séu oft frávik frá raunverulegri eða mældri losun að finna í því. Töluverð óvissa geti fylgt mati á losun líkt og úttekt BBC leiði í ljós. Losunarbókhöld landa eigi hins vegar að vera í stöðugri þróun og aðferðafræði við útreikninga endurmetin þegar nýjar og betri upplýsingar komi fram. BBC hefur eftir sérfræðingum að óvissan um losun einstakra ríkja geti ógnað Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt því eiga ríkin sjálf að meta losun sína í bókhaldi og setja sér markmið um að draga úr henni. „Án góðra upplýsinga til grundvallar fellur París í raun um sjálft sig. Það verður aðeins að málfundarfélagi án mikils árangurs,“ segir Glen Peters frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðinni í Osló.Styrkur koltvísýrings ekki meiri í hundruð þúsunda áraÞó að úttekt BBC bendi til þess að veruleg óvissa gæti verið um hlut einstakra ríkja í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni hefur það ekki áhrif á mælingar vísindamanna á styrk þeirra í lofthjúpnum. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti er nú yfir 400 hlutum af milljón að jafnaði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 400.000 ár. Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpnum hefur aukist um um það bil 40% frá því fyrir iðnbyltingu. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi er aðalorsök losunar á gróðurhúsalofttegundum. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Raunveruleg losun öflugra gróðurhúsalofttegunda er meiri en sum ríki sem eiga aðild að Parísarsamkomulaginu gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Breska ríkisútvarpið BBC fullyrðir þetta eftir úttekt sem það gerði. Vitnar BBC til mælinga svissneskra vísindamanna á miklu magni gróðurhúsalofttegunda á norðanverðri Ítalíu. Samkvæmt þeim eru þar losuð á bilinu 60-80 tonn af gróðurhúsalofttegundinni HFC-23. Ítölsk stjórnvöld gefa hins vegar aðeins upp innan við tíu tonn til Kýótó-sáttmálans, undanfara Parísarsamkomulagsins. Ítalska umhverfisstofnunin segir BBC að hún standi við opinberar tölur sínar og hafnar niðurstöðum svissnesku vísindamannanna.Hátt í 15.000 sinnum öflugri en koltvísýringurHFC-23 er svonefnt vetnisflúorkolefni en það er notað við framleiðslu ísskápa og loftræstikerfa. Gastegundin er 14.800 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur miðað við hundrað ára líftíma í lofthjúpi jarðar. Losun vetnisflúorkolefna var metin 3% af heildarlosun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum árið 2015 samkvæmt opinberu losunarbókhaldi sambandsins. BBC segir að óvissa um nákvæma losun einstakra landa eins og Kína, Indlands og fjölda þróunarríkja sé mikil. Í Kína og Indlandi, tveimur af þremur löndum heims sem losa mest, er óvissan um losun sumra gróðurhúsalofttegunda sögð svo mikil að henni getið skeikað um 100% í hvora áttina sem er.Menn losa nú rúmlega 30 milljarða tonna af koltvísýringsígildum á ári.Vísir/GettyAðferðir og bókhald í sífelldri þróunKári Jónsson, sérfræðingur á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að losunarbókhald ríkja sé mat á losun og því séu oft frávik frá raunverulegri eða mældri losun að finna í því. Töluverð óvissa geti fylgt mati á losun líkt og úttekt BBC leiði í ljós. Losunarbókhöld landa eigi hins vegar að vera í stöðugri þróun og aðferðafræði við útreikninga endurmetin þegar nýjar og betri upplýsingar komi fram. BBC hefur eftir sérfræðingum að óvissan um losun einstakra ríkja geti ógnað Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt því eiga ríkin sjálf að meta losun sína í bókhaldi og setja sér markmið um að draga úr henni. „Án góðra upplýsinga til grundvallar fellur París í raun um sjálft sig. Það verður aðeins að málfundarfélagi án mikils árangurs,“ segir Glen Peters frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðinni í Osló.Styrkur koltvísýrings ekki meiri í hundruð þúsunda áraÞó að úttekt BBC bendi til þess að veruleg óvissa gæti verið um hlut einstakra ríkja í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni hefur það ekki áhrif á mælingar vísindamanna á styrk þeirra í lofthjúpnum. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti er nú yfir 400 hlutum af milljón að jafnaði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 400.000 ár. Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpnum hefur aukist um um það bil 40% frá því fyrir iðnbyltingu. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi er aðalorsök losunar á gróðurhúsalofttegundum.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira