Leikarinn sem glæddi Godzillu lífi er látinn Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 21:55 Haruo Nakajima ásamt minni útgáfu af Godzillu. Vísir/Getty Godzillu þekkja flestir enda goðsagnakennd kvikmyndapersóna sem hefur haldið fólki spenntu fyrir framan skjáinn síðan árið 1954. Japanski leikarinn Haruo Nakajima átti leiksigur í þeim kvikmyndum en hann lék risaeðluna ofvöxnu til árins 1974. Hann er nú látinn 88 ára að aldri af völdum lungnabólgu. Dansk Radio greinir frá. Nakajima klæddist búningi sem var yfir hundrað kíló og glæddi risaeðluna lífi. Sjálfur sagði Nakajima að það hefði verð ansi heitt inn í búningnum eða um 60 gráður. Það má því teljast afrek að Nakajima hafi tekist að leika risaeðluna í öll þessi ár. Risaeðlan kom, eins og áður sagði, fyrst fram á sjónarsviðið árið 1954 og átti að tákna þá hættu sem heiminum stafaði af kjarnorkuvopnum. Risaeðlan átti að hafa orðið til fyrir tilstilli kjarnorkusprengju sem sprakk í Kyrrahafinu. Godzilla vitnaði því í atburði áranna áður þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku eyjarnar Hiroshima og Nagasaki. Nakajima lék einnig í kvikmyndinni Seven Samurai. Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Godzillu þekkja flestir enda goðsagnakennd kvikmyndapersóna sem hefur haldið fólki spenntu fyrir framan skjáinn síðan árið 1954. Japanski leikarinn Haruo Nakajima átti leiksigur í þeim kvikmyndum en hann lék risaeðluna ofvöxnu til árins 1974. Hann er nú látinn 88 ára að aldri af völdum lungnabólgu. Dansk Radio greinir frá. Nakajima klæddist búningi sem var yfir hundrað kíló og glæddi risaeðluna lífi. Sjálfur sagði Nakajima að það hefði verð ansi heitt inn í búningnum eða um 60 gráður. Það má því teljast afrek að Nakajima hafi tekist að leika risaeðluna í öll þessi ár. Risaeðlan kom, eins og áður sagði, fyrst fram á sjónarsviðið árið 1954 og átti að tákna þá hættu sem heiminum stafaði af kjarnorkuvopnum. Risaeðlan átti að hafa orðið til fyrir tilstilli kjarnorkusprengju sem sprakk í Kyrrahafinu. Godzilla vitnaði því í atburði áranna áður þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku eyjarnar Hiroshima og Nagasaki. Nakajima lék einnig í kvikmyndinni Seven Samurai.
Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein