Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2017 23:46 Kaldur blettur er greinilegur á grafi NASA og NOAA yfir miðgildishita á jörðinni metárið 2015. NASA/NOAA Kuldapollur í Norður-Atlantshafi þar sem hnattræn hlýnun hefur haft lítil áhrif gæti verið vísbending um byrjað sé að hægja á hringrás varma í hafinu. Orsökin gæti meðal annars verið bráðnun hafíss á norðurskautinu. Vísindamenn hafa velt vöngum yfir köldum bletti sem birtist í mælingum og langtímalíkönum um hitastig jarðar sem sýna mikla hlýnun nær alls staðar annars staðar. Þessi kuldapollur er í og yfir hafinu suðvestur af Íslandi. Leiddar hafa verið líkur að því að mikið magn ferskvatns frá bráðnun íss á Grænlandi trufli veltihringrásina í Atlantshafinu (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation (AMOC)). AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Þessi hringrás hefur veruleg áhrif á loftslag í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku, að því er kemur fram í umfjöllum Washington Post.Bráðnun hafíssins gæti leikið hlutverk í veikingu hringrásarinnarKuldapollurinn gæti verið vísbending um að hægt hafi á þessari hringrás og minni varmi berist því í Norður-Atlantshafið. Áhyggjur manna beinast að því að áframhaldandi hnattræn hlýnun og bráðnun íss muni veikja hringrásina enn frekar. Ný rannsókn sem birtist í Nature Climate Change fann vísbendingar um að þetta sé í raun það sem er að gerast í Norður-Atlantshafi. Vísindamennirnir sem standa að henni færa einnig rök fyrir því að bráðnun hafíssins geti veikt veltihringrásina og viðhaldið kulda í þessum polli. Niðurstaða þeirra var sú að til lengri tíma litið hafi aukið flæði ferskvatns út í hafið mest áhrif á veltihringrásina. Loftslagslíkön sem þeir notuðu til að líkja eftir bráðnun hafíssins sýndu veikingu hringrásarinnar og kuldapoll eins og þann sem nú sést við Ísland og Grænland.Hafísinn á norðurskautinu hefur skroppið saman síðustu árin og áratugina. Þegar hann bráðnar getur ferskvatn bæst við hafið sem getur raskað hafstraumum.Vísir/EPAAðrir vísindamenn vara þó við að þessar niðurstöður byggist aðeins á einu líkani og enn sé óvissa um hvort að í raun hafi hægst á veltihringrásinni. „Við erum aðeins með beinar athuganir fyrir síðasta áratuginn og þó að þær hafi sýnt merki um veikingu yfir það tímabil þá hafa aðrar vísbendingar bent til þess að þetta sé sveifla frekar en áframhaldandi veiking,“ segir Laura Jackson, hafhringrásasérfræðingur við Veðurstofu Bretland við Washington Post. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Kuldapollur í Norður-Atlantshafi þar sem hnattræn hlýnun hefur haft lítil áhrif gæti verið vísbending um byrjað sé að hægja á hringrás varma í hafinu. Orsökin gæti meðal annars verið bráðnun hafíss á norðurskautinu. Vísindamenn hafa velt vöngum yfir köldum bletti sem birtist í mælingum og langtímalíkönum um hitastig jarðar sem sýna mikla hlýnun nær alls staðar annars staðar. Þessi kuldapollur er í og yfir hafinu suðvestur af Íslandi. Leiddar hafa verið líkur að því að mikið magn ferskvatns frá bráðnun íss á Grænlandi trufli veltihringrásina í Atlantshafinu (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation (AMOC)). AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Þessi hringrás hefur veruleg áhrif á loftslag í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku, að því er kemur fram í umfjöllum Washington Post.Bráðnun hafíssins gæti leikið hlutverk í veikingu hringrásarinnarKuldapollurinn gæti verið vísbending um að hægt hafi á þessari hringrás og minni varmi berist því í Norður-Atlantshafið. Áhyggjur manna beinast að því að áframhaldandi hnattræn hlýnun og bráðnun íss muni veikja hringrásina enn frekar. Ný rannsókn sem birtist í Nature Climate Change fann vísbendingar um að þetta sé í raun það sem er að gerast í Norður-Atlantshafi. Vísindamennirnir sem standa að henni færa einnig rök fyrir því að bráðnun hafíssins geti veikt veltihringrásina og viðhaldið kulda í þessum polli. Niðurstaða þeirra var sú að til lengri tíma litið hafi aukið flæði ferskvatns út í hafið mest áhrif á veltihringrásina. Loftslagslíkön sem þeir notuðu til að líkja eftir bráðnun hafíssins sýndu veikingu hringrásarinnar og kuldapoll eins og þann sem nú sést við Ísland og Grænland.Hafísinn á norðurskautinu hefur skroppið saman síðustu árin og áratugina. Þegar hann bráðnar getur ferskvatn bæst við hafið sem getur raskað hafstraumum.Vísir/EPAAðrir vísindamenn vara þó við að þessar niðurstöður byggist aðeins á einu líkani og enn sé óvissa um hvort að í raun hafi hægst á veltihringrásinni. „Við erum aðeins með beinar athuganir fyrir síðasta áratuginn og þó að þær hafi sýnt merki um veikingu yfir það tímabil þá hafa aðrar vísbendingar bent til þess að þetta sé sveifla frekar en áframhaldandi veiking,“ segir Laura Jackson, hafhringrásasérfræðingur við Veðurstofu Bretland við Washington Post.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Telja loftmengun hafa falið áhrif hlýnunar á norðurskautinu Vísindamenn telja að brennisteinsagnir hafi kælt norðurskautið og aukið hafís á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir ollu hlýnun jarðar áður en lög og reglur drógu úr loftmenguninni. 28. mars 2017 21:04