Birta mynd af upplifun transmanneskju Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. ágúst 2017 10:00 Hallfríður og Vala vinna saman undir merkjum GERVI Productions. Vísir/Anton Brink „Við fundum fyrir mikilvægi þess að birta þá baráttu sem fylgir því að fá að vera maður sjálfur sem transmanneskja og í þessari mynd sýnum við innra líf ungrar manneskja sem er þröngvað inn í ákveðið kyngervi af samfélaginu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir en hún og Vala Ómarsdóttir leikstýra, skrifa og stýra framleiðslu á stuttmyndinni ÉG sem fer í tökur í dag. Hallfríður og Vala vinna saman undir merkjum GERVI Productions en þær unnu Örvarpið, örmyndakeppni RÚV, í ár fyrir örmyndina HAMUR sem var undanfari þessarar myndar. Þær hafa báðar reynslu úr leikhúsi og kvikmyndum og sameinast í löngun sinni til þess að segja mikilvægar sögur sem verða að heyrast. Myndin er unnin í nánu samstarfi við Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, sem er ein helsta talsmanneskja transfólks á Íslandi. „Þetta verkefni er búið að vera að malla í langan tíma en fyrir tveimur árum ákváðum við að gera þessa leiknu mynd. Þá lögðumst við í mikla rannsóknarvinnu um málefni transfólks og kynvitund. Myndin er unnin út frá þeirri vinnu og viðtölum sem við tökum við Uglu Stefaníu um hennar reynsluheim,“ segir Vala og Hallfríður bætir við: „Við birtum manneskju í myndinni sem er á svipuðum aldri og Ugla þegar hún hóf eftirfarandi ferli og styðjumst við reynslu hennar en samt er þetta allt skáldskapur.“ Leikstjórunum þykir afar mikilvægt að birta sanna mynd af upplifun transmanneskju en kvikmyndir hafa í gegnum tíðina birt öðruvísi mynd af þessari reynslu. „Leikkona fer með hlutverk aðalpersónunnar sem heitir Svanur Jónsson, en iðulega eru transkonur leiknar af körlum í kvikmyndum og áhersla lögð á aðgerðina og viðbrögð aðstandenda, en hér er lögð áhersla á tilfinningar og upplifun einstaklings,“ segir Hallfríður. „Við birtum veru sem er sett inn í rangan ramma samfélagsins en okkur finnst áhugavert hvernig samfélagið setur fólk iðulega í tvo ramma eftir kynfærum,“ segir Vala. Allt teymið á bak við myndina er skipað konum en það er afar sjaldgæft á heimsvísu. „Við höfum oft verið spurðar „er þetta hægt?“ sem sýnir svart á hvítu hve mikilvægt það er að sýna að konur geti skipað allar stöður í kvikmyndagerð. Þetta er hægt. Annars værum við ekki að fara í tökur. Það er fáránlegt hvað við höfum fengið þessa spurningu oft,“ segir Hallfríður Rúmlega tuttugu konur koma að myndinni en kvikmyndataka er í höndum Erlu Hrundar Halldórsdóttur og leikmyndar- og búningahönnuður er Helga Jóakimsdóttir. Gunnhildur Helga Katrínardóttir er aðstoðarleikstjóri. Meðframleiðendur eru SVIESTAS frá Litháen og Salka Film en teymið er skipað kvikmyndagerðarkonum frá Íslandi og Litháen. Helstu hlutverk myndarinnar eru í höndum Snæfríðar Ingvarsdóttur, Kristbjargar Kjeld, Maríu Thelmu Smáradóttur og Elvu Óskar Ólafsdóttur. „Tökum líkur á Menningarnótt, svo við fögnum með freyðivíni og flugeldum. Svo stefnum við á að frumsýna hana á nýju ári og draumurinn er að ferðast með myndina um heiminn til að opna augu fólks bæði fyrir málefnum transfólks og stöðu kvenna í kvikmyndagerð,“ svarar Vala spurð að því hvenær við getum svo átt von á að berja myndina augum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Við fundum fyrir mikilvægi þess að birta þá baráttu sem fylgir því að fá að vera maður sjálfur sem transmanneskja og í þessari mynd sýnum við innra líf ungrar manneskja sem er þröngvað inn í ákveðið kyngervi af samfélaginu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir en hún og Vala Ómarsdóttir leikstýra, skrifa og stýra framleiðslu á stuttmyndinni ÉG sem fer í tökur í dag. Hallfríður og Vala vinna saman undir merkjum GERVI Productions en þær unnu Örvarpið, örmyndakeppni RÚV, í ár fyrir örmyndina HAMUR sem var undanfari þessarar myndar. Þær hafa báðar reynslu úr leikhúsi og kvikmyndum og sameinast í löngun sinni til þess að segja mikilvægar sögur sem verða að heyrast. Myndin er unnin í nánu samstarfi við Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, sem er ein helsta talsmanneskja transfólks á Íslandi. „Þetta verkefni er búið að vera að malla í langan tíma en fyrir tveimur árum ákváðum við að gera þessa leiknu mynd. Þá lögðumst við í mikla rannsóknarvinnu um málefni transfólks og kynvitund. Myndin er unnin út frá þeirri vinnu og viðtölum sem við tökum við Uglu Stefaníu um hennar reynsluheim,“ segir Vala og Hallfríður bætir við: „Við birtum manneskju í myndinni sem er á svipuðum aldri og Ugla þegar hún hóf eftirfarandi ferli og styðjumst við reynslu hennar en samt er þetta allt skáldskapur.“ Leikstjórunum þykir afar mikilvægt að birta sanna mynd af upplifun transmanneskju en kvikmyndir hafa í gegnum tíðina birt öðruvísi mynd af þessari reynslu. „Leikkona fer með hlutverk aðalpersónunnar sem heitir Svanur Jónsson, en iðulega eru transkonur leiknar af körlum í kvikmyndum og áhersla lögð á aðgerðina og viðbrögð aðstandenda, en hér er lögð áhersla á tilfinningar og upplifun einstaklings,“ segir Hallfríður. „Við birtum veru sem er sett inn í rangan ramma samfélagsins en okkur finnst áhugavert hvernig samfélagið setur fólk iðulega í tvo ramma eftir kynfærum,“ segir Vala. Allt teymið á bak við myndina er skipað konum en það er afar sjaldgæft á heimsvísu. „Við höfum oft verið spurðar „er þetta hægt?“ sem sýnir svart á hvítu hve mikilvægt það er að sýna að konur geti skipað allar stöður í kvikmyndagerð. Þetta er hægt. Annars værum við ekki að fara í tökur. Það er fáránlegt hvað við höfum fengið þessa spurningu oft,“ segir Hallfríður Rúmlega tuttugu konur koma að myndinni en kvikmyndataka er í höndum Erlu Hrundar Halldórsdóttur og leikmyndar- og búningahönnuður er Helga Jóakimsdóttir. Gunnhildur Helga Katrínardóttir er aðstoðarleikstjóri. Meðframleiðendur eru SVIESTAS frá Litháen og Salka Film en teymið er skipað kvikmyndagerðarkonum frá Íslandi og Litháen. Helstu hlutverk myndarinnar eru í höndum Snæfríðar Ingvarsdóttur, Kristbjargar Kjeld, Maríu Thelmu Smáradóttur og Elvu Óskar Ólafsdóttur. „Tökum líkur á Menningarnótt, svo við fögnum með freyðivíni og flugeldum. Svo stefnum við á að frumsýna hana á nýju ári og draumurinn er að ferðast með myndina um heiminn til að opna augu fólks bæði fyrir málefnum transfólks og stöðu kvenna í kvikmyndagerð,“ svarar Vala spurð að því hvenær við getum svo átt von á að berja myndina augum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira