Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2017 19:53 Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Vísir/NASA Sól Trappist sólkerfisins gæti verið rúmlega tvöfalt eldri en sólin sem jörðin snýst um. Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Tilvist Trappist sólkerfisins, sem er „einungis“ í um 40 ljósára fjarlægð, var tilkynnt nú í febrúar og vakti fundurinn gífurlega athygli. Stjörnufræðingar töldu að sólkerfið hafi verið heppilegur staður til að leita að lífi utan okkar eigin sólkerfis. Til að kanna hvort mögulegt sé að líf gæti fundist í sólkerfinu er mikilvægt að vita aldur sólarinnar og kerfisins. Ungar stjörnur eiga það til að senda frá sér orkubylgjur og geislun sem hættuleg er lífi og séu pláneturnar sjálfar ungar gætu sporbrautir þeirra verið óstöðugar.Sjá einnig: Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við JörðinaHér má sjá myndband sem NASA birti þegar uppgötvun Trappist var kynnt.Samkvæmt NASA hafa geimvísindamenn nú áætlað að Trappist-1 sé mjög gömul. Hún hafi myndast fyrir 5,4 til 9,8 milljörðum ára. Sólin okkar myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára.Sjá einnig: Hvað værum við lengi að fara til TRAPPIST-1? Í fyrstu var eingöngu talið að sólkerfið væri minnst 500 milljón ára gamalt. Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. Þessar nýju upplýsingar gefa í skyn að líf hafi haft mun meiri tíma til að þróast í sólkerfinu. Það hefði þó hins vegar þurft að lifa af í mögulega marga milljarða ára og þá væntanlega í gegnum ýmis skakkaföll. „Ef það er líf á þessum reikistjörnum, myndi ég giska á að það sé rammgert líf,“ segir Adam Burgasser sem kom að rannsókninni. „Það hefur þá þurft mögulega að þola skelfilegar uppákomur yfir milljarða ára.“ Þrátt fyrir að yngri sólir séu óstöðugri en eldri sólir þýðir þessi mikli aldur að pláneturnar, sem eru nærri sólinni, hafi orðið fyrir gífurlega mikilli geislun yfir árin. Sú geislun gæti hafa leitt til þess að hugsanleg gufuhvolf reikistjarna hafi horfið og heilu höfin hafi mögulega gufað upp. Sem dæmi bendir NASA á plánetuna Mars. Líklega voru höf á henni áður fyrr og gufuhvolf sem hvarf vegna mikillar geislunar frá sólinni. Frekari rannsóknir með Hubble og James Webb sjónaukunum munu gefa vísindamönnum frekari upplýsingar um möguleg gufuhvolf í Trappist sólkerfinu. Vísindi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sól Trappist sólkerfisins gæti verið rúmlega tvöfalt eldri en sólin sem jörðin snýst um. Sjö plánetur á stærð við jörðu eru á sporbraut um Trappist-1, rauða dvergstjörnu, og gæti vatn í fljótandi formi fundist á minnst þremur reikistjörnum sem eru innan lífbeltisins svokallaða. Tilvist Trappist sólkerfisins, sem er „einungis“ í um 40 ljósára fjarlægð, var tilkynnt nú í febrúar og vakti fundurinn gífurlega athygli. Stjörnufræðingar töldu að sólkerfið hafi verið heppilegur staður til að leita að lífi utan okkar eigin sólkerfis. Til að kanna hvort mögulegt sé að líf gæti fundist í sólkerfinu er mikilvægt að vita aldur sólarinnar og kerfisins. Ungar stjörnur eiga það til að senda frá sér orkubylgjur og geislun sem hættuleg er lífi og séu pláneturnar sjálfar ungar gætu sporbrautir þeirra verið óstöðugar.Sjá einnig: Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við JörðinaHér má sjá myndband sem NASA birti þegar uppgötvun Trappist var kynnt.Samkvæmt NASA hafa geimvísindamenn nú áætlað að Trappist-1 sé mjög gömul. Hún hafi myndast fyrir 5,4 til 9,8 milljörðum ára. Sólin okkar myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára.Sjá einnig: Hvað værum við lengi að fara til TRAPPIST-1? Í fyrstu var eingöngu talið að sólkerfið væri minnst 500 milljón ára gamalt. Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. Þessar nýju upplýsingar gefa í skyn að líf hafi haft mun meiri tíma til að þróast í sólkerfinu. Það hefði þó hins vegar þurft að lifa af í mögulega marga milljarða ára og þá væntanlega í gegnum ýmis skakkaföll. „Ef það er líf á þessum reikistjörnum, myndi ég giska á að það sé rammgert líf,“ segir Adam Burgasser sem kom að rannsókninni. „Það hefur þá þurft mögulega að þola skelfilegar uppákomur yfir milljarða ára.“ Þrátt fyrir að yngri sólir séu óstöðugri en eldri sólir þýðir þessi mikli aldur að pláneturnar, sem eru nærri sólinni, hafi orðið fyrir gífurlega mikilli geislun yfir árin. Sú geislun gæti hafa leitt til þess að hugsanleg gufuhvolf reikistjarna hafi horfið og heilu höfin hafi mögulega gufað upp. Sem dæmi bendir NASA á plánetuna Mars. Líklega voru höf á henni áður fyrr og gufuhvolf sem hvarf vegna mikillar geislunar frá sólinni. Frekari rannsóknir með Hubble og James Webb sjónaukunum munu gefa vísindamönnum frekari upplýsingar um möguleg gufuhvolf í Trappist sólkerfinu.
Vísindi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira