Dansað af gleði Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2017 10:30 Í gegnum dansogkultur.is hef ég kynnst dansmenningunni hérna heima betur og það er ótrúlega mikið í gangi. MYND/EYÞÓR Anna Claessen hefur farið dansandi í gegnum lífið en hún var aðeins fjögurra ára þegar hún fór í dansskóla. „Foreldrar mínir segja að strax á unga aldri hafi ég byrjað daginn á að kveikja á útvarpinu og dansað í takt við tónlistina. Ég æfði samkvæmisdansa í tíu ár og þaðan lá svo leiðin í jazzballett. Mér gekk mjög vel og stefndi að því að verða atvinnudansari. Ég fór í Versló og stundaði jafnframt nám við Listdansskólann en það var of mikið fyrir líkama og sál svo ég hætti dansnáminu en hóf að kenna dans í staðinn,“ rifjar Anna upp. Fyrstu nemendur hennar voru í dansdeild ÍR sem var stofnuð á þessum tíma. „Það var yndislegt og mikill lærdómur að kenna yngstu kynslóðinni.“Brúðarvals og zumba Leið Önnu lá síðan til Vínarborgar þar sem hún lauk BA-gráðu í fjölmiðlafræði og svo til Los Angeles en þar nam hún söng. Dansinn var þó aldrei langt undan. „Í Vín kenndi ég brúðarvals og jazzballett. Eftir að ég kynntist zumba féll ég algjörlega fyrir því og hef kennt það hér heima, m.a. hjá Nordica Spa og Veggsporti og í LA Fitness í miðborg Los Angeles, Hollywood og Beverly Hills. Það var mikið ævintýri,“ segir Anna brosandi.Heim frá LAFyrir tveimur árum flutti Anna heim frá LA og hefur síðan þá haft í nógu að snúast. Hún mun hefja nám í markþjálfun við HR núna í haust, auk þess að kenna zumba hjá World Class. Hún hefur rekið vefsíðuna godandaginn.is og stofnaði nýlega vefsíðuna dansogkultur.is í samstarfi við Friðrik Agna Árnason, vin sinn, en þar deila þau upplýsingum um dansviðburði og annað sem tengist dansi á Íslandi. „Við förum í alls konar danstíma út um allan bæ og það er ótrúlega gaman. Á síðunni okkar getur fólk séð hvar hægt er að dansa salsa, argentínskan tangó, lindy hop, kizomba, bachata og fleira. Í gegnum dansogkultur.is hef ég kynnst dansmenningunni hérna heima betur og það er ótrúlega mikið í gangi,“ upplýsir hún.En hver er helsti kosturinn við að dansa? „Dans er góður bæði fyrir líkama og sál og er ein besta vítamínsprauta sem hægt er að fá því hann gefur manni svo mikla gleði. Dans hefur líka góð áhrif á streitu og eykur líkamlegan styrk og liðleika. Aðalmálið í dansi er að hafa gaman. Þótt maður kunni ekkert í fyrstu tímunum er það allt í lagi. Aðalmálið er að brosa og hreyfa sig og sporin lærast smám saman. Með tímanum mun svo líkaminn fara að dansa með taktinum. Svo er mikill félagsskapur í kringum dansinn og ég hef t.d. kynnst mörgum af mínum bestu vinum í gegnum dans. Stundum hef ég reynt að finna mér eitthvað annað að gera en dansinn togar svo sterkt í mig að ég enda alltaf með að kenna eða dansa. Ætli ég verði ekki í þessu fram á síðasta dag, enda er lífið dans,“ segir Anna hlæjandi.Miðausturlenskt dansfitness Í vetur munu þau Anna og Friðrik Agni kenna splunkunýtt miðausturlenskt dansfitness í World Class sem kallast jallabina og hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndunum og allt austur til Dubai. Höfundar jallabina eru sænskar mæðgur, Amina og Lena, sem vildu kynna dansa frá Miðausturlöndum fyrir Evrópubúum. „Ég heillaðist strax af jallabina svo ég fór til Svíþjóðar með Friðriki Agna og við nældum okkur í réttindi. Í jallabina mætast arabískir þjóðdansar og tónlist í samhæfðum styrktaræfingum á nútímalegan hátt. Það er ekkert mál að koma í tíma án þess að hafa dansað áður en jallabina er þannig upp byggt að það er dansað stanslaust í hálftíma, þá er tekin stutt pása og svo er haldið áfram. Tíminn líður ótrúlega hratt og fólk gleymir sér alveg í dansinum,“ segir Anna sem sér fram á skemmtilegan dansvetur. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Anna Claessen hefur farið dansandi í gegnum lífið en hún var aðeins fjögurra ára þegar hún fór í dansskóla. „Foreldrar mínir segja að strax á unga aldri hafi ég byrjað daginn á að kveikja á útvarpinu og dansað í takt við tónlistina. Ég æfði samkvæmisdansa í tíu ár og þaðan lá svo leiðin í jazzballett. Mér gekk mjög vel og stefndi að því að verða atvinnudansari. Ég fór í Versló og stundaði jafnframt nám við Listdansskólann en það var of mikið fyrir líkama og sál svo ég hætti dansnáminu en hóf að kenna dans í staðinn,“ rifjar Anna upp. Fyrstu nemendur hennar voru í dansdeild ÍR sem var stofnuð á þessum tíma. „Það var yndislegt og mikill lærdómur að kenna yngstu kynslóðinni.“Brúðarvals og zumba Leið Önnu lá síðan til Vínarborgar þar sem hún lauk BA-gráðu í fjölmiðlafræði og svo til Los Angeles en þar nam hún söng. Dansinn var þó aldrei langt undan. „Í Vín kenndi ég brúðarvals og jazzballett. Eftir að ég kynntist zumba féll ég algjörlega fyrir því og hef kennt það hér heima, m.a. hjá Nordica Spa og Veggsporti og í LA Fitness í miðborg Los Angeles, Hollywood og Beverly Hills. Það var mikið ævintýri,“ segir Anna brosandi.Heim frá LAFyrir tveimur árum flutti Anna heim frá LA og hefur síðan þá haft í nógu að snúast. Hún mun hefja nám í markþjálfun við HR núna í haust, auk þess að kenna zumba hjá World Class. Hún hefur rekið vefsíðuna godandaginn.is og stofnaði nýlega vefsíðuna dansogkultur.is í samstarfi við Friðrik Agna Árnason, vin sinn, en þar deila þau upplýsingum um dansviðburði og annað sem tengist dansi á Íslandi. „Við förum í alls konar danstíma út um allan bæ og það er ótrúlega gaman. Á síðunni okkar getur fólk séð hvar hægt er að dansa salsa, argentínskan tangó, lindy hop, kizomba, bachata og fleira. Í gegnum dansogkultur.is hef ég kynnst dansmenningunni hérna heima betur og það er ótrúlega mikið í gangi,“ upplýsir hún.En hver er helsti kosturinn við að dansa? „Dans er góður bæði fyrir líkama og sál og er ein besta vítamínsprauta sem hægt er að fá því hann gefur manni svo mikla gleði. Dans hefur líka góð áhrif á streitu og eykur líkamlegan styrk og liðleika. Aðalmálið í dansi er að hafa gaman. Þótt maður kunni ekkert í fyrstu tímunum er það allt í lagi. Aðalmálið er að brosa og hreyfa sig og sporin lærast smám saman. Með tímanum mun svo líkaminn fara að dansa með taktinum. Svo er mikill félagsskapur í kringum dansinn og ég hef t.d. kynnst mörgum af mínum bestu vinum í gegnum dans. Stundum hef ég reynt að finna mér eitthvað annað að gera en dansinn togar svo sterkt í mig að ég enda alltaf með að kenna eða dansa. Ætli ég verði ekki í þessu fram á síðasta dag, enda er lífið dans,“ segir Anna hlæjandi.Miðausturlenskt dansfitness Í vetur munu þau Anna og Friðrik Agni kenna splunkunýtt miðausturlenskt dansfitness í World Class sem kallast jallabina og hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndunum og allt austur til Dubai. Höfundar jallabina eru sænskar mæðgur, Amina og Lena, sem vildu kynna dansa frá Miðausturlöndum fyrir Evrópubúum. „Ég heillaðist strax af jallabina svo ég fór til Svíþjóðar með Friðriki Agna og við nældum okkur í réttindi. Í jallabina mætast arabískir þjóðdansar og tónlist í samhæfðum styrktaræfingum á nútímalegan hátt. Það er ekkert mál að koma í tíma án þess að hafa dansað áður en jallabina er þannig upp byggt að það er dansað stanslaust í hálftíma, þá er tekin stutt pása og svo er haldið áfram. Tíminn líður ótrúlega hratt og fólk gleymir sér alveg í dansinum,“ segir Anna sem sér fram á skemmtilegan dansvetur.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira