Stórbokkaskapur sagður hafa kostað Star Wars-leikstjóra starfið Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2017 18:52 Colin Trevorrow. Vísir/Getty Fregnir bárust af því í vikunni að leikstjórinn Colin Trevorrow hefði stigið til hliðar sem leikstjóri níundu Stjörnustríðsmyndarinnar. Í tilkynningu frá framleiðslufyrirtækinu Lucasfilm kom fram að um hefði verið að ræða sameiginlega ákvörðun leikstjórans og Lucasfilm og Disney um að stíga til hliðar.Á vef Vulture er kafað dýpra í málið og rætt við innanbúðarmenn í Hollywood, sem þekkja vel til fyrri verka Trevorrow, sem segja leikstjórann afar erfiðan í samstarfi. Trevorrow komst inn á radar Hollywood-risanna árið 2012 þegar myndin hans, Safety Not Guaranteed, sló í gegn á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Svo fór að hann var handvalinn af leikstjóranum Steven Spielberg til að leikstýra risamyndinni Jurassic World, sem gefin var út af Universal-kvikmyndaverinu. Myndin sló rækilega í gegn og þénaði 1,6 milljarða Bandaríkjadala í miðasölu kvikmyndahúsa. Hann var skömmu síðar ráðinn til að leikstýra níundu Stjörnustríðsmyndinni, en áður en hann fékk að setjast í leikstjórastólinn gerði hann myndina The Book of Henry. Hann lagði mikinn metnað í þá mynd en gagnrýnendur rifu hana í sig og áhorfendur héldu sig frá henni. „Á meðan Jurassic World var í framleiðslu þá eyddi Trevorrow mikilli orku í að standa fast á sínu,“ segir einn af innanbúðarmönnunum sem Vulture ræddi við en kaus að halda nafnleynd. „En af því að Spielberg hafði komið að því að ráða hann sem leikstjóra, þá gat enginn rekið hann fyrir að vera erfiður. Þegar myndin sló svo rækilega í gegn og hann ákvað að gera The Book of Henry, þá var hann gjörsamlega óþolandi. Hann var rosalega sjálfhverfur og duglegur að láta það í ljós.“ Þegar hann var við hugmyndavinnu að níundu Stjörnustríðsmyndinni reyndi mikið á samband hans við yfirmenn hjá Lucasfilm og varð að lokum óviðráðanlegur vegna fjölda breytinga á handriti myndarinnar. Einn heimildarmanna Vulture segir að þegar The Book of Henry kom út í ár og viðtökurnar hafi verið jafn dræmar og raun bar vitni, hafi það auðveldað ákvörðun Lucasfilm að láta Trevorrow fara. „Þau voru ekki svo spennt fyrir því lengur að vinna með honum. Hann er rosalega sannfærður um hæfileika sína og getu. Látum það duga.“ Sú sem ræður öllu hjá Lucas Film er kona að nafni Kathleen Kenedy, sem á að baki átta Óskarsverðlaunatilnefningar, en hún er forstjóri fyrirtækisins og vörumerkjastjóri þess. Hún var harðlega gagnrýnd í júní síðastliðnum fyrir að reka þá Phil Lord og Chris Miller sem leikstjóra Han Solo-myndarinnar. „Það er einn hliðarvörður þegar kemur að Star Wars og það er Kathleen Kennedy. Ef þú pirrar hana á einhvern hátt, þá ert þú búinn. Margir af þessum ungu leikstjórum mæta á svæðið og segjast vilja gera hitt og þetta. Þeir urðu ríkir rosalega fljótt, hafa notið mikillar velgengni og virkilega öruggir með sig. Þeir vilja ekki spila eftir reglunum. Þeir vilja gera hlutina öðruvísi. Kathleen Kennedy hefur ekki þolinmæði fyrir slíku,“ er haft eftir einum af heimildarmönnum Vulture. Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Fregnir bárust af því í vikunni að leikstjórinn Colin Trevorrow hefði stigið til hliðar sem leikstjóri níundu Stjörnustríðsmyndarinnar. Í tilkynningu frá framleiðslufyrirtækinu Lucasfilm kom fram að um hefði verið að ræða sameiginlega ákvörðun leikstjórans og Lucasfilm og Disney um að stíga til hliðar.Á vef Vulture er kafað dýpra í málið og rætt við innanbúðarmenn í Hollywood, sem þekkja vel til fyrri verka Trevorrow, sem segja leikstjórann afar erfiðan í samstarfi. Trevorrow komst inn á radar Hollywood-risanna árið 2012 þegar myndin hans, Safety Not Guaranteed, sló í gegn á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Svo fór að hann var handvalinn af leikstjóranum Steven Spielberg til að leikstýra risamyndinni Jurassic World, sem gefin var út af Universal-kvikmyndaverinu. Myndin sló rækilega í gegn og þénaði 1,6 milljarða Bandaríkjadala í miðasölu kvikmyndahúsa. Hann var skömmu síðar ráðinn til að leikstýra níundu Stjörnustríðsmyndinni, en áður en hann fékk að setjast í leikstjórastólinn gerði hann myndina The Book of Henry. Hann lagði mikinn metnað í þá mynd en gagnrýnendur rifu hana í sig og áhorfendur héldu sig frá henni. „Á meðan Jurassic World var í framleiðslu þá eyddi Trevorrow mikilli orku í að standa fast á sínu,“ segir einn af innanbúðarmönnunum sem Vulture ræddi við en kaus að halda nafnleynd. „En af því að Spielberg hafði komið að því að ráða hann sem leikstjóra, þá gat enginn rekið hann fyrir að vera erfiður. Þegar myndin sló svo rækilega í gegn og hann ákvað að gera The Book of Henry, þá var hann gjörsamlega óþolandi. Hann var rosalega sjálfhverfur og duglegur að láta það í ljós.“ Þegar hann var við hugmyndavinnu að níundu Stjörnustríðsmyndinni reyndi mikið á samband hans við yfirmenn hjá Lucasfilm og varð að lokum óviðráðanlegur vegna fjölda breytinga á handriti myndarinnar. Einn heimildarmanna Vulture segir að þegar The Book of Henry kom út í ár og viðtökurnar hafi verið jafn dræmar og raun bar vitni, hafi það auðveldað ákvörðun Lucasfilm að láta Trevorrow fara. „Þau voru ekki svo spennt fyrir því lengur að vinna með honum. Hann er rosalega sannfærður um hæfileika sína og getu. Látum það duga.“ Sú sem ræður öllu hjá Lucas Film er kona að nafni Kathleen Kenedy, sem á að baki átta Óskarsverðlaunatilnefningar, en hún er forstjóri fyrirtækisins og vörumerkjastjóri þess. Hún var harðlega gagnrýnd í júní síðastliðnum fyrir að reka þá Phil Lord og Chris Miller sem leikstjóra Han Solo-myndarinnar. „Það er einn hliðarvörður þegar kemur að Star Wars og það er Kathleen Kennedy. Ef þú pirrar hana á einhvern hátt, þá ert þú búinn. Margir af þessum ungu leikstjórum mæta á svæðið og segjast vilja gera hitt og þetta. Þeir urðu ríkir rosalega fljótt, hafa notið mikillar velgengni og virkilega öruggir með sig. Þeir vilja ekki spila eftir reglunum. Þeir vilja gera hlutina öðruvísi. Kathleen Kennedy hefur ekki þolinmæði fyrir slíku,“ er haft eftir einum af heimildarmönnum Vulture.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira