Hvernig tekst ég á við skammdegið? Edda Björk Þórðardóttir skrifar 7. september 2017 10:00 Edda Björk Þórðardóttir, doktor í lýðheilsuvísindum. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvernig tekst ég á við skammdegið?Svar: Takk fyrir spurninguna. Mörg okkar finna fyrir minni orku og jafnvel geðlægð yfir vetrarmánuðina. Mikilvægt er að hafa eitthvað til að hlakka til yfir dimmasta árstímann. Taktu frá tíma til að sinna því sem þú elskar að gera – og leyfðu þér að hlakka til þess! Hafðu frumkvæði að því að skipuleggja hittinga með þeim sem þér finnst gefandi að umgangast. Góðar samverustundir með skemmtilegu fólki geta virkað eins og bestu vítamínsprautur í skammdeginu. Þegar dimma tekur er upplagt að fara í göngutúr eða sund um miðjan daginn því þá fáum við bæði birtu og endorfín, sem eru efni sem líkaminn framleiðir við hreyfingu og auka vellíðan. Ef þú ert inni hleyptu þá birtunni inn meðan hún gefst. Ef áhyggjur eða depurð leita á hugann skaltu ekki burðast einn með þær tilfinningar. Oft hjálpar að ræða við þá sem við treystum, en jafnframt er mikilvægt að leita sér aðstoðar ef þunglyndi gerir vart við sig. Þreyta og depurð geta verið einkenni um D-vítamínskort og rannsóknir sýna að meirihluta Íslendinga skortir D-vítamín. Því er mikilvægt fyrir börn og fullorðna að taka lýsi eða D-vítamíntöflur daglega samkvæmt ráðleggingum. Góður svefn er afar mikilvægur fyrir andlega og líkamlega heilsu og föst rútína, þ.e. að sofna og vakna á sama tíma, minnkar verulega líkur á svefnvanda í skammdeginu. Vekjaraklukkur með dagsljósalampa geta hjálpað okkur að fara á fætur. Að lokum – gott getur verið að ylja sér við góðar minningar í skammdeginu. Taktu fram ljósmyndir af eftirminnilegum augnablikum sem kalla fram bros og hafðu hluti sem minna á góðar stundir frá liðnu sumri uppi við.Niðurstaða: Taktu frá tíma til að sinna áhugamálum þínum og vera með gefandi fólki, nýttu birtuna yfir miðjan dag og mundu eftir D-vítamíninu. Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Hvernig tekst ég á við skammdegið?Svar: Takk fyrir spurninguna. Mörg okkar finna fyrir minni orku og jafnvel geðlægð yfir vetrarmánuðina. Mikilvægt er að hafa eitthvað til að hlakka til yfir dimmasta árstímann. Taktu frá tíma til að sinna því sem þú elskar að gera – og leyfðu þér að hlakka til þess! Hafðu frumkvæði að því að skipuleggja hittinga með þeim sem þér finnst gefandi að umgangast. Góðar samverustundir með skemmtilegu fólki geta virkað eins og bestu vítamínsprautur í skammdeginu. Þegar dimma tekur er upplagt að fara í göngutúr eða sund um miðjan daginn því þá fáum við bæði birtu og endorfín, sem eru efni sem líkaminn framleiðir við hreyfingu og auka vellíðan. Ef þú ert inni hleyptu þá birtunni inn meðan hún gefst. Ef áhyggjur eða depurð leita á hugann skaltu ekki burðast einn með þær tilfinningar. Oft hjálpar að ræða við þá sem við treystum, en jafnframt er mikilvægt að leita sér aðstoðar ef þunglyndi gerir vart við sig. Þreyta og depurð geta verið einkenni um D-vítamínskort og rannsóknir sýna að meirihluta Íslendinga skortir D-vítamín. Því er mikilvægt fyrir börn og fullorðna að taka lýsi eða D-vítamíntöflur daglega samkvæmt ráðleggingum. Góður svefn er afar mikilvægur fyrir andlega og líkamlega heilsu og föst rútína, þ.e. að sofna og vakna á sama tíma, minnkar verulega líkur á svefnvanda í skammdeginu. Vekjaraklukkur með dagsljósalampa geta hjálpað okkur að fara á fætur. Að lokum – gott getur verið að ylja sér við góðar minningar í skammdeginu. Taktu fram ljósmyndir af eftirminnilegum augnablikum sem kalla fram bros og hafðu hluti sem minna á góðar stundir frá liðnu sumri uppi við.Niðurstaða: Taktu frá tíma til að sinna áhugamálum þínum og vera með gefandi fólki, nýttu birtuna yfir miðjan dag og mundu eftir D-vítamíninu.
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira