Jóhann settur af við gerð Blade Runner Benedikt Bóas skrifar 8. september 2017 13:30 Ryan Gosling, aðalstjarnan í myndinni, ásamt leikkonunum Ana de Armas og Mackenzie Davis NordicPhotos/Getty Jóhann Jóhannsson kvikmyndatónskáld hefur verið settur af í kvikmyndinni Blade Runner 2049. Á nýjasta kynningarplakati myndarinnar er nafn hans hvergi að finna. Umboðsmaður hans staðfesti þetta við Fréttablaðið en samkvæmt samningi má Jóhann ekki tjá sig um ástæður þess að hann hvarf á braut.Áður var búið að greina frá því að Jóhann hefði stigið til hliðar og Hans Zimmer komið í hans stað. Þá átti Jóhann að aðstoða Zimmer en nú virðist Jóhanni alveg hafa verið skipt út. Leikstjóri Blade Runner er Denis Villeneuve og hafa þeir Jóhann oft unnið saman. Þegar tilkynnt var um að Villeneuve myndi leikstýra kom það lítið á óvart að Jóhann var ráðinn sem tónskáld. Þeir hafa unnið saman að Sicario, Prisoners og Arrival og hlotið einróma lof fyrir. Jóhann var tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir þá síðastnefndu. Samkvæmt Vanity Fair ákvað Jóhann að stíga til hliðar til að sinna öðrum verkefnum, en kvikmyndavefurinn IMDb segir að næsta verk hans sé myndin The Mercy. James Marsh mun leikstýra þeirri mynd en Jóhann samdi tónlistina fyrir The Theory of Everything þar sem hann hreppti Golden Globe styttuna.Jóhann Jóhannsson er hér með Golden Globe verðlaunin sem hann fékk fyrir myndina The Theory of Everything.Vísir/Getty Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Jóhann Jóhannsson kvikmyndatónskáld hefur verið settur af í kvikmyndinni Blade Runner 2049. Á nýjasta kynningarplakati myndarinnar er nafn hans hvergi að finna. Umboðsmaður hans staðfesti þetta við Fréttablaðið en samkvæmt samningi má Jóhann ekki tjá sig um ástæður þess að hann hvarf á braut.Áður var búið að greina frá því að Jóhann hefði stigið til hliðar og Hans Zimmer komið í hans stað. Þá átti Jóhann að aðstoða Zimmer en nú virðist Jóhanni alveg hafa verið skipt út. Leikstjóri Blade Runner er Denis Villeneuve og hafa þeir Jóhann oft unnið saman. Þegar tilkynnt var um að Villeneuve myndi leikstýra kom það lítið á óvart að Jóhann var ráðinn sem tónskáld. Þeir hafa unnið saman að Sicario, Prisoners og Arrival og hlotið einróma lof fyrir. Jóhann var tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir þá síðastnefndu. Samkvæmt Vanity Fair ákvað Jóhann að stíga til hliðar til að sinna öðrum verkefnum, en kvikmyndavefurinn IMDb segir að næsta verk hans sé myndin The Mercy. James Marsh mun leikstýra þeirri mynd en Jóhann samdi tónlistina fyrir The Theory of Everything þar sem hann hreppti Golden Globe styttuna.Jóhann Jóhannsson er hér með Golden Globe verðlaunin sem hann fékk fyrir myndina The Theory of Everything.Vísir/Getty
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira