Fimm myndir sem keppa um Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í Bíó Paradís Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2017 13:00 Marta Sigríður er kynningarstjóri í Bíó Paradís þar sem hver viðburðurinn rekur annan. Fréttablaðið/Ernir Norræn kvikmyndahátíð er hafin í Bíó Paradís. Myndirnar sem þar eru sýndar eru allar tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár og eiga það sameiginlegt að vera fyrstu myndir leikstjóranna.„Við erum að sýna fimm kvikmyndir sem allar eru tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna í ár,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir, sem er kynningarstjóri í Bíó Paradís. Hún byrjar á að hæla sænsku myndinni Samablóð sem frumsýnd var í gærkvöldi. Hún verður sýnd aftur á morgun og líka á laugardag og þriðjudag. „Þetta er mögnuð mynd. Hún gerist á fyrri hluta 20. aldar og fjallar um hvernig komið var fram við Sama á þeim tíma. Myndin segir sögu ungrar stúlku sem var send á heimvistarskóla og lýsir kynþáttahyggjunni sem þar réð ríkjum. Semsagt stórpólitískt málefni. Þarna er kvenleikstjóri, Amanda Kernell, sem er einnig handritshöfundur. Bak við myndavélina var líka kona, Sophia Olsson, sem var viðstödd frumsýninguna, enda hefur hún sterka tengingu við Ísland, hún vann með Rúnari Rúnarssyni leikstjóra bæði við Eldfjall og Þresti og svo á hún líka hálfíslenskt barn.“ Elle Marja er 14 ára Samastúlka og hreindýrahirðir. Myndin Hjartasteinn er tilnefnd fyrir Íslands hönd að sögn Mörtu. „Þó að langt sé síðan myndin var frumsýnd ætla flestir aðstandendur og leikarar að mæta á sýninguna hjá okkur þann 12. september og svara spurningum eftir hana. Myndir hinna Norðurlandanna eru Tyttö nimeltä Varpu frá Finnlandi, Forældre frá Danmörku og Fluefangere frá Noregi.“ Gaman verður að sjá hver hlýtur verðlaunin en úrslitin verða tilkynnt miðvikudaginn 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Norræna kvikmyndahátíðin í Bíó Paradís stendur yfir dagana 7.-13. september. Um hana má lesa á heimasíðu Bíó Paradís. Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Norræn kvikmyndahátíð er hafin í Bíó Paradís. Myndirnar sem þar eru sýndar eru allar tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár og eiga það sameiginlegt að vera fyrstu myndir leikstjóranna.„Við erum að sýna fimm kvikmyndir sem allar eru tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna í ár,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir, sem er kynningarstjóri í Bíó Paradís. Hún byrjar á að hæla sænsku myndinni Samablóð sem frumsýnd var í gærkvöldi. Hún verður sýnd aftur á morgun og líka á laugardag og þriðjudag. „Þetta er mögnuð mynd. Hún gerist á fyrri hluta 20. aldar og fjallar um hvernig komið var fram við Sama á þeim tíma. Myndin segir sögu ungrar stúlku sem var send á heimvistarskóla og lýsir kynþáttahyggjunni sem þar réð ríkjum. Semsagt stórpólitískt málefni. Þarna er kvenleikstjóri, Amanda Kernell, sem er einnig handritshöfundur. Bak við myndavélina var líka kona, Sophia Olsson, sem var viðstödd frumsýninguna, enda hefur hún sterka tengingu við Ísland, hún vann með Rúnari Rúnarssyni leikstjóra bæði við Eldfjall og Þresti og svo á hún líka hálfíslenskt barn.“ Elle Marja er 14 ára Samastúlka og hreindýrahirðir. Myndin Hjartasteinn er tilnefnd fyrir Íslands hönd að sögn Mörtu. „Þó að langt sé síðan myndin var frumsýnd ætla flestir aðstandendur og leikarar að mæta á sýninguna hjá okkur þann 12. september og svara spurningum eftir hana. Myndir hinna Norðurlandanna eru Tyttö nimeltä Varpu frá Finnlandi, Forældre frá Danmörku og Fluefangere frá Noregi.“ Gaman verður að sjá hver hlýtur verðlaunin en úrslitin verða tilkynnt miðvikudaginn 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Norræna kvikmyndahátíðin í Bíó Paradís stendur yfir dagana 7.-13. september. Um hana má lesa á heimasíðu Bíó Paradís.
Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira