Drungaleg stikla úr hrollvekjunni Rökkur Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2017 16:45 Þessi mynd verður ekki fyrir viðkvæma. Rökkur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu á Íslandi þann 27. október næstkomandi. Vísir frumsýnir ú dag nýja stiklu fyrir íslensku hrollvekjuna Rökkur en hún tekur þátt á kvikmyndahátíðunum Fantastic Fest, í Austin, Texas, og BFI London Film Festival. Rökkur var frumsýnd fyrr í ár á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lokamynd hátíðarinnar, og var fyrst sýnd í Norður-Ameríku á Outfest hátíðinni í Los Angeles þar sem hún vann verðlaun fyrir listrænt afrek. Samtals hafa tuttugu kvikmyndahátíðir sýnt myndina eða staðfest sýningar, og von er á fleirum með haustinu og vetrinum. Rökkur segir frá Gunnari, sem fær símhringingu um miðja nótt frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hæddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp á Snæfellsnes þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér. Þeir eru ekki einir. Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Aðalbjörg Árnadóttir fara með aðalhlutverk í myndinni, ásamt Guðmundi Ólafssyni, Jóhanni Kristófer Stefánssyni og Önnu Evu Steindórsdóttur. Búi Baldvinsson, Baldvin Kári Sveinbjörnsson og Erlingur Óttar Thoroddsen framleiddu, en Erlingur skrifaði einnig handritið og leikstýrði myndinni. Dreifingaraðilinn Breaking Glass Pictures hefur tekið að sér dreifingu á myndinni í Bandaríkjunum og mun hún koma út þar í kvikmyndahúsum og á stafrænum miðlum í lok ársins. Hér að neðan má sjá nýja stiklu úr kvikmyndinni Rökkur. Bíó og sjónvarp Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Rökkur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu á Íslandi þann 27. október næstkomandi. Vísir frumsýnir ú dag nýja stiklu fyrir íslensku hrollvekjuna Rökkur en hún tekur þátt á kvikmyndahátíðunum Fantastic Fest, í Austin, Texas, og BFI London Film Festival. Rökkur var frumsýnd fyrr í ár á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lokamynd hátíðarinnar, og var fyrst sýnd í Norður-Ameríku á Outfest hátíðinni í Los Angeles þar sem hún vann verðlaun fyrir listrænt afrek. Samtals hafa tuttugu kvikmyndahátíðir sýnt myndina eða staðfest sýningar, og von er á fleirum með haustinu og vetrinum. Rökkur segir frá Gunnari, sem fær símhringingu um miðja nótt frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hæddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp á Snæfellsnes þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra en hann hefði nokkurn tímann getað ímyndað sér. Þeir eru ekki einir. Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Aðalbjörg Árnadóttir fara með aðalhlutverk í myndinni, ásamt Guðmundi Ólafssyni, Jóhanni Kristófer Stefánssyni og Önnu Evu Steindórsdóttur. Búi Baldvinsson, Baldvin Kári Sveinbjörnsson og Erlingur Óttar Thoroddsen framleiddu, en Erlingur skrifaði einnig handritið og leikstýrði myndinni. Dreifingaraðilinn Breaking Glass Pictures hefur tekið að sér dreifingu á myndinni í Bandaríkjunum og mun hún koma út þar í kvikmyndahúsum og á stafrænum miðlum í lok ársins. Hér að neðan má sjá nýja stiklu úr kvikmyndinni Rökkur.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein