Merki um tröllvaxið svarthol nærri miðju Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2017 22:05 Risasvartholið Sagittarius A* er í miðju Vetrarbrautarinnar. Nærri miðjunni virðist annað en minna risasvarthol vera að finna. Getty/ NASA/CXC/MIT/F. Baganoff et al Japanskir vísindamenn telja sig hafa fundið vísbendingar um tilvist svarthols sem er hundrað þúsund sinnum massameira en sólin okkar í gasskýi nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Gasskýið þar sem risasvartholið er talið fela sig er um tvö hundruð ljósárum frá miðju Vetrarbrautarinnar og er um 150 milljón milljónir kílómetrar að breidd. Hreyfingar gassins í skýinu hafa valdið vísindamönnum heilabrotum en athuganir hafa bent til þess að það ferðist mishratt, að því er segir í frétt The Guardian. Rannsóknir japönsku vísindamannanna með Alma-sjónaukanum í Síle gefa til kynna að líklegasta skýringin á hreyfingu gassins sé ógnarsterkur þyngdarkraftur tröllvaxins svarthols. Verði fundur vísindamannanna staðfestur er um annað stærsta svarthol sem fundist hefur í Vetrarbrautinni að ræða. Aðeins risasvartholið Sagittarius A* í miðju hennar er stærra. Massi þess er á við fjórar milljónir sóla.Vísindamenn nota röntgenbylgjur sem svarthol gefa frá sér til að koma auga á þau. Myndin var tekin með Chandra-röntgensjónaukanum af Sagittarius A*.NASA/UMass/D.Wang et al.Gæti verið kjarni fornrar dvergvetrarbrautarMinni svarthol eru tiltölulega algeng í Vetrarbrautinni. Þau myndast við dauða gríðarlega massamikilla stjarna. Uppruni risasvarthola eins og þess sem er í miðju Vetrarbrautarinnar og flestra vetrarbrauta í alheiminum hefur aftur á móti verið stjörnufræðingum ráðgáta. Kenningar hafa verið um að minni svarthol renni saman og myndi á endanum ferlíki eins og Sagittarius A*. Fram að þessu hafa þó engin dæmi um nokkurs konar „millistærð“ svarthola sem gæti stutt þá kenningu fundist. Tomoharu Oka, stjörnufræðingur við Keio-háskólann í Tókýó og einn vísindamannanna sem telja sig hafa fundið svartholið, segir að svartholið gæti verið kjarni gamallar dvergvetrarbrautar sem Vetrarbrautin gleypti í sig þegar hún var að myndast fyrir milljörðum ára „Stjarneðlisfræðingar hafa verið að safna athugunum um massa svarthola og risasvarthola í áratugi en jafnvel þó að við teljum að þau stærri vaxi út frá þeim minnstu þá höfum við aldrei haft skýrar vísbendingar um svarthol með massa á milli þessara öfga,“ segir Brooke Simmons, stjörnufræðingur við Kaliforníuháskóla sem átti ekki þátt í rannsókninni, við The Guardian. Vísindi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Japanskir vísindamenn telja sig hafa fundið vísbendingar um tilvist svarthols sem er hundrað þúsund sinnum massameira en sólin okkar í gasskýi nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Gasskýið þar sem risasvartholið er talið fela sig er um tvö hundruð ljósárum frá miðju Vetrarbrautarinnar og er um 150 milljón milljónir kílómetrar að breidd. Hreyfingar gassins í skýinu hafa valdið vísindamönnum heilabrotum en athuganir hafa bent til þess að það ferðist mishratt, að því er segir í frétt The Guardian. Rannsóknir japönsku vísindamannanna með Alma-sjónaukanum í Síle gefa til kynna að líklegasta skýringin á hreyfingu gassins sé ógnarsterkur þyngdarkraftur tröllvaxins svarthols. Verði fundur vísindamannanna staðfestur er um annað stærsta svarthol sem fundist hefur í Vetrarbrautinni að ræða. Aðeins risasvartholið Sagittarius A* í miðju hennar er stærra. Massi þess er á við fjórar milljónir sóla.Vísindamenn nota röntgenbylgjur sem svarthol gefa frá sér til að koma auga á þau. Myndin var tekin með Chandra-röntgensjónaukanum af Sagittarius A*.NASA/UMass/D.Wang et al.Gæti verið kjarni fornrar dvergvetrarbrautarMinni svarthol eru tiltölulega algeng í Vetrarbrautinni. Þau myndast við dauða gríðarlega massamikilla stjarna. Uppruni risasvarthola eins og þess sem er í miðju Vetrarbrautarinnar og flestra vetrarbrauta í alheiminum hefur aftur á móti verið stjörnufræðingum ráðgáta. Kenningar hafa verið um að minni svarthol renni saman og myndi á endanum ferlíki eins og Sagittarius A*. Fram að þessu hafa þó engin dæmi um nokkurs konar „millistærð“ svarthola sem gæti stutt þá kenningu fundist. Tomoharu Oka, stjörnufræðingur við Keio-háskólann í Tókýó og einn vísindamannanna sem telja sig hafa fundið svartholið, segir að svartholið gæti verið kjarni gamallar dvergvetrarbrautar sem Vetrarbrautin gleypti í sig þegar hún var að myndast fyrir milljörðum ára „Stjarneðlisfræðingar hafa verið að safna athugunum um massa svarthola og risasvarthola í áratugi en jafnvel þó að við teljum að þau stærri vaxi út frá þeim minnstu þá höfum við aldrei haft skýrar vísbendingar um svarthol með massa á milli þessara öfga,“ segir Brooke Simmons, stjörnufræðingur við Kaliforníuháskóla sem átti ekki þátt í rannsókninni, við The Guardian.
Vísindi Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira