Lífið

Gullráð Gulla: Fjögur atriði sem þú verður að hafa á hreinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gulli Helga er umsjónarmaður þáttarins.
Gulli Helga er umsjónarmaður þáttarins. vísir
Gulli Helga verður aftur á skjánum í haust í sínum geysivinsælu þáttum, Gulli byggir, þar sem hann aðstoðar Íslendinga við framkvæmdir á heimilum sínum.

Hér fer hann yfir þau atriðið sem þú verður að hafa á hreinu áður en þú tekur eldhúsið í gegn.

1. Láttu arkitekt eða innanhússhönnuð koma að breytingunum og fyrir alla muni veldu hönnuð sem hefur reynslu af því að hanna eldhús.

2. Þú getur látið matreiðslumeistara yfirfara hönnunina því að það á að vera auðvelt að vinna í eldhúsinu.

3. Þegar búið er að teikna, farðu yfir allar málsetningar og merktu fyrir innréttingunni á gólfið með tússpenna eða límbandi. Þannig gerir þú þér grein fyrir stærðinni á eyjunni (ef það er eyja) og uppröðun á skápunum, bili á milli skápa og fleira.

4. Pantaðu innréttinguog borðplötu tímanlega því í dag getur það tekið allt að 12 vikur að fá slíkt afhent. Þegar kemur að því að setja innréttingu upp margborgar sig að hafa fagmann með sér.

Gulli byggir hefstí september.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.