Bróðir Pablo Escobar ráðleggur Netflix að ráða launmorðingja öryggisins vegna Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2017 10:19 Pablo Escobar ásamt eiginkonu sinni árið 1983. Vísir/Getty Sjónvarpsveitan Netflix ætti að ráða launmorðingja til að tryggja öryggi starfsmanna þeirra. Þetta segir bróðir eiturlyfjabarónsins fallna, Pablo Escobar, í viðtali við Hollywood Reporter vegna frétta af manni sem var drepinn nærri Mexíkó-borg í leit að tökustöðum fyrir þáttaröðina Narcos.Narcos, glæpaþáttaröð úr smiðju Netflix, hefur slegið í gegn meðal áskrifenda efnisveitunnar en serían fjallar um ævi og störf kólumbíska eiturlyfjabarónsins Pablo Escobar. Maðurinn, Carlos Munoz Portal, var 37 ára gamall. Hann fannst í bíl sínum í bænum Temascalapa í Mexíkó en lík hans var alsett byssukúlum. Munoz starfaði sem verktaki við framleiðslu fjórðu Narcos-þáttaraðarinnar sem sögð er munu einblína á mexíkóska Juárez-eiturlyfjahringinn. Bróðir Escobar, Roberto De Jesus Escobar Gaviri, var bæði aðalendurskoðandi bróður síns og yfirmaður launmorðingja hans sem voru á vegum Medellin-glæpahringsins.Roberto er í dag forstjóri Escobar Inc., en hann heldur því fram að hann eigi réttinn að nafni Escobar. Hann telur því Netflix skulda sér einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur um 105 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir notkun á nafni fjölskyldu hans án leyfis. Í viðtalinu við Hollywood Reptorter er Roberto spurður hvað Netflix ætti að gera til að auka öryggi starfsfólks síns. Svarið hans er á þann veg að búi einstaklingur yfir nógu miklum gáfum, þá þurfi hann ekki vopn. „Ef ekki, þá þarftu vopn. Í þessu tilviki ætti Netflix að ráða launmorðingja til að tryggja öryggi.“ Hann er spurður álits á því hvort Netflix ætti að mynda þáttaraðir sínar á þeim stöðum sem atburðirnir áttu sér. Roberto segist ekki kæra sig um það, og þá sérstaklega ekki án leyfis Escobar Inc. „Það er mjög hættulegt, sérstaklega án okkar blessunar. Þetta er landið mitt,“ segir hann og á þar við Kólumbíu, en Escobar-fjölskyldan er þaðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skotinn til bana við leit að tökustöðum fyrir Narcos Maðurinn, Carlos Munoz Portal, var 37 ára gamall. Hann fannst í bíl sínum í bænum Temascalapa í Mexíkó en lík hans var alsett byssukúlum. 16. september 2017 22:59 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Sjónvarpsveitan Netflix ætti að ráða launmorðingja til að tryggja öryggi starfsmanna þeirra. Þetta segir bróðir eiturlyfjabarónsins fallna, Pablo Escobar, í viðtali við Hollywood Reporter vegna frétta af manni sem var drepinn nærri Mexíkó-borg í leit að tökustöðum fyrir þáttaröðina Narcos.Narcos, glæpaþáttaröð úr smiðju Netflix, hefur slegið í gegn meðal áskrifenda efnisveitunnar en serían fjallar um ævi og störf kólumbíska eiturlyfjabarónsins Pablo Escobar. Maðurinn, Carlos Munoz Portal, var 37 ára gamall. Hann fannst í bíl sínum í bænum Temascalapa í Mexíkó en lík hans var alsett byssukúlum. Munoz starfaði sem verktaki við framleiðslu fjórðu Narcos-þáttaraðarinnar sem sögð er munu einblína á mexíkóska Juárez-eiturlyfjahringinn. Bróðir Escobar, Roberto De Jesus Escobar Gaviri, var bæði aðalendurskoðandi bróður síns og yfirmaður launmorðingja hans sem voru á vegum Medellin-glæpahringsins.Roberto er í dag forstjóri Escobar Inc., en hann heldur því fram að hann eigi réttinn að nafni Escobar. Hann telur því Netflix skulda sér einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur um 105 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir notkun á nafni fjölskyldu hans án leyfis. Í viðtalinu við Hollywood Reptorter er Roberto spurður hvað Netflix ætti að gera til að auka öryggi starfsfólks síns. Svarið hans er á þann veg að búi einstaklingur yfir nógu miklum gáfum, þá þurfi hann ekki vopn. „Ef ekki, þá þarftu vopn. Í þessu tilviki ætti Netflix að ráða launmorðingja til að tryggja öryggi.“ Hann er spurður álits á því hvort Netflix ætti að mynda þáttaraðir sínar á þeim stöðum sem atburðirnir áttu sér. Roberto segist ekki kæra sig um það, og þá sérstaklega ekki án leyfis Escobar Inc. „Það er mjög hættulegt, sérstaklega án okkar blessunar. Þetta er landið mitt,“ segir hann og á þar við Kólumbíu, en Escobar-fjölskyldan er þaðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skotinn til bana við leit að tökustöðum fyrir Narcos Maðurinn, Carlos Munoz Portal, var 37 ára gamall. Hann fannst í bíl sínum í bænum Temascalapa í Mexíkó en lík hans var alsett byssukúlum. 16. september 2017 22:59 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Skotinn til bana við leit að tökustöðum fyrir Narcos Maðurinn, Carlos Munoz Portal, var 37 ára gamall. Hann fannst í bíl sínum í bænum Temascalapa í Mexíkó en lík hans var alsett byssukúlum. 16. september 2017 22:59